Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Efast stórlega um að foreldrar átti sig á að frí bitni á námi

Formaður Skólastjórafélags Íslands hefur þungar áhyggjur af því að foreldrar geti tekið börn úr skóla til að fara í frí. Formaður Velferðarvaktarinnar kallar eftir vitundarvakningu. Tillögur Velferðarvaktarinnar eru komnar inn á borð stýrihóps stjórnarráðsins að beiðni Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Dansandi skólastjóri í Þorlákshöfn

"Það bara bætir og kætir að dansa, maður verður glaður í hjartanu að dansa og hreyfa sig en dans er líka mikilvæg list og verkgrein, hún æfir samvinnu, danssporin, fínhreyfingar og grófhreyfingar og er gott undirstöðuatriði fyrir ýmislegt í lífinu“, segir Ólína.Þorleifsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn en þar eru nemendur í danstímum allan vetuirnn.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar óttast um öryggi barna vegna tveggja bruna á skömmum tíma: „Við ætlum ekki að búa við þetta“

Foreldrar barna í Seljaskóla í Breiðholti eru áhyggjufullir yfir því að kviknað hafi í skólanum í nótt, í annað sinn á mjög skömmum tíma. Skólastjórinn deilir áhyggjum foreldra og segir brýnt að komast til botns í málinu. Tíu kennslustofur skemmdust í brunanum í nótt og þurfa um 250 nemendur að mæta annað en í sínar bekkjarstofur það sem eftir er skólaársins.

Innlent
Fréttamynd

Brekkuskóli í deilum við bæjaryfirvöld

Skólaráð Brekkuskóla telur kennsluaðstæður í íþróttum lélegar þar sem bærinn setji menntaskólanemendur í íþróttir á sama tíma. Frístundaráð Akureyrarbæjar svaraði skólanum fullum hálsi og telur erindið fráleitt.

Innlent
Fréttamynd

Áskoranir sem skila ómetanlegri reynslu

Hópur meistaranema í lögfræði við HR keppti í Jessup málflutningskeppninni í Washington í Bandaríkjunum í byrjun apríl. Lagadeild HR leggur áherslu á verkefni af þessu tagi, þar sem laganemar flytja mál í dómsal. "Þetta voru stressandi aðstæður, það er ekki hægt að neita því!“

Lífið kynningar
Fréttamynd

Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli

Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun.

Innlent
Fréttamynd

Jóhann Friðrik nýr framkvæmdastjóri Keilis

Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, í stað Hjálmars Árnasonar sem lætur af störfum í sumar eftir 12 ára starf.

Innlent