Fangelsismál

Fréttamynd

Ó­sak­hæfur = ei­lífðar fangelsi?

Þegar einstaklingur telst ekki ábyrgur gjörða sinna er hann talinn ósakhæfur. Oftar en ekki eru ósakhæfir einstaklingar andlega veikir, en undir ósakhæfi falla einnig einstaklingar með greindarskerðingar eða fötlun.

Skoðun
Fréttamynd

Trú­leysingjar æfir yfir styrk ráð­herra til Þjóð­kirkjunnar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, veitti nýverið Þjóðkirkjunni styrk að upphæð 10 milljónir króna til þess að geta boðið aðstandendum fanga upp á þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Styrkveitingin féll í grýttan jarðveg hjá samtökum trúleysingja.

Innlent
Fréttamynd

Rifjar upp flótta Matthíasar Mána af Litla-Hrauni: „Vorum smeyk að eitt­hvað hefði komið fyrir hann“

Einn best skipulagði flótti úr fangelsi hér á landi var þegar Matthíasi Mána Erlingssyni tókst að flýja úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember 2012. Fyrrverandi forstöðumaður á Litla-Hrauni segir starfsmenn hafa haft miklar áhyggjur af Matthíasi á meðan hans var leitað, enda var hann einn á ferli í uppsveitum Árnessýslu um miðjan desember. 

Innlent
Fréttamynd

Tískuglæpur: Fangaverðir óhressir með saumaskap fanganna

Spænskir fangaverðir eru afar ósáttir við nýja endurhæfingaráætlun sem ætlað er að veita föngum atvinnureynslu áður en þeir halda út í samfélagið. Áætlunin felur í sér að fangarnir sauma einkennisbúninga fangavarðanna og útkoman þykir ekki auka á glæsileika fangavarðanna.

Erlent
Fréttamynd

Fyrri áfallasaga rauður þráður hjá föngum

Alvarleg áföll sem leiddu til vímuefnavanda og neyslutengdra afbrota er rauður þráður í reynslu íslenskra kvenfanga samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Geðhjúkrunarfræðingur segir það koma heim og saman við sambærilegar rannsóknir erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað af tug­milljóna kröfu Barkar

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sýknu íslenska ríkisins af tugmilljóna króna skaðbótakröfu Barkar Birgissonar. Börkur krafðist bóta vegna vistunar á öryggisgangi á Litla-Hrauni í eitt og hálft ár.

Innlent
Fréttamynd

Fangavarðaskólinn í fjarnámi – 26 nemendur í skólanum

Tuttugu og sex nemendur eru nú í Fangavarðaskólanum þar sem um þriðjungur þeirra eru konur. Námið fer fram í fjarnámi, auk einnar viku í staðarlotu í verklegum æfingum í samstarfi við þjálfara Lögregluskólans. Fangavörður segir starfið glettilega skemmtilegt og gefandi.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu fangaverði vantar til starfa

Fangaverðir hafa verulegar áhyggjur af öryggi sínu í fangelsum landsins vegna viðvarandi undirmönnunar. Á Kvíabryggju er til dæmis aðeins einn fangavörður á næturvöktum með 22 fanga og á Hólmsheiði eru þrír fangaverðir á næturvöktum með 50 fanga.

Innlent
Fréttamynd

Segja aðgerðir í fangelsum ekki í takt við aðgerðir annarsstaðar

Stjórn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skorar á fangelsisyfirvöld til að hleypa föngum sem eru komnir á reynslulausnartíma úr haldi. Stjórnin segir að á sama tíma og verið sé að ræða um afléttingar sóttvarnartakmarkana hér á landi sé sama sjónarmið ekki gildandi innan veggja fangelsa Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­­menn ráðu­neytisins ekki með 0,5 prómill í blóðinu alla daga

Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem selt er áfram til fanga skýrir þá háu upphæð sem greint var frá í gær að hefði farið frá dómsmálaráðuneytinu í kaup á áfengi og tóbak á síðasta ári. Tæpar 25 milljónir fóru í kaup á tóbaki fyrir fangelsin en tóbaksnotkun fanga fer minnkandi milli ára. Dómsmálaráðuneytið sjálft keypti áfengi fyrir 163 þúsund krónur á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Fangar fengu kar­töflu í skóinn

Fangar á Litla-Hrauni urðu „undrandi og ör­lítið miður sín“ í morgun þegar þeir kíktu í skó sína sem þeir höfðu komið fyrir fyrir utan klefa sína í von um að fá gjöf frá jóla­sveininum. Við þeim öllum blasti nefni­lega kar­tafla, þrátt fyrir full­yrðingar Af­stöðu, fé­lags fanga um góða hegðun þeirra í mánuðinum.

Innlent
Fréttamynd

Fáir fangar mættu til vinnu og náms í dag

Fáir fangar mættu til vinnu og náms á Litla hrauni í dag. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að unnið sé að því að greina ástæður þess og að brugðist verði við. Aðdragandi jóla reynist erfiður föngum.

Innlent
Fréttamynd

Hinsegin og kynsegin í fangelsi

Í gær átti var ég í viðtali hjá nemanda í Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri, sem er að vinna að rannsóknarskýrslu í áfanga sem heitir Fjölbreytileiki og löggæsla, um hinsegin fanga og aðbúnað þeirra í fangelsum.

Skoðun
Fréttamynd

Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits

Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina.

Innlent
Fréttamynd

Breyta reglunum vegna fjörugs ástarlífs Madsen í fangelsi

Dönsk stjórnvöld hyggjast banna sakamönnum sem sitja í lífstíðarfangelsi að hefja ný ástarsambönd á meðan þeir dúsa í fangelsi. Frumvarp þess efnis var lagt fram eftir að í ljós kom að sautján ára gömul stúlka féll fyrir Peter Madsen, morðingja blaðakonunnar Kim Wall, þrátt fyrir að hann væri í fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Fangelsi verði ekki heljarvist

Mikilvægt er að gera umbætur á Litla-Hrauni og bæta menntun fanga. Þetta er á meðal þess sem stýrihópur um málefni fanga leggur til í nýrri skýrslu.

Innlent