Nonni Mæju: Mikið sjálfstraust í liðinu Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, brosti í gegnum þykkt skeggið eftir frækinn sigur Snæfells á Grindavík í kvöld. Körfubolti 10. febrúar 2011 23:21
Ólafur: Vantar drápseðlið í okkur Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var afar svekktur með tapið gegn Snæfelli í kvöld rétt eins og félagar hans. Grindvíkingar gáfu eftir á lokamínútunum og misstu frá sér það sem virtist vera unninn leikur. Körfubolti 10. febrúar 2011 21:28
Snæfell vann dramatískan sigur í toppslagnum í Grindavík Snæfell náði fjögurra stiga forskoti á toppi Iceland Express deildar karla í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur í Grindavík, 90-86, í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar í Röstinni í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og afar sveiflukenndur þar sem liðin skiptust á að ná frábærum sprettum en Snæfell vann síðustu tvær mínúturnar 13-2 og tryggði sér dramatískan sigur. Körfubolti 10. febrúar 2011 20:58
Keflvíkingar ekki í miklum vandræðum með Fjölnisliðið Keflavík vann öruggan 31 stigs sigur á Fjölni, 116-85, í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hélt því sigurgöngu sinni áfram á Sunnubrautinni þar sem liðið hefur unnið sjö deildarleiki í röð. Körfubolti 10. febrúar 2011 20:51
Stórleikur í Röstinni þegar Grindavík mætir meistaraliði Snæfells Efstu liðin í Iceland Express deild karla í körfubolta mætast í kvöld þegar Grindvíkingar taka á móti Íslandsmeistaraliði Snæfells úr Stykkishólmi. Þrír leikir fara fram í kvöld, KFÍ leikur gegn Hamri á Ísafirði og í Keflavík taka heimamenn á móti Fjölni. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15. Körfubolti 10. febrúar 2011 12:45
Ný auglýsing Njarðvíkinga: Ekkert klísturskjaftæði hér - myndband Njarðvíkingar eru búnir að hysja upp um sig buxurnar og farnir að vinna leiki í Iceland Express deild karla. Liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína og er komið upp úr fallsæti og upp í 9. sæti í deildinni. Það er því léttara yfir mönnum og það má nú sjá dæmi um það inn á Youtube-vefnum. Körfubolti 9. febrúar 2011 15:00
Keflvíkingar búnir að finna eftirmann Lazars Keflvíkingar hafa styrkt sig með nýjum erlendum leikmanni en Serbinn Andrija Ciric mun klára tímabilið með liðinu. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur. Fyrir hjá liðinu er Bandaríkjamaðurinn Thomas Sanders. Körfubolti 7. febrúar 2011 19:30
Lárus og Þórunn bæði farin í Hamar Hamarsliðin í körfuboltanum hafa bæði fengið liðstyrk fyrir lokasprettinn á tímabilinu. Leikstjórnandinn Lárus Jónsson er gengið til liðs við karlaliðið frá Njarðvík og framherjinn Þórunn Bjarnadóttir kemur til liðs við kvennaliðið frá Haukum. Bæði hafa þau mikla reynslu úr boltanum. Körfubolti 7. febrúar 2011 10:45
Páll Axel: Miklu meiri karakter í liðinu Grindavík komst í kvöld í úrslit bikarsins með því að leggja Hauka að velli. Þegar liðin mættust í deildinni á dögunum unnu Haukar sannfærandi sigur en Grindvíkingar létu það ekki endurtaka sig. Körfubolti 6. febrúar 2011 21:25
Haukur: Þeir tóku þetta á reynslunni Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka, var að vonum mjög svekktur með að liði hans tókst ekki að komast í úrslitaleik bikarsins. Eftir jafnan leik gegn Grindavík í kvöld sigldu þeir gulu fram úr í lokin. Körfubolti 6. febrúar 2011 21:19
Grindavík komst í úrslit bikarkeppninnar Grindavík verður andstæðingur KR í úrslitum bikarkeppni karla í körfunni í ár. Grindavík vann sigur á Haukum, 70-82, í kvöld og tryggði sér um leið farseðilinn í Höllina. Körfubolti 6. febrúar 2011 21:02
KR-karlar komust líka í Höllina KR-ingar verða áberandi í Laugardalshöll þegar bikarúrslitin í körfunni fara fram því bæði karla og kvennalið félagsins eru komin í úrslit. Karlaliðið tryggði sér í dag sæti í bikarúrslitunum er liðið lagði Tindastól, 81-67, í frekar illa spiluðum leik. Körfubolti 5. febrúar 2011 18:00
Snæfell styrkir sig Snæfellingar hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Iceland Express-deild karla og samið við serbneska leikmanninn Zeljko Bojovic. Körfubolti 4. febrúar 2011 14:15
Brynjar Þór: Frjálsíþróttasambandið ætti að kíkja á Marcus „Ég er ekki frá því að þetta hafi verið Íslandsmet í varnarleik hjá okkur í þriðja leikhluta og hann skóp sigurinn hjá okkur í kvöld. Við hefðum getað unnið þennan leik miklu stærra en það er mikilvægur leikur hjá okkur um helgina spöruðum okkur á lokamínútunum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson eftir frábæran sigur KR gegn Keflavík í kvöld í Iceland Express deild karla, 99-85. Körfubolti 3. febrúar 2011 22:24
Jón Norðdal: Drápu okkur í þriðja leikhluta „Það hreinlega gerðist ekkert hjá okkur í þriðja leikhluta. Við gerðum ekki það sem var lagt upp með og það var ekkert flæði í sókninni. Þetta var leikhlutinn þar sem þeir drápu okkur,“ sagði Jón Norðdal Hafsteinsson óhress í leiklok eftir tap sinna manna í Keflavík gegn KR í kvöld, 99-85. Körfubolti 3. febrúar 2011 22:23
Snæfell áfram taplaust í Hólminum og tveir í röð hjá Njarðvík Snæfellingar eru áfram í toppsæti Iceland Express deild karla og Njarðvíkingar eru sloppnir úr fallsæti eftir sinn annan sigur í röð. Snæfell vann 14 stiga sigur á Tindastól en Njarðvík vann nauman eins stigs sigur í Hveragerði og sendi Hamarsmenn með því niður í fallsæti. Stjarnan og Haukar unnu bæði góða heimasigra í sínum leikjum. Körfubolti 3. febrúar 2011 21:12
Umfjöllun: KR afgreiddi Keflavík í þriðja leikhluta KR vann öruggan sigur á Keflavík í Iceland Express deild karla í kvöld, 99-85. Leikurinn var járnum framan af en í þriðja leikhluta lék KR magnaðan varnarleik og hélt Keflvíkingum í aðeins sjö stigum og náðu 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá þeim röndóttu sem er með sigrinum komið upp í annað sætið í deildinni og aðeins tveimur stigum á eftir Snæfell. Körfubolti 3. febrúar 2011 21:02
Annar skellur Grindvíkinga í röð Grindvíkingar töpuðu sínum öðrum leik í röð í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið tapaði með 23 stiga mun á móti ÍR-ingum í Seljaskóla, 92-69. ÍR-ingar unnu aðeins 2 af fyrstu 10 leikjum sínum en unnu þarna sinn fjórða sigur í síðustu sex leikjum. Körfubolti 3. febrúar 2011 20:43
Kevin Sims mun klára tímabilið með Grindavík Grindvíkingar eru loksins búinn að finna eftirmann Brock Gillespie sem sveik þá og hætti við að koma til landsins. Nýi leikmaðurinn heitir Kevin Sims og er 23 ára bakvörður. Þetta kom fram á heimasíðu Grindvíkinga í dag. Körfubolti 2. febrúar 2011 16:15
Snæfell tapaði fyrir botnliðinu á Ísafirði KFÍ vann mjög óvæntan sigur á toppliði Snæfells í 15. umferð Iceland Express deildar í körfubolta í kvöld en á sama tíma nálguðust Keflvíkingar og KR-ingar toppliðin með sigri í sínum leikjum. Körfubolti 28. janúar 2011 21:14
Körfuboltadagur KKÍ í Smáralindinni á morgun Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu á morgun og heldur hátíðlegan körfuboltadag í Smáralindinni. Körfubolti 28. janúar 2011 11:15
Njarðvíkingar rufu taphrinuna - stórsigur hjá Haukum gegn Grindavík Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og þar ber hæst sigur nýliða Hauka gegn Grindvíkingum á útivelli 82-63. Njarðvíkingar náðu að landa sigri eftir langa taphrinu en Njarðvíkingar sigruðu Stjörnuna 89-68. Mesta spennan var í leik Tindastóls og ÍR en þar hafði Tindastóll betur 78-69. Körfubolti 27. janúar 2011 20:58
Njarðvíkingar styrkja sig í fallbaráttunni Njarðvíkingar hafa samið við tvo erlenda leikmenn sem bætast í leikmannahóp úrvalsdeildarliðsins fyrir lokasprettinn í Iceland Express deildinni. Njarðvík er í næst neðsta sæti deildarinnar og í viðtali við Karfan.is segir Einar Árni Jóhannsson annar þjálfari liðsins að markmiðið sé að fara upp úr þeirri holu sem félagið sé í. Körfubolti 26. janúar 2011 16:45
Trifunovic hættur hjá Keflavík Stuðningsmenn Keflavíkur hafa fengið heldur slæmar fréttir því félagið hefur misst Serbann Lazar Trifunovic. Körfubolti 26. janúar 2011 12:15
Hamar lét Andre Dabney fara í gær Hamar hefur ákveðið að skipta um bandarískan leikmann en Andre Dabney var látinn fara frá liðinu í gær. Dabney skoraði tíu stig í tapi Hamars á móti Fjölni á föstudagskvöldið og klikkaði þá á 10 af 13 skotum sínum. Hamar er að leita að nýjum kana en næsti leikur liðsins er á móti Keflavík um næstu helgi. Körfubolti 23. janúar 2011 11:30
Grindvíkingar upp í toppsætið Grindvíkingar komust á topp Iceland Express deildar karla með sannfærandi ellefu stiga sigri á Tindastól, 77-66, í Röstinni í Grindavík í gærkvöldi. Körfubolti 21. janúar 2011 06:00
Umfjöllun: Magnús endurnýjaði skotleyfið gegn Stjörnunni Keflavík hafði betur gegn Stjörnunni, 92-102, í 14. umferð Iceland Express deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af leik en í þriðja fjórðungi sigu Suðurnesjamenn framúr og höfðu að lokum góðan tíu stiga sigur. Körfubolti 20. janúar 2011 22:40
Góðir útisigrar hjá KR-ingum og Keflvíkingum í körfunni KR og keflavík unnu góða útisigra í Iceland Express deild karla í kvöld. Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Stjörnumönnum í Garðabæ og KR-ingar unnu 32 stiga sigur á Haukum á Ásvöllum. Liðin eru áfram í 3. og 4. sæti en eru til alls líkleg eftir frábæra byrjun á árinu 2011. Körfubolti 20. janúar 2011 21:38
Sjötti sigur Grindvíkinga í röð kom þeim á toppinn Grindvíkingar komust á topp Iceland Express deildar karla með sannfærandi ellefu stiga sigri á Tindastól, 77-66 í Röstinni í Grindavík. Grindavíkurliðið fór upp fyrir Snæfellinga með þessum sigri en Hólmarar geta endurheimt toppsætið með sigri á Njarðvík á morgun. Körfubolti 20. janúar 2011 20:43
Enn versnar staða Njarðvíkur - stigahæsti Íslendingurinn meiddur Njarðvíkingar sitja í fallsæti í Iceland Express deild karla eftir tap á heimavelli á móti ÍR-ingum um síðustu helgi og nú er komið í ljós að þeir misstu ekki aðeins mikilvæg stig í þessum leik. Körfubolti 19. janúar 2011 17:30