Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2023 15:52 Frá Keflavíkurflugvelli þar sem mörg þúsund farþega fara í gegn á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. Íslensk stórnvöld hafa sóst eftir undanþágum frá nýjum og hertum Evrópureglum sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum. Þau telja reglurnar skaða samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga og taki ekki tillit til landfræðilegrar legu Íslands sem geri landsmenn háða flugsamgöngum umfram aðra íbúa álfunnar. Reglurnar fela meðal annars í sér breytingar á viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir. Flugfélögum yrði nú gert að greiða fyrir losunarheimildir í stigvaxandi mæli en þau hafa fram að þessu fengið þær að mestu ókeypis. Ætlun ESB er að fríum losunarheimildir til flugfélaga fækki um fjórðung fyrir 2024 og helming fyrir 2025. Þeim verði alfarið útrýmt eftir 2026. Þær Katrín og von der Leyen funduðu fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í dag. Eftir hann sögðu þær báðar að lausn hefði fundist sem samrýmist markmiðum ESB fyrir flugeirann. Von der Leyen sagði að íslenskum stjórnvöldum yrði boðið að fá ókeypis losunarheimildir sem þau geti útdeilt til flugfélaga bæði árið 2025 og 2026. Mikilvægt sé að þau geti gefið öllum flugfélögum heimildirnar til þess að sanngirni sé gætt. Samkomulagið er þó háð samþykki aðildarríkja Evrópusambandsins auk íslenskra stjórnvalda og Alþingis. Fréttir af flugi Loftslagsmál Evrópusambandið Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Íslensk stórnvöld hafa sóst eftir undanþágum frá nýjum og hertum Evrópureglum sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum. Þau telja reglurnar skaða samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga og taki ekki tillit til landfræðilegrar legu Íslands sem geri landsmenn háða flugsamgöngum umfram aðra íbúa álfunnar. Reglurnar fela meðal annars í sér breytingar á viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir. Flugfélögum yrði nú gert að greiða fyrir losunarheimildir í stigvaxandi mæli en þau hafa fram að þessu fengið þær að mestu ókeypis. Ætlun ESB er að fríum losunarheimildir til flugfélaga fækki um fjórðung fyrir 2024 og helming fyrir 2025. Þeim verði alfarið útrýmt eftir 2026. Þær Katrín og von der Leyen funduðu fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í dag. Eftir hann sögðu þær báðar að lausn hefði fundist sem samrýmist markmiðum ESB fyrir flugeirann. Von der Leyen sagði að íslenskum stjórnvöldum yrði boðið að fá ókeypis losunarheimildir sem þau geti útdeilt til flugfélaga bæði árið 2025 og 2026. Mikilvægt sé að þau geti gefið öllum flugfélögum heimildirnar til þess að sanngirni sé gætt. Samkomulagið er þó háð samþykki aðildarríkja Evrópusambandsins auk íslenskra stjórnvalda og Alþingis.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Evrópusambandið Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira