Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sýn og Nova máttu reka saman dreifikerfi

Landsréttur hafnaði kröfu Símans um að ógilda skyldi ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um að leyfa Sýn og Nova að samnýta tíðniheimildir vegna sameiginlegs reksturs á dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu.

Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París

Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk

Kom í heiminn á slökkviliðsstöðinni

Lítið stúlkubarn kom í heiminn í bílasal slökkviliðsstöðvarinnar í Skógarhlíð í gærkvöldi. Ljósmóðir hafði ráðlagt foreldrunum að koma þar við þegar þeir sáu ekki fram á að ná í tæka tíð á sjúkrahús.

Lagði á flótta eftir harðan árekstur í Reykjanesbæ

Þrír menn eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að bifreið þeirra var ekið á kyrrstæðan bíl með þeim afleiðingum að hún valt í Reykjanesbæ í nótt. Ökumaður jepplingsins var fluttur á sjúkrahús. Grunur er um að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið ölvaður undir stýri.

Grétu af gleði þegar þau fengu landvistarleyfið

Khedr-fjölskyldan egypska segist varla trúa því ennþá að hún dvelji nú löglega á Íslandi. Þau grétu öll aðf gleði þegar þau fengu fréttirnar um að þeim yrði veitt landvistarleyfi í gærkvöldi eftir að til stóð að vísa þeim úr landi.

Sjá meira