Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. Innlent 5. júní 2023 10:26
Hvað amar eiginlega að okkur? Eftir ófarir og sársauka af völdum hrunsins hefur athygli okkar á undanförnum árum mjög beinst að áskorunum að utan, einkum heimsfaraldri og vopnaskaki í austurvegi. Skoðun 5. júní 2023 09:31
Katrín fundaði með formönnum um yfirvofandi launahækkanir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í morgun með formönnum flokka á þingi þar sem yfirvofandi launahækkanir æðstu ráðamanna voru til umræðu. Innlent 5. júní 2023 09:27
Ræðum fækkað og ræðutíminn styttur Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á föstudag tillögur um að festa í sessi breytingar sem gerðar voru til bráðabirgða á fundartíma borgarstjórnar. Þá verður ræðum fækkað og ræðutími styttur. Innlent 5. júní 2023 07:05
Foreldrar skulu gera ráðstafanir Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. Innlent 4. júní 2023 19:30
Nám fyrir öll! Um þessar mundir eru þrjú ár síðan ný lög um Menntasjóð námsmanna voru samþykkt og endurskoðun á lögunum og mat á breytingum ætti að standa yfir eins og kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði þeirra. Sýnt er að markmið með breytingum hafa ekki náðst, enn er verið að ræða sömu vandamál og uppi voru í aðdraganda þeirra, því miður. Skoðun 4. júní 2023 13:00
Er búsetufrelsisfólk annars flokks? Búsetufrelsi er jákvætt hugtak. Að breyta um lífsstíl getur reynst mörgum erfitt en flestum gæfa. Sú ákvörðun okkar hjóna að breyta til við starfslok, láta drauminn rætast og flytja í frístundahúsið okkar var mikið gæfuspor. Við gerðum það þrátt fyrir að vita að við gætum aðeins skráð aðsetur okkar hjá Þjóðskrá undir formerkinu „ótilgreint“, gerðum við það með glöðu geði. Það fullkomlega löglegt að skrá sig á þennan hátt og væntanlega er fólk skráð „ótilgreint“ í flestum sveitarfélögum landsins. Skoðun 4. júní 2023 12:00
Tillaga um beina kosningu borgarstjóra Á dagskrá næsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur er tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem efnislega gengur út á að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn beinni kosningu. Tilgangur tillöguflutningsins er að efna til umræðu um kosti og galla þess að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn milliliðalaust af kjósendum en slíkt fyrirkomulag er víða um heim, þ.m.t. í mörgum evrópskum ríkjum, svo sem Englandi, Þýskalandi, Ítalíu og Grikklandi. Skoðun 4. júní 2023 07:31
Stefna Snæfellsbæ: „Verkfallsbrot af öllu tagi eru algerlega óþolandi“ BSRB hefur stefnt Snæfellsbæ fyrir Félagsdóm þar sem talið er að ítrekuð verkfallsbrot hafi verið framin á leikskólum. Varaformaður bandalagsins segir verkfallsbrot óþolandi en þau þétti fólk saman og styrki í baráttunni um betri kjör. Innlent 3. júní 2023 14:34
„Ef við förum af stað í þessi stóru verkföll þá fer allt á hvolf“ Varaformaður BSRB segir að samfélagið muni fara á hvolf, komi til allsherjarverkfalls sem boðað hefur verið til eftir helgi. Hann segir afar áhættusamt fyrir viðsemjendur að neyða þau út í slíkar aðgerðir. Innlent 3. júní 2023 12:10
Hafa þau grænan grun? Þéttbýlismyndun hefur vaxið á undanliðnum áratugum. Afgerandi meirihluti Evrópubúa er nú búsettur í borgum. Búsetu í þéttu borgarumhverfi fylgja fjölmargir kostir, en búsetan takmarkar gjarnan beinan aðgang að óspilltri náttúru. Skoðun 3. júní 2023 07:32
Ný byggð og flugvöllurinn Um Reykjavíkurflugvöll hefur verið tekist á frá því áður en ég fæddist. Sum hafa verið á móti veru hans í Vatnsmýrinni, önnur ekki talið neinn annan stað koma til greina. Skoðanirnar hafa meðal annars markast af því hvar fólk býr og myndað gjá milli höfuðborgar og landsbyggðar sem og ríki og borgar. Sá skotgrafahernaður sem hefur verið háður hefur ekki verið neinu til framdráttar heldur skapað sundrung og ósætti. Skoðun 3. júní 2023 07:00
„Gjörsamlega misboðið“ hvernig fólk er haft að fíflum Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, er „gjörsamlega misboðið“ vegna myndbands sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl. Hún segir fólk haft að fíflum með fyrirkomulaginu. Innlent 2. júní 2023 22:50
Lilja undirbýr breytingar á auglýsinga-málum Ríkisútvarpsins Menningarmálaráðherra er að undirbúa starfshóp til að útfæra breytingar á auglýsingamálum Ríkisútvarpsins með það að markmiði að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Þá leggi hún vonandi fram frumvarp í haust um heildarstefnumótun fyrir íslenska fjölmiðla. Innlent 2. júní 2023 19:45
Samningar við BSRB stranda á kröfum um afturvirkni Formaður samninganefndar sveitarfélaganna í viðræðum við BSRB segir þær stranda á kröfu bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu upp úr klukkan sex án árangurs. Innlent 2. júní 2023 18:27
Meðvirkni og aðgerðarleysi viðhaldi hræðilegu ástandi á Höfða Sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi í Borgarbyggð segir Matvælastofnun bregðast bændum og kindum á Höfða í Borgarfirði og að meðvirkni einkenni málið. Þrátt fyrir yfirlýsingar um aðgerðir hafi stofnunin ekkert gert og ástandið farið versnandi með hverju ári. Innlent 2. júní 2023 15:04
Segir stórt umhverfisslys í uppsiglingu í Skerjafirði Umhverfisráðherra segir fyrirhugaða uppbyggingu í Skerjafirði stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Hann hvetur borgarstjórn til skipta um skoðun um framkvæmdir við strandlengjuna. Innlent 2. júní 2023 14:51
Skaðaminnkun bjargar lífum Fólk hefur frá örófi alda sóst í vímu. Kannski ekki skrítið í ljósi þess að vímuefni vaxa í náttúrunni allt í kring um okkur, í öllum löndum heims. Manneskjan þróaðist samhliða þessum efnum, við erum með móttakara í líkamanum fyrir þeim. Skoðun 2. júní 2023 12:00
Við búum í góðu samfélagi Árið 2020 var samþykkt tillaga í ríkisstjórn Íslands um notkun svokallaðra velsældarvísa. Velsældarvísar eru mælingar sem gefa yfirsýn yfir hagsæld og lífsgæði á Íslandi og eru mikilvægir til að tryggja að árangur sé mældur út frá velsæld samfélaga en ekki eingöngu á efnahagslegum forsendum. Mælingar sýna að Ísland stendur sig mjög vel og hér er gott að búa. Skoðun 2. júní 2023 09:59
Síðasti bóndinn í dalnum? Saga íslenska bóndans nær langt aftur, allt aftur til landnáms, og hefur verið í lykilhlutverki við að móta íslenska menningu og samfélag. Í gegnum aldirnar hafa Íslendingar aðlagað búskaparhætti sína að náttúrulegum aðstæðum landsins og skapað með því djúpa tengingu milli náttúrunnar og þjóðarinnar. Skoðun 2. júní 2023 09:31
Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni. Viðskipti innlent 1. júní 2023 17:05
Kippa sér hvorki upp við dræma mætingu né beiðni leiðsögumanns Skipuleggjendur mótmæla á Austurvelli í dag vegna ástandsins í þjóðfélaginu ætla að halda ótrauðir áfram þrátt fyrir dræma mætingu. Íslenskur leiðsögumaður á flakki með erlenda ferðamenn bað mótmælendur um að lækka róminn. Innlent 1. júní 2023 16:50
Samfylkingin leggur til ívilnun til uppbyggingar Samfylkingin hefur mánuðum saman kallað eftir aðgerðum frá ríkisstjórninni. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið. Við höfum lagt okkar af mörkum með skýrum tillögum að aðgerðum og uppbyggilegri gagnrýni. Skoðun 1. júní 2023 16:31
Þjarma að heilbrigðisráðherra um skaðaminnkun Píratar munu krefja heilbrigðisráðherra svara við spurningum um skaðaminnkun, sem snýr að því að mæta vímuefnaneytendum á þeirra forsendum, í sérstakri umræðu um málefnið á þingfundi í dag. Innlent 1. júní 2023 13:30
Simmi Vill segir ríkistjórnina einfaldlega skipaða aumingjum „Ég segi það hér og nú þetta eru aumingjar,“ segir Sigmar Vilhjálmsson viðskiptamaður, betur þekktur sem Simmi Vill, um ríkisstjórn Íslands. Hann segir ráðherrana stinga hausnum í sandinn og setja alla ábyrgð vaxtahækkana á Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra Íslands. Innlent 1. júní 2023 12:03
Þarf ég að ganga heim? Sumarið er að ganga í garð. Lóan er komin, góða veðrið á næsta leyti ef veðurguðirnir lofa og næturlíf er að aukast í 101 RVK. Þegar líður á kvöldið fara borgarbúar að týnast heim á meðan fólk sem býr utan Reykjavíkur situr eftir með sárt ennið og á erfitt með að komast heim í bólið. Hvort sem það er búið að vera í leikhúsi, úti að borða, eða á skemmtanalífinu. Skoðun 1. júní 2023 08:30
Verjum grænu svæðin fyrir ágangi meirihlutans í Reykjavík Í vikunni ræddum við umhverfisráðherra um áhyggjur mínar af grænum svæðum í Reykjavík á Alþingi. Í nýlegri úttekt OECD um húsnæðismarkaðinn á Íslandi kom nefnilega fram að aðgengi Íslendinga að grænum svæðum í þéttbýli væri minnst allra OECD-ríkja. Það var því fullt tilefni fyrir mig, sem þingmann Reykvíkinga, að hafa þessar áhyggjur. Þær reyndust enda á rökum reistar. Skoðun 1. júní 2023 08:01
Refsivöndurinn hefur engu skilað Engum dyljast ömurlegar afleiðingar neyslu löglegra og ólöglegra vímuefna fyrir fólk og fjölskyldur. Flest okkar hafa kynnst fíknivanda nálægt sér og jafnvel glímt við slíkan vanda sjálf. Skoðun 1. júní 2023 07:00
Auðvitað er verðbólgan öðrum að kenna Það er umhverfið og fyrri reynsla sem mótar hegðun samningafólks launþegahreyfingarinnar við samningborðið. Umhverfið sem við höfum búið við síðustu öldina er óstöðugleiki í efnahags-, gengis- og peningamálum. Skoðun 31. maí 2023 12:00
Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. Neytendur 31. maí 2023 11:36