Vísindi

Fréttamynd

Huliðshjálmur á næsta leiti

Vísindamenn við Berkley háskóla í Kaliforníu segjast nú skrefi nær að þróa aðferðir til að gera fólk ósýnilegt. Í grein sem birtist í tímaritunum Nature og Science segjast þeir hafa þróað efni sem getur sveigt ljós framhjá þrívíðum hlutum og þar með látið þá hverfa.

Erlent
Fréttamynd

Mikilvægt skref í landsvæðabaráttu norðurheimskautsins

Vísindamenn við háskólann í Durham í Bretlandi hafa gert kort sem sýnir yfirráð ríkja á norðurheimskautinu og möguleg svæði sem gætu orðið bitbein í framtíðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem hannað er svo nákvæmt kort af svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Helmingur af prímatategundum jarðar í útrýmingarhættu

Nærrum því helmingur allra prímatategunda eru í útrýmingahættu samkvæmt Alþjóðasamtökunum um verndun náttúru (IUCN). Halda samtökin þessu fram á grundvelli rannsókna hundruða vísindamanna en meira en áratugur er síðan svo viðamikill samantekt hefur verið gert. Hafa stofnar marga tegunda versnað til muna á síðasta áratug.

Erlent
Fréttamynd

Tilraunir NASA byggðar á líkum

Bandaríska geimferðastofnunin NASA notar mannslík við prófanir á nýja Orion-geimfarinu sem ætlað er að flytja menn til tunglsins að nýju árið 2020. Þrjú lík voru notuð við tilraunir við Ohio State-háskólann

Erlent
Fréttamynd

Tóbaksplantan mótefni gegn krabbameini

Ný rannsókn leiðir í ljós að efni unnið úr tóbaksplöntunni geti orðið uppistaðan að nýju mótefni gegn einni tegund af krabbameini, það er hvítblæði.

Erlent
Fréttamynd

Hægt að grennast með hugsuninni einni saman

Samkvæmt nýjustu rannsóknum gæti hugi manns skipt grundvallarmáli í megrun. Þannig gæti verið mögulegt að „hugsa" sig grannan með því að einbeita sér að nýlegri máltíð frekar en hlaupa út í búð eftir súkkulaðistykki.

Erlent
Fréttamynd

Hinar áttfættu sennilega ekki fleiri en í meðalári

„Þessi spurning er borin upp á hverju einasta ári,“ sagði Þóra Hrafnsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs, innt eftir því hvort eitthvað væri hæft í því að óvenjumikið væri um kóngulær á landinu í ár.

Erlent
Fréttamynd

Góður nætursvefn eflir minnið

Ný rannsókn leiðir í ljós að góður nætursvefn eflir minni manna daginn eftir. Jafnframt á viðkomandi auðveldara með að læra hluti.

Erlent
Fréttamynd

Mikil fækkun býflugna hækkar matarverð

Dularfull fækkun hunangsbýflugna í Bandríkjunum gæti leitt til mikillar hækkunar á matarverði. Þetta helgast af því að margar landbúnaðarjurtir eru háðar því að býflugunar frjógvi þær.

Erlent
Fréttamynd

Mars gæti hugsanlega fóstrað frumstætt líf

Fyrsta jarðvegssýnið sem bandaríska könnunarfarið Fönix tók úr yfirborði rauða risans Mars hefur leitt í ljós að nálægt norðurpól plánetunnar er efsta lag hennar ekkert ósvipað því sem búast mætti við að finna í húsagörðum hér á jörðinni. Vekur þessi uppgötvun vonir vísindamanna um að á sléttum Mars væru hugsanlega aðstæður sem fóstrað gætu frumstætt líf.

Erlent
Fréttamynd

Reynt að kortleggja DNA-kóða súkkulaðis

Mars-súkkulaðifyrirtækið hefur hafist handa á rannsókn til þess að bæta súkkulaðiframleiðslu sem gengur út á að kortleggja erfðarmengi kakó-plöntunnar. Með því að skilja DNA-kóða plöntunnar gæti uppskera kakós verið ríkulegri þar sem hægt væri að finna leið til að mynda mótstöðu gegn pestum og vatnsskorti sem herja á plöntuna.

Erlent
Fréttamynd

Vélmær fyrir einmana menn

Japanska fyrirtækið Sega hefur framleitt lítið 38 sentimetra vélmenni sem kemur á markað í september og er ætlað einmana karlmönnum. Vélmærin kyssir eftir skipun og gengur á rafhlöðum. Hún kemst í svokallaða ástarlund þegar hún finnur mannshöfuð nálgast en hún notar innrauða skynjara til þess að nema mannfólkið.

Erlent
Fréttamynd

Mögulegt að ís hafi fundist á Mars

Vísindamenn telja geimfarið Phoenix sem lenti nálægt norðurpól Mars fyrir tæpum mánuði hafa grafið niður á ís. Myndir frá Phoenix sýna mola af ljósu efni sem kom upp á yfirborðið þegar vélarmur á geimfarinu gróf skurð í yfirborð plánetunnar rauðu.

Erlent
Fréttamynd

Yfirvinna talin orsök þunglyndis og kvíða

Fólki sem vinnur yfirvinnu er hættara við þunglyndi og kvíða ef marka má niðurstöður norskrar rannsóknar.Það var hópur rannsóknarfólks við Háskólann í Björgvin í Noregi sem skoðaði rúmlega 10.000 manna hóp sem vann ýmist 40 tíma á viku og skemur eða 41 til 100 tíma.

Erlent