Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Harma að gerðardómur hafi ekki leiðrétt launin

Rúmlega milljarður króna sem gerðardómur ákvað að ríkið skuli fá heilbrigðisstofnunum til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga dugar ekki til að leiðrétta launin til samræmis við viðmiðunarstéttir að mati stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Berlusconi með kórónuveiruna

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er í einangrun á heimili sínu nærri Mílanó eftir að hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveiru.

Alræmdur „félagi Duch“ látinn

„Félagi Duch“, einn af æðstu yfirmönnum rauðu Kmeranna sem héldu Kambódíu í heljargreipum um árabil á áttunda áratug síðustu aldar, er látinn. Hann varð 77 ára.

Boða nýja þjóðar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði Skot­lands

Skoskir þjóðernissinnar greindu í dag frá áformum sínum um að leggja fram ný drög að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem þeir ætla að leggja fram fyrir þingkosningar á næsta ári. Meirihluti Skota hafnaði sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014.

Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi

Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna.

Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair

Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins.

Meta hvort heilbrigðiskerfið uppfylli ólíkar þarfir kynjanna

Lagt verður mat á hvort heilbrigðisþjónustan taki mið af ólíkum þörfum kynjanna í rannsókn sem heilbrigðisráðuneytið hefur samið við félagsvísindasvið Háskóla Íslands um að gera. Vísbendingar eru um að konur búi að nokkru leyti við lakari heilsu en karlar.

Sjá meira