„Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. 23.11.2020 13:35
Varað við vonskuveðri á Austfjörðum og Suðausturlandi Veðurstofa Íslands varar við norðvestan eða vestan hvassviðri á Austfjörðum og Suðausturlandi í nótt. 20.11.2020 16:16
Um 85% umsagnarhöfunda vildu aukinn sveigjanleika Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. 19.11.2020 14:21
Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. 18.11.2020 14:40
Allt að þrettán stiga frost á morgun Vetur konungur ætlar að minna á sig á morgun. Gera má ráð fyrir að kólni nokkuð skarpt á landinu öllu. Á morgun tekur við fallegt, stillt en sannkallað vetrarveður. 17.11.2020 16:23
Skýrslan sýnir fram á brýna þörf fyrir nýjan spítala að mati forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. 17.11.2020 12:59
„Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“ Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. 13.11.2020 14:09
Óþreyjufullur eftir framþróun í geðheilbrigðismálum eftir þrotlausa vinnu frá átján ára aldri Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og stjórnarmaður í Geðhjálp til fjölda ára er orðinn óþreyjufullur eftir áratugastörf í þágu geðheilbrigðismála. Hann vill sjá nýja nálgun í málaflokknum og að honum sé forgangsraðað, helst ekki seinna en strax. 12.11.2020 15:05
Vill skoða hvort hægt sé að fjölga veiðidögum í desember Mun rólegra er yfir rjúpnaveiði í ár í samanburði við hin síðustu. Sóttvarnatakmarkanir hafa sett mark sitt á veiðarnar auk þess sem rjúpan er í lægð. Formaður skotveiðifélagsins Skotvís vill skoða hvort hægt verði að framlengja veiðitímabilið til að bæta höfuðborgarbúum upp þær helgar í nóvember sem ekki mátti fara til veiða. 10.11.2020 14:22
Minkabóndi á alls ekki von á að íslensk stjórnvöld fari sömu leið og dönsk Það kæmi Einari E. Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda stórlega á óvart ef íslensk stjórnvöld færu sömu leið og dönsk og fyrirskipuðu um aflífun minka hér á landi. Ekki sé hægt að bera Ísland saman við ástandið í Danmörku. Hann finnur til með kollegum sínum í Danmörku sem sjá nú fram á að missa ævistarfið. 9.11.2020 16:33