Sýn og Nova máttu reka saman dreifikerfi Landsréttur hafnaði kröfu Símans um að ógilda skyldi ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um að leyfa Sýn og Nova að samnýta tíðniheimildir vegna sameiginlegs reksturs á dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu. 26.9.2020 11:00
Greiða atkvæði um frjálsa för innan Evrópu í Sviss Svisslendingar greiða atkvæði um hvort þeir vilja afnema frjálsa för fólks til og frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu á morgun. 26.9.2020 09:45
Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk 26.9.2020 09:03
Daði Már kjörinn varaformaður Viðreisnar Daði Már Kristófersson var kjörinn nýr varaformaður Viðreisnar á landsþingi flokksins sem lauk í gærkvöldi. 26.9.2020 08:26
Kom í heiminn á slökkviliðsstöðinni Lítið stúlkubarn kom í heiminn í bílasal slökkviliðsstöðvarinnar í Skógarhlíð í gærkvöldi. Ljósmóðir hafði ráðlagt foreldrunum að koma þar við þegar þeir sáu ekki fram á að ná í tæka tíð á sjúkrahús. 26.9.2020 08:02
Lagði á flótta eftir harðan árekstur í Reykjanesbæ Þrír menn eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að bifreið þeirra var ekið á kyrrstæðan bíl með þeim afleiðingum að hún valt í Reykjanesbæ í nótt. Ökumaður jepplingsins var fluttur á sjúkrahús. Grunur er um að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið ölvaður undir stýri. 26.9.2020 07:42
Íbúar kynni sér varnir eftir skjálftahrinu við Grímsey í nótt Þrír jarðskjálftar stærri en fjórir að stærð skóku Norðurland í jarðskjálftahrinu sem átti upptök sín utan við Grímsey í nótt. Þeir stærstu fundust víða á Norðurlandi. 26.9.2020 07:20
Grétu af gleði þegar þau fengu landvistarleyfið Khedr-fjölskyldan egypska segist varla trúa því ennþá að hún dvelji nú löglega á Íslandi. Þau grétu öll aðf gleði þegar þau fengu fréttirnar um að þeim yrði veitt landvistarleyfi í gærkvöldi eftir að til stóð að vísa þeim úr landi. 25.9.2020 16:46
Hnattræn hlýnun gerir gróðureldana „ótvírætt“ verri Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa ótvíræð áhrif á umfang og áhrif gróðurelda sem hafa valdið hörmungum í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hlýnun hefur skapað kjöraðstæður fyrir eldana. 25.9.2020 15:47
Kardinála í Páfagarði gert að segja af sér Háttsettur embættismaður í Páfagarði sagði óvænt af sér í dag vegna ásakana um að hann hafi gefið bróður sínum fé frá kaþólsku kirkjunni. 25.9.2020 14:07