Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrsta konan ráðin forstjóri Wall Street-banka

Citigroup réði Jane Fraser sem forstjóra bankans. Fraser verður fyrsta konan til að gegna stöðu bankastjóri á Wall Street. Bandarískir bankar hafa legið undir gagnrýni fyrir skökk kynjahlutföll á meðal stjórnenda.

Annar stór eldsvoði blossar upp á höfninni í Beirút

Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug.

Flótta­manna­búðirnir á Les­bos brunnar til kaldra kola

Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði.

Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna

Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa.

Johnson ver breytingar sem brjóta alþjóðalög

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær.

Sjá meira