Heilbrigðismál Telur hugmyndafræðilegan ágreining ekki ríkja um rekstrarform heilbrigðisþjónustu Þingmaður Vinstri grænna telur ágætis sátt ríkja um það í samfélaginu að hafa blandað kerfi opinberrar og einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að hugsa þurfi sig vandlega um áður en kollsteypa eigi heilbrigðiskerfinu. Innlent 28.4.2019 12:30 Nágrannar Notre Dame varaðir við blýi í kjölfar brunans Lögregla hvetur fólk í nágrenni við dómkirkjuna til þess að losa sig við allt ryk í húsnæði sínu. Erlent 28.4.2019 09:57 Ellefu listeríusýkingar á tveimur árum Fimm hafa látist af völdum listeríusýkinga á síðustu tveimur árum, þar á meðal nýfætt barn. Sóttvarnalæknir segir sýkingar alvarlegar fyrir þá sem eru með veikt ónæmiskerfi. Matvælastofnun segir mikilvægt að bregðast hratt við þegar bakterían greinist í mat. Innlent 27.4.2019 02:01 Bæta þarf úrræði fyrir konur sem koma úr fangelsum Fá úrræði eru í boði fyrir konur með fjölþættan vanda og að aflokinni fangelsisvist. Talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, og yfirlæknir á Vogi eru sammála um að gera þurfi úrbætur í málum kvenna í þessari stöðu. Innlent 26.4.2019 18:42 Landlæknir fær aðstoðarmann af Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson lætur senn af störfum sem einn ritstjóra Fréttablaðsins og tekur við starfi aðstoðarmanns Landlæknis, Ölmu Möller. Viðskipti innlent 26.4.2019 08:51 Létti líf fjölskyldunnar að fá hjól til afnota Fjölda foreldra fatlaðra barna hefur verið neitað um niðurgreiðslu á hjóli fyrir börn sín hjá Sjúkratryggingum Íslands, þrátt fyrir að sjúkraþjálfari hafi sótt um. Foreldri langveikrar stúlku segir hjól nauðsynlegt hjálpartæki, sérstaklega fyrir börn sem þarfnast umönnunar allan daginn. Innlent 25.4.2019 18:17 Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. Innlent 25.4.2019 18:43 Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. Innlent 25.4.2019 18:20 Segir sjúkraliða ekki hafa sömu rödd innan Landspítalans Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir að félagsmenn hafi ekki sömu rödd innan Landspítalans og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem séu aðilar að Hjúkrunarráði spítalans sem standi vörð um hagsmuni þeirra. Innlent 25.4.2019 13:01 Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. Innlent 25.4.2019 12:10 Ójafnt skipt eftir því hvar sjúkir eiga heima Fjárhagsáhyggjur ofan á baráttu við illvíga sjúkdóma geta verið afar erfiðar við að etja, sér í lagi fyrir fólk á landsbyggðinni. Vegna veikinda sinna hefur Linda Sæberg Þorgeirsdóttir þurft flytja til Reykjavíkur á þriggja vikna fresti. Innlent 25.4.2019 02:01 Gefast upp vegna álags Nýliðun meðal sjúkraliða hefur ekki gengið í takt við spár. Formaður Sjúkraliðafélagsins segir stéttina vera að gefast upp vegna vinnuálags á sama tíma og eftirspurn fer vaxandi. Innlent 25.4.2019 02:00 Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. Innlent 24.4.2019 14:25 Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. Innlent 24.4.2019 12:08 Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. Erlent 24.4.2019 02:02 Mikil leit eftir berklasmit Sóttvarnalæknir hefur staðið fyrir umfangsmikilli leit að einstaklingum sem komust í tæri við einstakling sem greindist með lungnaberkla í febrúar á þessu ári. Innlent 24.4.2019 02:02 Eini íbúi blokkarinnar sem greindist með hermannaveiki Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlæknis. Innlent 23.4.2019 22:13 Lést úr listeríusýkingu eftir að hafa borðað lax um jólin Konan var með undirliggjandi ónæmisbælingu. Innlent 23.4.2019 21:26 Heilbrigðisráðherra væntir lausna á mönnunarvanda í komandi kjarasamningum Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Innlent 23.4.2019 16:55 Embætti landlæknis flýr mygluna og flytur á Rauðarárstíg Landlæknisembættið flytur frá Heilsuverndarstöðinni á Barónstíg á Rauðarárstíg 10 í næstu viku vegna mygluvanda. Innlent 23.4.2019 16:05 Alvarlegur skortur á sjúkraliðum á Landspítala og hjúkrunarheimilum Alvarlegur skortur er á sjúkraliðum á heilbrigðisstofnunum sem veldur miklu álagi á þá sem starfa í faginu að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Kulnun hjá stéttinni hefur farið vaxandi og fjölmörg dæmi um að fólk hafi fallið úr vinnu. Innlent 23.4.2019 11:39 Öll brotin framin inni á salernunum Verkefnastjóri hjá Neyðarmóttökunni, sem hefur frætt starfsmenn skemmtistaða um kynferðisofbeldi undanfarna mánuði, segir nauðsynlegt að öryggisráðstafanir séu í lagi á stöðunum, til dæmis myndavélar. Innlent 21.4.2019 13:17 Um þrjátíu manns nota vímuefni í æð á Suðurnesjum Talið er að rúmlega þrjátíu manns á Suðurnesjum noti vímuefni í æð og er hópurinn að yngjast samkvæmt þarfagreiningu Rauða krossins á svæðinu. Í haust mun mun skaðaminnkunarverkefni, Fröken Ragnheiður, fara af stað á Suðurnesjum þar sem notendur geta sótt sér hreinar nálar. Innlent 19.4.2019 17:23 Gera þurfi víðtækar breytingar til að fá hjúkrunarfræðinga aftur í störfin Aldrei hefur verið jafn mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og síðustu misseri að sögn formanns hjúkrunarráðs spítalans. Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar starfa ekki í faginu og ef takast á að fá það fólk aftur þurfi að gera úrbætur á ýmsum sviðum. Innlent 19.4.2019 17:42 Ástandið grafalvarlegt á Akranesi Fimm manns eru fastir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands því ekki er hægt að útskrifa þá þar sem ekki er pláss á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Þar eru hátt í fjörutíu manns á biðlista og segir stjórnarformaður Höfða ástandið vera grafalvarlegt. Innlent 19.4.2019 12:20 Sjö af hverjum tíu aðgerðum frestað á gjörgæsludeild Landspítalans Deildarstjóri segir að álag á starfsfólk sé gríðarlegt og geri það útsett fyrir kulnun. Þetta veldur líka andlegri og líkamlegri vanlíðan hjá sjúklingum og lengri tíma tekur að útskrifa þá af spítalanum. Innlent 18.4.2019 17:59 Sjúklingar og starfsfólk á gjörgæslu Landspítalans líða fyrir undirmönnun Deildarstjóri gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut segir alvarlegan skort á hjúkrunarfræðingum á deildinni. Ef nýta ætti öll rúm sem eru til staðar þyrfti að ráða í tíu til tólf stöðugildi. Hann segir mikið álag á starfsfólk nú þegar og of algengt að fresta þurfi aðgerðum. Innlent 18.4.2019 13:38 Afskiptur hópur í kerfinu sem býr við mjög skert lífsgæði Löng bið er eftir sérhæfðri þjónustu við vefjagigt sem talið er að um tólf þúsund Íslendingar þjáist af. Framkvæmdastjóri Þrautar, miðstöðvar vefjagigtar og tengdra sjúkdóma, segir þennan hóp afskiptan í heilbrigðiskerfinu. Innlent 18.4.2019 02:03 Gjörgæslan gæti tekið mun fleiri Skortur á starfsfólki er ástæða fyrir plássleysi gjörgæsludeildar Landspítalans, segir deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Fresta þurfti tíu aðgerðum á spítalanum fyrstu þrjá mánuði ársins vegna plássleysisins. Innlent 18.4.2019 02:03 Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. Innlent 17.4.2019 12:52 « ‹ 168 169 170 171 172 173 174 175 176 … 213 ›
Telur hugmyndafræðilegan ágreining ekki ríkja um rekstrarform heilbrigðisþjónustu Þingmaður Vinstri grænna telur ágætis sátt ríkja um það í samfélaginu að hafa blandað kerfi opinberrar og einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að hugsa þurfi sig vandlega um áður en kollsteypa eigi heilbrigðiskerfinu. Innlent 28.4.2019 12:30
Nágrannar Notre Dame varaðir við blýi í kjölfar brunans Lögregla hvetur fólk í nágrenni við dómkirkjuna til þess að losa sig við allt ryk í húsnæði sínu. Erlent 28.4.2019 09:57
Ellefu listeríusýkingar á tveimur árum Fimm hafa látist af völdum listeríusýkinga á síðustu tveimur árum, þar á meðal nýfætt barn. Sóttvarnalæknir segir sýkingar alvarlegar fyrir þá sem eru með veikt ónæmiskerfi. Matvælastofnun segir mikilvægt að bregðast hratt við þegar bakterían greinist í mat. Innlent 27.4.2019 02:01
Bæta þarf úrræði fyrir konur sem koma úr fangelsum Fá úrræði eru í boði fyrir konur með fjölþættan vanda og að aflokinni fangelsisvist. Talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, og yfirlæknir á Vogi eru sammála um að gera þurfi úrbætur í málum kvenna í þessari stöðu. Innlent 26.4.2019 18:42
Landlæknir fær aðstoðarmann af Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson lætur senn af störfum sem einn ritstjóra Fréttablaðsins og tekur við starfi aðstoðarmanns Landlæknis, Ölmu Möller. Viðskipti innlent 26.4.2019 08:51
Létti líf fjölskyldunnar að fá hjól til afnota Fjölda foreldra fatlaðra barna hefur verið neitað um niðurgreiðslu á hjóli fyrir börn sín hjá Sjúkratryggingum Íslands, þrátt fyrir að sjúkraþjálfari hafi sótt um. Foreldri langveikrar stúlku segir hjól nauðsynlegt hjálpartæki, sérstaklega fyrir börn sem þarfnast umönnunar allan daginn. Innlent 25.4.2019 18:17
Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. Innlent 25.4.2019 18:43
Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. Innlent 25.4.2019 18:20
Segir sjúkraliða ekki hafa sömu rödd innan Landspítalans Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir að félagsmenn hafi ekki sömu rödd innan Landspítalans og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem séu aðilar að Hjúkrunarráði spítalans sem standi vörð um hagsmuni þeirra. Innlent 25.4.2019 13:01
Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. Innlent 25.4.2019 12:10
Ójafnt skipt eftir því hvar sjúkir eiga heima Fjárhagsáhyggjur ofan á baráttu við illvíga sjúkdóma geta verið afar erfiðar við að etja, sér í lagi fyrir fólk á landsbyggðinni. Vegna veikinda sinna hefur Linda Sæberg Þorgeirsdóttir þurft flytja til Reykjavíkur á þriggja vikna fresti. Innlent 25.4.2019 02:01
Gefast upp vegna álags Nýliðun meðal sjúkraliða hefur ekki gengið í takt við spár. Formaður Sjúkraliðafélagsins segir stéttina vera að gefast upp vegna vinnuálags á sama tíma og eftirspurn fer vaxandi. Innlent 25.4.2019 02:00
Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. Innlent 24.4.2019 14:25
Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. Innlent 24.4.2019 12:08
Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. Erlent 24.4.2019 02:02
Mikil leit eftir berklasmit Sóttvarnalæknir hefur staðið fyrir umfangsmikilli leit að einstaklingum sem komust í tæri við einstakling sem greindist með lungnaberkla í febrúar á þessu ári. Innlent 24.4.2019 02:02
Eini íbúi blokkarinnar sem greindist með hermannaveiki Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlæknis. Innlent 23.4.2019 22:13
Lést úr listeríusýkingu eftir að hafa borðað lax um jólin Konan var með undirliggjandi ónæmisbælingu. Innlent 23.4.2019 21:26
Heilbrigðisráðherra væntir lausna á mönnunarvanda í komandi kjarasamningum Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Innlent 23.4.2019 16:55
Embætti landlæknis flýr mygluna og flytur á Rauðarárstíg Landlæknisembættið flytur frá Heilsuverndarstöðinni á Barónstíg á Rauðarárstíg 10 í næstu viku vegna mygluvanda. Innlent 23.4.2019 16:05
Alvarlegur skortur á sjúkraliðum á Landspítala og hjúkrunarheimilum Alvarlegur skortur er á sjúkraliðum á heilbrigðisstofnunum sem veldur miklu álagi á þá sem starfa í faginu að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Kulnun hjá stéttinni hefur farið vaxandi og fjölmörg dæmi um að fólk hafi fallið úr vinnu. Innlent 23.4.2019 11:39
Öll brotin framin inni á salernunum Verkefnastjóri hjá Neyðarmóttökunni, sem hefur frætt starfsmenn skemmtistaða um kynferðisofbeldi undanfarna mánuði, segir nauðsynlegt að öryggisráðstafanir séu í lagi á stöðunum, til dæmis myndavélar. Innlent 21.4.2019 13:17
Um þrjátíu manns nota vímuefni í æð á Suðurnesjum Talið er að rúmlega þrjátíu manns á Suðurnesjum noti vímuefni í æð og er hópurinn að yngjast samkvæmt þarfagreiningu Rauða krossins á svæðinu. Í haust mun mun skaðaminnkunarverkefni, Fröken Ragnheiður, fara af stað á Suðurnesjum þar sem notendur geta sótt sér hreinar nálar. Innlent 19.4.2019 17:23
Gera þurfi víðtækar breytingar til að fá hjúkrunarfræðinga aftur í störfin Aldrei hefur verið jafn mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og síðustu misseri að sögn formanns hjúkrunarráðs spítalans. Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar starfa ekki í faginu og ef takast á að fá það fólk aftur þurfi að gera úrbætur á ýmsum sviðum. Innlent 19.4.2019 17:42
Ástandið grafalvarlegt á Akranesi Fimm manns eru fastir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands því ekki er hægt að útskrifa þá þar sem ekki er pláss á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Þar eru hátt í fjörutíu manns á biðlista og segir stjórnarformaður Höfða ástandið vera grafalvarlegt. Innlent 19.4.2019 12:20
Sjö af hverjum tíu aðgerðum frestað á gjörgæsludeild Landspítalans Deildarstjóri segir að álag á starfsfólk sé gríðarlegt og geri það útsett fyrir kulnun. Þetta veldur líka andlegri og líkamlegri vanlíðan hjá sjúklingum og lengri tíma tekur að útskrifa þá af spítalanum. Innlent 18.4.2019 17:59
Sjúklingar og starfsfólk á gjörgæslu Landspítalans líða fyrir undirmönnun Deildarstjóri gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut segir alvarlegan skort á hjúkrunarfræðingum á deildinni. Ef nýta ætti öll rúm sem eru til staðar þyrfti að ráða í tíu til tólf stöðugildi. Hann segir mikið álag á starfsfólk nú þegar og of algengt að fresta þurfi aðgerðum. Innlent 18.4.2019 13:38
Afskiptur hópur í kerfinu sem býr við mjög skert lífsgæði Löng bið er eftir sérhæfðri þjónustu við vefjagigt sem talið er að um tólf þúsund Íslendingar þjáist af. Framkvæmdastjóri Þrautar, miðstöðvar vefjagigtar og tengdra sjúkdóma, segir þennan hóp afskiptan í heilbrigðiskerfinu. Innlent 18.4.2019 02:03
Gjörgæslan gæti tekið mun fleiri Skortur á starfsfólki er ástæða fyrir plássleysi gjörgæsludeildar Landspítalans, segir deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Fresta þurfti tíu aðgerðum á spítalanum fyrstu þrjá mánuði ársins vegna plássleysisins. Innlent 18.4.2019 02:03
Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. Innlent 17.4.2019 12:52