Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2020 13:26 Sendiferðabíl með plakati þar sem framsali Assange til Bandaríkjanna var mótmælt var lagt fyrir utan Old Bailey-dómshúsið í London í dag. AP/Kirsty Wigglesworth Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. Assange kallaði fram í fyrir lögmanni Bandaríkjastjórnar sem sækist eftir að fá hann framseldan frá Bretlandi. Réttarhöldin yfir Assange hófust upphaflega í febrúar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Þeim var haldið áfram á mánudag. Bandaríkjastjórn sakar Assange um að hafa lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu alríkisstjórnarinnar og stela trúnaðarskjölum sem Wikileaks birti árin 2010 og 2011. Þegar lögmaður Bandaríkjastjórnar sagði vitni að hún falaðist eftir framsali Assange vegna þess að hann birti nöfn uppljóstrara, ekki vegna þess að hann hefði lekið skjölum kallaði Assange fram í fyrir honum. „Kjaftæði,“ heyrðist frá sakamannabekknum þar sem Assange situr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vanessa Baraitser, dómarinn í málinu, benti Assange þá á að hann ætti ekki að tala jafnvel þó að hann væri ósammála því sem kæmi fram. „Ef þú truflar réttarhöldin og truflar vitni sem er að bera fram sönnunargögn á viðeigandi hátt stendur það mér til boða að halda áfram að þér fjarstöddum,“ sagði Baraitser sem tók fram að henni hugnaðist sá möguleiki ekki og því varaði hún Assange við. Skjölin sem Wikileaks birti á sínum tíma komu meðal annars úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Fjölmiðlar víða um heim unnu upp úr gögnunum en Assange og Wikileaks birtu frumgögnin einnig. Bandaríkjastjórn segir að með því hafi Assange stefnt lífi uppljóstrara, andófsfólks og baráttufólks fyrir mannréttindum í fjölda ríkja í hættu, þar á meðal í Írak, Íran og Afganistan. Bretland Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Réttarhöld hefjast á ný yfir Julian Assange Réttarhöld hefjast að nýju í dag í London yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en tekist er á um það hvort það skuli framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi. 7. september 2020 08:50 Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. Assange kallaði fram í fyrir lögmanni Bandaríkjastjórnar sem sækist eftir að fá hann framseldan frá Bretlandi. Réttarhöldin yfir Assange hófust upphaflega í febrúar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Þeim var haldið áfram á mánudag. Bandaríkjastjórn sakar Assange um að hafa lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu alríkisstjórnarinnar og stela trúnaðarskjölum sem Wikileaks birti árin 2010 og 2011. Þegar lögmaður Bandaríkjastjórnar sagði vitni að hún falaðist eftir framsali Assange vegna þess að hann birti nöfn uppljóstrara, ekki vegna þess að hann hefði lekið skjölum kallaði Assange fram í fyrir honum. „Kjaftæði,“ heyrðist frá sakamannabekknum þar sem Assange situr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vanessa Baraitser, dómarinn í málinu, benti Assange þá á að hann ætti ekki að tala jafnvel þó að hann væri ósammála því sem kæmi fram. „Ef þú truflar réttarhöldin og truflar vitni sem er að bera fram sönnunargögn á viðeigandi hátt stendur það mér til boða að halda áfram að þér fjarstöddum,“ sagði Baraitser sem tók fram að henni hugnaðist sá möguleiki ekki og því varaði hún Assange við. Skjölin sem Wikileaks birti á sínum tíma komu meðal annars úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Fjölmiðlar víða um heim unnu upp úr gögnunum en Assange og Wikileaks birtu frumgögnin einnig. Bandaríkjastjórn segir að með því hafi Assange stefnt lífi uppljóstrara, andófsfólks og baráttufólks fyrir mannréttindum í fjölda ríkja í hættu, þar á meðal í Írak, Íran og Afganistan.
Bretland Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Réttarhöld hefjast á ný yfir Julian Assange Réttarhöld hefjast að nýju í dag í London yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en tekist er á um það hvort það skuli framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi. 7. september 2020 08:50 Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Réttarhöld hefjast á ný yfir Julian Assange Réttarhöld hefjast að nýju í dag í London yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en tekist er á um það hvort það skuli framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi. 7. september 2020 08:50
Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53