Ósátt við að Bandaríkin reyni að stýra ferðinni hjá WHO Frakkar og Þjóðverjar hafa sagt sig frá viðræðum um umbætur á Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) vegna óánægju með að Bandaríkjamenn reyni að stýra ferðinni. 7.8.2020 22:55
Kínverjar sagðir vilja losna við Trump en Rússar beita sér gegn Biden Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. 7.8.2020 21:30
Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7.8.2020 19:38
Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. 7.8.2020 18:39
Sextán látnir eftir slys á indverskum flugvelli Að minnsta kosti sextán eru sagðir hafa farist þegar farþegaþota Air India Express rann út af flugbraut og brotnaði í tvennt í Calicut á sunnanverðu Indlandi í dag. Björgunarstarf stendur enn yfir á slysstað. 7.8.2020 18:24
Boð og bönn skipta ekki máli fari fólk ekki eftir þeim Frekari stjórnvaldsaðgerðir og boð og bönn vegna kórónuveirufaraldursins eru ekki endilega lausn ef fólk fer ekki eftir þeim, að mati sóttvarnalæknis. 7.8.2020 18:01
Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6.8.2020 23:31
Sakaði Biden um að ætla að „skaða guð“ Donald Trump Bandaríkjaforseti réðst á trú Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi. 6.8.2020 22:43
Vopnaður maður tók fólk í gíslingu í banka Umsátursástand er nú í borginni Le Havre í Frakklandi þar sem vopnaður maður tók sex manns í gíslingu í banka. 6.8.2020 21:13
Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. 6.8.2020 20:24