Krakkar

Fréttamynd

Skemmtilegast að leika með bíla

Baldur Gísli Sigurjónsson er þriggja ára piltur. Hann er á leikskólanum Vinagarði og er búinn að fara á jólaball á deild sem heitir Uglugarður og þangað mættu jólasveinar.

Lífið
Fréttamynd

Jólastjörnukrans úr ódýrum efnivið

Pappahólkarnir innan úr eldhús- eða salernisrúllunum eru efniviður sem flest heimili eiga nóg af og alltaf safnast upp jafnt og þétt. Þá er því kjörið að nýta í jólaföndur með fjölskyldunni þar sem nánast engu þarf til að kosta.

Jól
Fréttamynd

Hún er jólastjarna

Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir, sem kom fram í gærkvöldi á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar sem Jólastjarna ársins 2016, elskar list-og verkgreinar í skólanum.

Lífið
Fréttamynd

Mundi vilja verða dýrahirðir

Iðunn Ægisdóttir naut þess að fara upp í sveit um síðustu helgi. Hún dró kindur í dilk, fór í berjamó og gaf hænuungum að borða.

Lífið
Fréttamynd

Prumpuhundur á ferð og flugi

Eiríkur Stefánsson sendi teikningu af prumpuhundi í flöskuskeyti fyrir ári og fyrir skömmu sneri hundurinn til hans aftur í flottri bók.

Lífið
Fréttamynd

Hélt veislu með Orra afa

Þegar Bríet Hrefna Guðlaugsdóttir byrjar í grunnskóla í haust þætti henni skemmtilegast ef krakkarnir fengju að mála skólastofuna.

Lífið
Fréttamynd

Læra að vera við stjórn

Gauti, Hekla og Helga eru orðnir þó nokkrir sægarpar þó þau séu bara á þriðja degi siglinganámskeiðs. Þau hafa líka öll reynslu af bátum.

Lífið
Fréttamynd

Skemmtilegir rólóar og ítalski ísinn góður

Bræðurnir Óðinn Styrkár og Sævar Stormur Þórhallsynir fluttu nýlega til Mílanó á Ítalíu ásamt foreldrum sínum og litlu systur. Þeir kunna vel við ítalska lífið en sakna helst að fá SS-pylsur og auðvitað vina sinna á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Syndir um eins og hafmeyja í laugunum

Hún Sigríður Salka Ólafsdóttir, sem er sjö ára og alveg að verða átta, á skrautlegan hafmeyjarsporð sem hana hafði dreymt um og var svo ljónheppin að fá í jólagjöf. Það var alveg óvænt.

Lífið
Fréttamynd

Finnst skemmtilegra þegar ljóð ríma

Akurnesingurinn Ragna Benedikta Steingrímsdóttir, 15 ára, bjó til besta vísubotninn í sínum aldursflokki annað árið í röð í vísnasamkeppni grunnskólanema. Hún skemmtir sér við að semja lög og texta.

Menning
Fréttamynd

Sannkallaðir hátíðadrengir

Bræðurnir Þorlákur Flóki og Kormákur Jónas Níelssynir eru jólabörn. Annar verður fimm ára á Þorláksmessu og hinn þriggja ára á gamlársdag. Þeir fá svo margar jóla- og afmælisgjafir á einum mánuði að stundum eru nokkrar þeirra geymdar fram á sumar.

Jól
Fréttamynd

Skrifaði bók með ömmu sinni

Embla Karen Garpsdóttir er sjö ára og er í Hörðuvallaskóla í Kópavogi. Hún les mikið og hefur einnig gaman af því að skrifa, fara á hestbak og leika við vini sína.

Lífið
Fréttamynd

Spila, syngja og leika

Systkinin Matthías Davíð, 10 ára, og tvíburarnir Hjördís Anna og Hálfdán Helgi, 11 ára, spila öll í tveimur til þremur hljómsveitum. Hjördís Anna syngur, Matthías Davíð galdrar og leikur og bræðurnir fást báðir við stuttmyndagerð.

Lífið
Fréttamynd

Leika Míó og JúmJúm

Ágúst Beinteinn Árnason, 13 ára, leikur Míó og Theodór Pálsson, 12 ára, vin hans, JúmJúm, í leikritinu Elsku Míó minn sem Útvarpsleikhúsið tekur upp í janúar.

Lífið