Evrópusambandið

Fréttamynd

Dyflinnarreglugerðin verður afnumin

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Dyflinnarreglugerðinni umdeildu verði skipt út fyrir nýtt evrópskt kerfi fyrir flóttamenn og hælisleitendur sem leita til Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Allir núlifandi forsætisráðherrar gagnrýna Johnson

David Cameron varð fimmti fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands til þess að gagnrýna áform Boris Johnson, forsætisráðherra, um að brjóta útgöngusamninginn sem hann gerði sjálfur við Evrópusambandið. Breska þingið greiðir atkvæði um frumvarp þess efnis síðar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Sjóliðar ESB stöðvuðu eldsneytisflutning til Líbíu

Sjóliðar á vegum Evrópusambandsins fóru í dag um borð í tankskip sem var á leið til Líbíu. Áhöfn skipsins var meinað að sigla til Líbíu og skipað að breyta um stefnu, eftir að í ljós kom að skipið var notað til að flytja eldsneyti fyrir orrustuþotur.

Erlent
Fréttamynd

Johnson ver breytingar sem brjóta alþjóðalög

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær.

Erlent
Fréttamynd

Bretar og ESB deila enn á ný

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB.

Erlent
Fréttamynd

Zaev aftur til valda eftir nauman kosningasigur

Zoran Zaev tók aftur við embætti forsætisráðherra Norður-Makedóníu seint í gærkvöldi, sjö mánuðum eftir að hann sagði af sér vegna seinagangs í aðildarviðræðum landsins og Evópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Utan­ríkis­ráð­herra Pól­lands hættir

Jacek Czaputowicz hefur sagt af sér embætti sem utanríkisráðherra Póllands. Afsögnin kemur á sama tíma og pólsk stjórnvöld þrýsta á að taka að leiðandi hlutverk í viðbrögðum Evrópusambandsins vegna ástandsins í nágrannalandinu Hvíta-Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Samkomulag um björgunarpakkann í höfn

Leiðtogum Evrópusambandsins tókst í nótt að ná samkomulagi um 750 milljarða evra björgunarpakka sem ætlað er að endurreisa efnahag álfunnar eftir kórónuveirufaraldurinn.

Erlent
Fréttamynd

Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar.

Erlent