Flókið en viðráðanlegt Logi Einarsson skrifar 9. mars 2020 15:30 Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld hafa staðið sig sérstaklega vel í ólgusjó liðinna daga, birst landsmönnum á yfirvegaðan og upplýstan hátt og sýnt nauðsynlega festu í viðbrögðum gegn útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Þá er það fagnaðarefni að aðilar vinnumarkaðarins og ríkið hafi tryggt að einstaklingar beri ekki fjárhagslegt tjón af veikindum eða sóttkví. Ég hef þó áhyggjur af fyrirtækjum, ekki síst þeim smærri, sem eru efnahagslífinu gríðarlega mikilvæg, skapa fjölda fólks atvinnu og eru oft lífæð byggðanna. Þau gætu lent í miklum skakkaföllum. Við erum raunar þegar farin að sjá slæmar afleiðingar. Þannig hefur frestun fjölda viðburða t.d. þegar haft áhrif á fyrirtæki í veislu- og gistiþjónustu og tónlistarfólk og aðra skemmtikrafta, sem sjá fyrir sér að öllu eða mestu leyti með verktöku. Við stöndum því andspænis mjög flóknu verkefni sem við verðum öll að sameinast um. Verja velferð almennings í kólnandi hagkerfi, vaxandi atvinnuleysi, með minnkandi tekjum og stöðugt veikari krónu á sama tíma og við styðjum atvinnulífið og ráðumst í kostnaðarsama uppbyggingu. En þótt verkefnið sé flókið er það viðráðanlegt, ef stjórnvöld hafa kjark og framsýni til að stíga nægilega fast til jarðar; kynna fjölbreyttaraðgerðir til að milda efnahagshöggið. Til þessa hefur ríkisstjórnin verið of svifasein og óskýr. Við þurfum að ráðast í fjárfestingar til að örva atvinnulífið, en þá skiptir máli hvernig og hvenær er fjárfest. Mikilvægt er að verkefnin verði af ýmsum stærðum og gerðum og skapi atvinnu fyrir ólíka hópa, konur og karla, með ólíka menntun og reynslu. Það skiptir líka máli hvert fjármagn til framkvæmda er sótt. Forðast ber að selja bankahluti á hrakvirði en nýta frekar hagstæð skilyrði til lántöku. Umfram allt er brýnt að virkja þann kraft sem býr í starfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, í iðnaði, matvælaframleiðslu eða ferðaþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Samfylkingin hefur þegar lagt fram þingmál um aðgerðir í þágu slíkra fyrirtækja sem ríkisstjórnin gæti sótt innblástur í. Þar leggjum við til að lækka tryggingargjaldið sérstaklega skarpt á minni fyrirtæki þar sem launakostnaður vegur oft þyngst. Við viljum líka styðja fyrirtæki í nýsköpun og þróun svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægast er þó að gleyma ekki þeim áhrifum sem kólnandi hagkerfi getur haft á fólk; sérstaklega það sem býr þegar við mjög kröpp kjör. Nú er tími til að fjárfesta í fólki og jafna lífskjör í landinu. Tryggja öllum aukið öryggi og tryggja fólki á lágum og meðallaunum, ekki síst barnafjölskyldum meiri lífsgæði í allt of dýru landi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Wuhan-veiran Logi Einarsson Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld hafa staðið sig sérstaklega vel í ólgusjó liðinna daga, birst landsmönnum á yfirvegaðan og upplýstan hátt og sýnt nauðsynlega festu í viðbrögðum gegn útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Þá er það fagnaðarefni að aðilar vinnumarkaðarins og ríkið hafi tryggt að einstaklingar beri ekki fjárhagslegt tjón af veikindum eða sóttkví. Ég hef þó áhyggjur af fyrirtækjum, ekki síst þeim smærri, sem eru efnahagslífinu gríðarlega mikilvæg, skapa fjölda fólks atvinnu og eru oft lífæð byggðanna. Þau gætu lent í miklum skakkaföllum. Við erum raunar þegar farin að sjá slæmar afleiðingar. Þannig hefur frestun fjölda viðburða t.d. þegar haft áhrif á fyrirtæki í veislu- og gistiþjónustu og tónlistarfólk og aðra skemmtikrafta, sem sjá fyrir sér að öllu eða mestu leyti með verktöku. Við stöndum því andspænis mjög flóknu verkefni sem við verðum öll að sameinast um. Verja velferð almennings í kólnandi hagkerfi, vaxandi atvinnuleysi, með minnkandi tekjum og stöðugt veikari krónu á sama tíma og við styðjum atvinnulífið og ráðumst í kostnaðarsama uppbyggingu. En þótt verkefnið sé flókið er það viðráðanlegt, ef stjórnvöld hafa kjark og framsýni til að stíga nægilega fast til jarðar; kynna fjölbreyttaraðgerðir til að milda efnahagshöggið. Til þessa hefur ríkisstjórnin verið of svifasein og óskýr. Við þurfum að ráðast í fjárfestingar til að örva atvinnulífið, en þá skiptir máli hvernig og hvenær er fjárfest. Mikilvægt er að verkefnin verði af ýmsum stærðum og gerðum og skapi atvinnu fyrir ólíka hópa, konur og karla, með ólíka menntun og reynslu. Það skiptir líka máli hvert fjármagn til framkvæmda er sótt. Forðast ber að selja bankahluti á hrakvirði en nýta frekar hagstæð skilyrði til lántöku. Umfram allt er brýnt að virkja þann kraft sem býr í starfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, í iðnaði, matvælaframleiðslu eða ferðaþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Samfylkingin hefur þegar lagt fram þingmál um aðgerðir í þágu slíkra fyrirtækja sem ríkisstjórnin gæti sótt innblástur í. Þar leggjum við til að lækka tryggingargjaldið sérstaklega skarpt á minni fyrirtæki þar sem launakostnaður vegur oft þyngst. Við viljum líka styðja fyrirtæki í nýsköpun og þróun svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægast er þó að gleyma ekki þeim áhrifum sem kólnandi hagkerfi getur haft á fólk; sérstaklega það sem býr þegar við mjög kröpp kjör. Nú er tími til að fjárfesta í fólki og jafna lífskjör í landinu. Tryggja öllum aukið öryggi og tryggja fólki á lágum og meðallaunum, ekki síst barnafjölskyldum meiri lífsgæði í allt of dýru landi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun