Disney vekur reiði með því að þakka stofnun sem ofsækir úígúra í Kína Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2020 12:39 Yifei Liu, aðalleikona Mulan, vakti reiði þegar hún lýsti stuðningi við lögreglu í Hong Kong sem er sökuð um að ganga hart fram gegn mótmælendum þar. AP/Disney/Jasin Boland Mannréttindafrömuðir gagnrýna nú bandaríska afþreyingarrisann Disney harðlega og hvetja til þess að endurgerð á teiknimyndinni „Mulan“ verði sniðgengin. Ákvörðun Disney um að taka myndina upp að hluta til í Xinjiang-héraði og þakka öryggisstofnun sem tekur þátt í ofsóknum gegn úígúrum þar hefur vakið reiði á samfélagsmiðlum. Aðalleikkona „Mulan“ hafði þegar vakið fjaðrafok þegar hún lýsti yfir stuðningi við lögregluna í Hong Kong á samfélagsmiðlum en myndin var tekin upp þegar fjöldamótmæli í borgríkinu stóðu sem hæst. Aðgerðasinnar í Hong Kong kölluðu þá eftir að myndin yrði sniðgengin. Ekki bætti úr skák þegar í ljós kom að kínversk öryggisstofnun sem tekur þátt í ofsóknum gegn úígúrum í Xinjiang-héraði var á meðal átta kínverskra ríkisstofnana sem voru færðar þakkir í þakkarlista í lok myndarinnar. Auk stofnunarinnar fengu nokkrar áróðursdeildir kínverskra stjórnvalda sérstakar þakkir fyrir framlag sitt til kvikmyndarinnar sem var frumsýnd í efnisveitu Disney á föstudag. New York Times og Washington Post segja óljóst hvað kínversku stofnanirnar lögðu af mörkum til myndarinnar en Disney svaraði ekki fyrirspurnum þeirra í morgun. Joshua Wong, lýðræðissinni í Hong Kong, sakar Disney um þjónkun við kínversk stjórnvöld. „Við hvetjum fólk um allan heim til þess að sniðganga nýju Mulan-myndina,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna. Mótmælendur í Seúl í Suður-Kóreu lýsa stuðningi við lýðræðissinna í Hong Kong og hvetja til sniðgöngu á Mulan. Vísir/EPA Um milljón manns í fangabúðum Kínversk stjórnvöld þræta enn fyrir að þau haldi þúsundum manna sem tilheyra þjóðarbroti úígúra í fangabúðum. Þau halda því fram að í búðunum fái fólkið starfsmenntun og að þær séu nauðsynlegar til þess að uppræta íslamska öfgahyggju. Meirihluti úígúra eru íslamstrúar. Fyrrum fangar og gögn sem hafa lekið út draga þó upp aðra mynd af búðunum. Þar sitji úígúrar undir innrætingu kínverska ríkisins og búi við harðræði og jafnvel pyntingar. Áætlað er að um milljón úígúra og aðrir minnihlutahópar hafi verið hnepptir í slíkar fangabúðir í Kína. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sakaði „ákveðin andkínversk öfl“ um að koma óorði á stefnu kínverskra stjórnvalda í Xinjiang þegar gagnrýnin á „Mulan“ var borin undir hann. Framleiðslusaga „Mulan“ bendir til þess að leikarar og tökulið myndarinnar hafi verið á ferðinni í Xinjiang-héraði eftir að kínversk stjórnvöld tvíefldu ofsóknir sínar gegn úígúrum árið 2017. Mannréttindasamtök og lögspekingar telja ofsóknirnar umfangsmestu mannréttindabrot í Kína í áratugi. Fjarlægðu kossaatriði „Mulan“ verður frumsýnd í Kína á föstudag. Disney er sagt ásælast ábatasaman afþreyingarmarkað þar í landi en Kína er nú næststærsti markaðurinn fyrir kvikmyndir í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Fyrirtækið lenti upp á kant við stjórnvöld í Beijing þegar það framleiddi kvikmyndina „Kundun“ árið 1997 en hún byggði á ævi Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbet. Fyrir vikið frestaðist útgáfa af teiknimyndinni „Mulan“. Niki Caro, leikstjóri leiknu útgáfunnar sem nú er komin út, sagði við Hollywood Reporter í febrúar, að Disney hefði fjarlægt atriði þar sem aðalpersóna myndarinnar kyssir aðra persónu að ósk kínverskra yfirmanna. Kína Disney Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Disney fer nýjar leiðir með útgáfu Mulan Disney hefur tekið ákvörðun varðandi útgáfu Mulan. 5. ágúst 2020 19:52 Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska embættismenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. 9. júlí 2020 22:50 Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Mannréttindafrömuðir gagnrýna nú bandaríska afþreyingarrisann Disney harðlega og hvetja til þess að endurgerð á teiknimyndinni „Mulan“ verði sniðgengin. Ákvörðun Disney um að taka myndina upp að hluta til í Xinjiang-héraði og þakka öryggisstofnun sem tekur þátt í ofsóknum gegn úígúrum þar hefur vakið reiði á samfélagsmiðlum. Aðalleikkona „Mulan“ hafði þegar vakið fjaðrafok þegar hún lýsti yfir stuðningi við lögregluna í Hong Kong á samfélagsmiðlum en myndin var tekin upp þegar fjöldamótmæli í borgríkinu stóðu sem hæst. Aðgerðasinnar í Hong Kong kölluðu þá eftir að myndin yrði sniðgengin. Ekki bætti úr skák þegar í ljós kom að kínversk öryggisstofnun sem tekur þátt í ofsóknum gegn úígúrum í Xinjiang-héraði var á meðal átta kínverskra ríkisstofnana sem voru færðar þakkir í þakkarlista í lok myndarinnar. Auk stofnunarinnar fengu nokkrar áróðursdeildir kínverskra stjórnvalda sérstakar þakkir fyrir framlag sitt til kvikmyndarinnar sem var frumsýnd í efnisveitu Disney á föstudag. New York Times og Washington Post segja óljóst hvað kínversku stofnanirnar lögðu af mörkum til myndarinnar en Disney svaraði ekki fyrirspurnum þeirra í morgun. Joshua Wong, lýðræðissinni í Hong Kong, sakar Disney um þjónkun við kínversk stjórnvöld. „Við hvetjum fólk um allan heim til þess að sniðganga nýju Mulan-myndina,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna. Mótmælendur í Seúl í Suður-Kóreu lýsa stuðningi við lýðræðissinna í Hong Kong og hvetja til sniðgöngu á Mulan. Vísir/EPA Um milljón manns í fangabúðum Kínversk stjórnvöld þræta enn fyrir að þau haldi þúsundum manna sem tilheyra þjóðarbroti úígúra í fangabúðum. Þau halda því fram að í búðunum fái fólkið starfsmenntun og að þær séu nauðsynlegar til þess að uppræta íslamska öfgahyggju. Meirihluti úígúra eru íslamstrúar. Fyrrum fangar og gögn sem hafa lekið út draga þó upp aðra mynd af búðunum. Þar sitji úígúrar undir innrætingu kínverska ríkisins og búi við harðræði og jafnvel pyntingar. Áætlað er að um milljón úígúra og aðrir minnihlutahópar hafi verið hnepptir í slíkar fangabúðir í Kína. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sakaði „ákveðin andkínversk öfl“ um að koma óorði á stefnu kínverskra stjórnvalda í Xinjiang þegar gagnrýnin á „Mulan“ var borin undir hann. Framleiðslusaga „Mulan“ bendir til þess að leikarar og tökulið myndarinnar hafi verið á ferðinni í Xinjiang-héraði eftir að kínversk stjórnvöld tvíefldu ofsóknir sínar gegn úígúrum árið 2017. Mannréttindasamtök og lögspekingar telja ofsóknirnar umfangsmestu mannréttindabrot í Kína í áratugi. Fjarlægðu kossaatriði „Mulan“ verður frumsýnd í Kína á föstudag. Disney er sagt ásælast ábatasaman afþreyingarmarkað þar í landi en Kína er nú næststærsti markaðurinn fyrir kvikmyndir í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Fyrirtækið lenti upp á kant við stjórnvöld í Beijing þegar það framleiddi kvikmyndina „Kundun“ árið 1997 en hún byggði á ævi Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbet. Fyrir vikið frestaðist útgáfa af teiknimyndinni „Mulan“. Niki Caro, leikstjóri leiknu útgáfunnar sem nú er komin út, sagði við Hollywood Reporter í febrúar, að Disney hefði fjarlægt atriði þar sem aðalpersóna myndarinnar kyssir aðra persónu að ósk kínverskra yfirmanna.
Kína Disney Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Disney fer nýjar leiðir með útgáfu Mulan Disney hefur tekið ákvörðun varðandi útgáfu Mulan. 5. ágúst 2020 19:52 Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska embættismenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. 9. júlí 2020 22:50 Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Disney fer nýjar leiðir með útgáfu Mulan Disney hefur tekið ákvörðun varðandi útgáfu Mulan. 5. ágúst 2020 19:52
Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska embættismenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. 9. júlí 2020 22:50
Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent