Heilbrigðismál

Fréttamynd

8 staðreyndir og 4 spurningar

Allir landsmenn þurfa á einhverjum tímapunkti að leita til heilbrigðiskerfisins. Oft gerist það á okkar erfiðustu tímum. Ein af þeirri starfsstétt sem sinnir okkur eru sjúkraliðar. Sjúkraliðar starfa jafnframt á hátæknisjúkrahúsi og heima hjá fólki. Inn á hjúkrunarheimilum og í heilsugæslunni. Sjúkraliðar vinna á nóttunni og á daginn, vinna á jólunum og á hinum bestu sólskinsdögum. Þau vinna allt árið um kring, allan sólarhringinn. Heilbrigðiskerfið myndi ekki virka án sjúkraliða.

Skoðun
Fréttamynd

Á hægum batavegi eftir að hafa greinst með dularfullt heilkenni

Lembi Seia Sangla, aðstoðarleikskólastjóri á Egilsstöðum, var greind með gífurlega sjaldgæft og nánast óþekkt heilkenni fyrir tveimur árum. Síðan þá hefur hún unnið hörðum höndum að því að ná heilsu á ný. Heilkennið er kallað trismus og lýsir sér þannig að viðkomandi festist í kjálkanum og getur ekki opnað munninn nema takmarkað. Eins ótrúlega og það hljómar má rekja veikindin til tiltölulega hversdagslegrar aðgerðar: tanntöku.

Innlent
Fréttamynd

„Auð­vitað slær þetta hjúkrunar­fræðinga“

Formaður félags hjúkrunarfræðinga fagnar viðurkenningu Landspítala á ófullnægjandi starfsumhverfi á geðdeild - en ástandið sé auðvitað óboðlegt víðar. Yfirlýsingin var birt í tengslum við mál hjúkrunarfræðings sem ákærð er fyrir manndráp. Málið, og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Sérfræðingur fræðir Íslendinga um breytingaskeiðið

Af hverju eru allir að tala um tíðahvörf og breytingaskeið kvenna? Hvaða áhrif hefur testósterón á kynlífið? Og er þetta bara þyngdaraukning og þras? Þessum spurningum og öðrum um breytingaskeiðið verður svarað á opnum fyrirlestri í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 19. janúar milli klukkan 17 og 19.

Innlent
Fréttamynd

Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas

Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúru­legan dauð­daga sjúk­linga

Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum.

Innlent
Fréttamynd

„Það var logið upp í opið geðið á okkur“

Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Hugvíkkandi lyf hjálpa ekki öllum

Í gær kom út viðtal við frumkvöðulinn Söru Maríu Júlíudóttur. Sara María sá nýverið um uppsetningu ráðstefnu í Hörpunni um hugvíkkandi efni. Ráðstefnan var uppfull af fræðandi fyrirlestrum frá stærstu nöfnum rannsókna á hugvíkkandi efnum.

Skoðun
Fréttamynd

Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun

Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti.

Innlent
Fréttamynd

Eilíft líf líklega handan seilingar

Tæplega 300 núlifandi einstaklingar eru eldri en 110 ára gamlir, svokallaðir „íturöldungar“. Sá elsti er 118 ára og sá næst elsti 115 ára. Fjórir einstaklingar á Norðurlöndum tilheyra hópnum en Íslendingur hefur aldrei náð þessu marki; sá elsti varð 109 ára.

Innlent
Fréttamynd

Lang­lífir og hamingju­samir en um leið met­hafar í lyfja­notkun

Á meðan Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða í heimi setja þeir hvert metið á fætur öðru í lyfjanotkun. Heimilislæknir segir mikilvægt að finna út hvað veldur þessu og meta stöðuna upp á nýtt. Það geti verið skaðlegt að vera mörgum lyfjum í langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

„Mann­ekla er að verða lang­stærsti vandi heil­brigðis­þjónustu á Vestur­löndum“

Forstjóri Landspítala segir tillögur viðbragðsteymis um bráðaþjónustu stórt skref og löngu tímabært. Á bráðamóttöku Landspítala hafi staðan verið mjög þung undanfarið en þó skánað. Þegar holskefla veirusýkinga fari að renna sitt skeið muni hagurinn vænkast en mannekla sé aftur á móti að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndunum.

Innlent
Fréttamynd

Fjar­skipta­læknir gæti hafið störf innan nokkurra mánaða

Með tilkomu fjarskiptalæknis verður hægt að leysa mörg vandamál í bráðaþjónustu á landsvísu en bráðasérfræðingur sem leiddi vinnu viðbragðsteymis heilbrigðisráðherra segir að hægt væri að koma þjónustunni á fót á nokkrum mánuðum. Teymið lagði ýmsar tillögur að umbótum en þær leysa ekki vanda bráðamóttöku Landspítalans.

Innlent