Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal

Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag.

Telja réttarhöldin vegna Khashoggi ógegnsæ

Réttarhöld vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem fóru fram í Sádi-Arabíu skorti gegnsæi og drógu ekki þá seku til ábyrgðar, að mati mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Átta manns voru dæmdir í fangelsi fyrir meinta aðild að morðinu.

Póstmeistari Trump sagður hafa brotið kosningalög

Fyrrverandi starfsmenn forstjóra bandarísku póstþjónustunnar segja að þrýst hafi verið á þá að leggja fé í kosningasjóði frambjóðenda Repúblikanaflokksins sem honum hugnaðist og þeim hafi síðan verið greiddur kostnaðurinn.

Lokaniðurstaða í máli Khashoggi í Sádi-Arabíu

Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið.

Navalní vaknaður úr dáinu

Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái.

Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn

Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag.

Rekja gróður­eld til kynaf­hjúpunar­teitis í Kali­forníu

Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda.

Sjá meira