Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sjónhverfingarmaðurinn og afhjúparinn James Randi látinn

James Randi, kanadíski sjónhverfingarmaðurinn sem helgaði sig því að hrekja hindurvitni, er látinn, 92 ára að aldri. Randi hélt fyrirlestra fyrir fullum sal í Háskóla Íslands fyrir tíu árum þar sem hann reyndi meðal annars að fyrirfara sér með hómópatalausn, án árangurs.

Trump á enn bankareikning í Kína

Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans.

Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum

Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna.

Enn setið við samningaborðið í álversdeilunni skömmu fyrir miðnætti

Samninganefndir fimm verkalýðsfélaga og fulltrúa álversins í Straumsvík sátu enn á fundi á tólfta tímanum í kvöld. Formaður Hlífar í Hafnarfirði segir viðræðurnar á viðkæmu stigi en að allt verði gert til að ná samningi áður en til verkfallsaðgerða kemur á föstudag.

Réðst á nágrannakonu í heimahúsi í Hafnarfirði

Karlmaður var handtekinn fyrir að ráðast á nágrannakonu sína í heimahúsi í Norðurhellu í Hafnarfirði í kvöld. Konan var flutt með minniháttar áverka til aðhlynningar á slysadeild samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Greiddi nemendum til að benda á kennarann

Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans.

Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða

Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því.

Sjá meira