Stjórnsýsla Fjórtán sóttu um stöðu forstjóra Menntamálastofnunar Fjórtán einstaklingar sóttu um embætti forstjóra Menntamálastofnunar til Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Meðal umsækjenda er Thelma Clausen Þórðardóttir, settur forstjóri Menntamálastofnunar. Innlent 17.8.2022 17:04 Tugir sækjast eftir fjórum skrifstofustjóraembættum Alls bárust Mennta- og barnamálaráðuneytinu 97 umsóknir um fjögur embætti skrifstofustjóra í nýju skipulagi ráðuneytisins. Innlent 17.8.2022 16:57 Golfdómarar setja GR stólinn fyrir dyrnar og vilja Margeir úr stjórn Aron Hauksson, yfirdómari Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), hefur sagt því starfi sínu lausu í mótmælaskyni við það að Margeir Vilhjálmsson sitji eftir sem áður í stjórn GR meðan mál hans eru til umfjöllunar fyrir aganefnd GSÍ. Aron nýtur stuðnings fleiri golfdómara. Golf 17.8.2022 13:28 Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. Innlent 16.8.2022 14:35 Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. Innlent 16.8.2022 12:00 Áslaug Arna ferðast um landið í haust Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun staðsetja skrifstofu sína víða um land í haust. Fólkinu í landinu verður boðið í opna viðtalstíma þar sem málefni ráðuneytisins verða rædd. Innlent 16.8.2022 10:13 Ólafur hættir sem hagstofustjóri eftir fjórtán ára starf Ólafur Hjálmarsson, sem hefur gegnt embætti hagstofustjóra samfellt frá árinu 2008, hefur hætt störfum hjá Hagstofu Íslands. Óskaði hann eftir því að verða færður til í starfi og mun Ólafur taka við sem skrifstofustjóri fjármálaráðs um næstkomandi mánaðarmót. Klinkið 15.8.2022 08:09 Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. Innlent 11.8.2022 13:57 Stjórnvöld fá falleinkunn í netöryggismálum Íslensk stjórnvöld eru í 4. sæti meðal Evrópuþjóða í stafrænni þjónustu og markmiðið er að gera enn betur á komandi árum. Markmið Stafræns Íslands er að gera aðgengi að upplýsingum og þjónustu auðveldari á komandi árum. Skoðun 11.8.2022 12:30 Bæjaryfirvöldum getur verið treystandi Vinir Kópavogs töldu bæinn þurfa að vanda verk sín og sýna fólki og viðfangsefnum meiri virðingu. Meðal annars þess vegna var boðið fram til bæjarstjórnar. Önnur framboð tóku öll undir áherslu Vina Kópavogs á íbúalýðræði og samráð við íbúa um þéttingu byggðar. Skoðun 10.8.2022 11:00 Dramatík, kærur og klögumál hjá heldri kylfingum Margeir Vilhjálmsson kylfingur hefur við þriðja mann verið kærður til aganefndar Golfsambands Íslands en kæran er frá mótstjórn Íslandsmóts eldri kylfinga, sem haldið var dagana 14. – 16. júlí. Innlent 10.8.2022 09:33 Að mæla rétt Mikilvægi þess að mæla rétt, raunverulega rétt, verður seint ofmetið en er kannski meira sums staðar annars staðar en hjá kaupmanninum. Hjá kaupmanninum getur spurningin snúist um krónur og aura en sums staðar annars staðar um heilsu, jafnvel um líf. Skoðun 9.8.2022 08:30 Netárás hafði áhrif á kerfi Lyfjastofnunar Lyfjastofnun varð fyrir netárás sem í dag og í gær hafði áhrif á vef sérlyfjaskrár, þjónustukerfi fyrir Mínar síður og verðumsóknarkerfi. Að sögn stofnunarinnar eru engin persónugreinanleg gögn vistuð á umræddum svæðum og engar vísbendingar enn sem komið er um að átt hafi verið við gögn. Innlent 5.8.2022 22:36 Þoka gert hreindýraveiðimönnum erfitt fyrir Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur hjá umhverfisstofnun á Egilsstöðum, segir að hreindýraveiðarnar fari rólega af stað. Innlent 5.8.2022 15:09 Taka á margbrotnu framsali valds og lagskiptri stjórnsýslu fjármálaeftirlitsins Forsætisráðuneytið hefur tilkynnt um áform um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands sem fela í sér að seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans og að nefndin taki aðeins ákvarðanir í málum sem teljast meiri háttar. Þetta kemur fram í samráðsgátt stjórnvalda. Innherji 5.8.2022 11:26 Ísland sé leiðandi afl í rafrænni auðkenningu Ísland lenti í fjórða sæti þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu en könnun á þessu er framkvæmd árlega. Malta lenti í fyrsta sæti en könnunin er framkvæmd meðal aðildarríkja Evrópusambandsins ásamt Íslandi, Albaníu, Noregi, Sviss, Svartfjallalandi, Norður Makedóníu og Tyrklandi. Innlent 4.8.2022 12:53 Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. Innlent 2.8.2022 14:36 Deila Íslands og Iceland Foods brýtur blað Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur fyrirskipað að haldinn verði munnlegur málflutningur í deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland. Deilan brýtur blað í sögu hinnar fjölskipuðu áfrýjunarnefndar þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem nefndin hlýðir á munnlegan málflutning í áfrýjunarmáli. Viðskipti innlent 2.8.2022 14:05 Gunnar Axel nýr bæjarstjóri Voga Gunnar Axel Axelsson, viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og deildarstjóri á efnahagssviði Hagstofu Íslands hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga og tekur við af Ásgeiri Eiríkssyni sem var bæjarstjóri Voga í rúm tíu ár. Alls sóttu fjörutíu umsækjendur um starfið. Innlent 1.8.2022 20:05 Mikil óánægja með drög að frumvarpi um einn sýslumann Umsagnir í samráðsgátt um drög dómsmálaráðherra að frumvarpi til laga um sýslumann eru ekki jákvæðar. Til að mynda segir Sýslumannafélag Íslands skorta að málið sé unnið á faglegum forsendum. Innlent 27.7.2022 11:53 Sérstakt hve áköf umræðan um laun sveitarstjóra sé orðin Aldís Hafsteinsdóttir, nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps, segir það hverrar sveitarstjórnar fyrir sig að ákveða hvort biðlaun sveitarstjóra falli niður séu þeir ráðnir í nýtt starf. Sjálf fékk hún tæpar 17 milljónir greiddar frá Hveragerði við starfslok sín í byrjun sumars vegna biðlauna og launatengdra gjalda og þiggur nú laun frá Hrunamannahreppi. Innlent 22.7.2022 13:00 Erlend fjárfesting afþökkuð Erlendir fjárfestar eiga ekki von á góðu hafi þeir í hyggju að beina fjármagni sínu hingað til lands. Innan stjórnsýslunnar, einkum forsætisráðuneytinu að því er virðist, er lögð rík áhersla á að flækja regluverkið og meðferð Samkeppniseftirlitsins á sölunni á Mílu er síst til þess fallin að glæða áhuga á að fjárfesta á Íslandi. Klinkið 22.7.2022 07:01 Sveitarstjóri Rangárþings ytra með 1,7 milljón króna á mánuði Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti ráðningarsamning við Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, á mánudag. Föst heildarlaun Jóns munu vera 1,7 milljón króna á mánuði en auk þess fær hann farsíma, spjaldtölvu og fartölvu til eignar á kostnað sveitarfélagsins. Innlent 21.7.2022 16:49 Þórdís Sif Sigurðardóttir nýr bæjarstjóri Vesturbyggðar Tillaga um ráðningu Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur sem bæjarstjóra Vesturbyggðar verður lögð fram á næsta fundi bæjarráðs Vesturbyggðar. Ráðningin tekur formlega gildi þegar hún hefur verið staðfest á fundinum. Innlent 21.7.2022 15:30 Kaup ríkisins á hluta nýbyggingar Landsbankans enn til skoðunar Viðræður hafa farið fram milli ríkisins og Landsbankans um kaup þess fyrrnefnda á 6500 fermetra hluta nýbyggingar Landsbankans við Austurhöfn. Kaupin eru enn til skoðunar og vonast er til að niðurstaða fáist á næstu vikum. Innlent 20.7.2022 11:56 Hélt það væri nóg komið en íslenska ríkið áfrýjar Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn stofnuninni. Björn segist ekki hafa áhyggjur af því að dómsniðurstaðan muni breytast fyrir Landsrétti. Innlent 19.7.2022 15:29 Erna og Soffía ráðnar til Matvælastofnunar Erna Reynisdóttir og Soffía Sveinsdóttir hafa verið ráðnar sem sviðsstjórar hjá Matvælastofnun (MAST). Erna tekur við hjá sviði upplýsingatækni og reksturs og Soffía hjá sviði vettvangseftirlits. Innlent 19.7.2022 10:37 Sveitarstjórastöður séu eyrnamerktar „flokksgæðingum“ og „fjóskörlum allra saurbæja landsins“ Glúmur Baldvinsson segist hafa verið að gera að gamni sínu að stuða Framsóknarmenn þegar hann sótti um í hinar ellefu lausu sveitarstjórastöður landsins. Hann hafi ekki átt von á að vera virtur viðlits en segir umhugsunarvert að fólk sem sæki um sé ekki einu sinni boðað í viðtal. Innlent 16.7.2022 08:27 Ókunnugt fólk skrái sig ítrekað til heimilis hjá honum Íbúi í Vík í Mýrdal hefur lent í því þrisvar upp á síðkastið að ókunnugt fólk skrái sig til heimilis í þinglýstri eign hans, án hans samþykkis. Hann gagnrýnir Þjóðskrá fyrir að leyfa hverjum sem er að skrá heimilisfangið sitt hvar sem er, án leyfis eiganda eignarinnar. Innlent 15.7.2022 18:33 Rúmar tvær milljónir króna á mánuði fyrir að stýra Mosfellsbæ Bæjarráð Mosfellsbæjar gerði ráðningarsamning við Regínu Ásvaldsdóttur, nýjan bæjarstjóra Mosfellsbæjar, í gær. Samkvæmt ráðningarsamningi fær Regína rúmlega tvær milljónir króna í mánaðarlaun, ökutækjastyrk að andvirði 150 þúsund króna auk greidds síma og nets. Innlent 15.7.2022 10:01 « ‹ 23 24 25 26 27 28 29 30 31 … 60 ›
Fjórtán sóttu um stöðu forstjóra Menntamálastofnunar Fjórtán einstaklingar sóttu um embætti forstjóra Menntamálastofnunar til Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Meðal umsækjenda er Thelma Clausen Þórðardóttir, settur forstjóri Menntamálastofnunar. Innlent 17.8.2022 17:04
Tugir sækjast eftir fjórum skrifstofustjóraembættum Alls bárust Mennta- og barnamálaráðuneytinu 97 umsóknir um fjögur embætti skrifstofustjóra í nýju skipulagi ráðuneytisins. Innlent 17.8.2022 16:57
Golfdómarar setja GR stólinn fyrir dyrnar og vilja Margeir úr stjórn Aron Hauksson, yfirdómari Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), hefur sagt því starfi sínu lausu í mótmælaskyni við það að Margeir Vilhjálmsson sitji eftir sem áður í stjórn GR meðan mál hans eru til umfjöllunar fyrir aganefnd GSÍ. Aron nýtur stuðnings fleiri golfdómara. Golf 17.8.2022 13:28
Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. Innlent 16.8.2022 14:35
Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. Innlent 16.8.2022 12:00
Áslaug Arna ferðast um landið í haust Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun staðsetja skrifstofu sína víða um land í haust. Fólkinu í landinu verður boðið í opna viðtalstíma þar sem málefni ráðuneytisins verða rædd. Innlent 16.8.2022 10:13
Ólafur hættir sem hagstofustjóri eftir fjórtán ára starf Ólafur Hjálmarsson, sem hefur gegnt embætti hagstofustjóra samfellt frá árinu 2008, hefur hætt störfum hjá Hagstofu Íslands. Óskaði hann eftir því að verða færður til í starfi og mun Ólafur taka við sem skrifstofustjóri fjármálaráðs um næstkomandi mánaðarmót. Klinkið 15.8.2022 08:09
Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. Innlent 11.8.2022 13:57
Stjórnvöld fá falleinkunn í netöryggismálum Íslensk stjórnvöld eru í 4. sæti meðal Evrópuþjóða í stafrænni þjónustu og markmiðið er að gera enn betur á komandi árum. Markmið Stafræns Íslands er að gera aðgengi að upplýsingum og þjónustu auðveldari á komandi árum. Skoðun 11.8.2022 12:30
Bæjaryfirvöldum getur verið treystandi Vinir Kópavogs töldu bæinn þurfa að vanda verk sín og sýna fólki og viðfangsefnum meiri virðingu. Meðal annars þess vegna var boðið fram til bæjarstjórnar. Önnur framboð tóku öll undir áherslu Vina Kópavogs á íbúalýðræði og samráð við íbúa um þéttingu byggðar. Skoðun 10.8.2022 11:00
Dramatík, kærur og klögumál hjá heldri kylfingum Margeir Vilhjálmsson kylfingur hefur við þriðja mann verið kærður til aganefndar Golfsambands Íslands en kæran er frá mótstjórn Íslandsmóts eldri kylfinga, sem haldið var dagana 14. – 16. júlí. Innlent 10.8.2022 09:33
Að mæla rétt Mikilvægi þess að mæla rétt, raunverulega rétt, verður seint ofmetið en er kannski meira sums staðar annars staðar en hjá kaupmanninum. Hjá kaupmanninum getur spurningin snúist um krónur og aura en sums staðar annars staðar um heilsu, jafnvel um líf. Skoðun 9.8.2022 08:30
Netárás hafði áhrif á kerfi Lyfjastofnunar Lyfjastofnun varð fyrir netárás sem í dag og í gær hafði áhrif á vef sérlyfjaskrár, þjónustukerfi fyrir Mínar síður og verðumsóknarkerfi. Að sögn stofnunarinnar eru engin persónugreinanleg gögn vistuð á umræddum svæðum og engar vísbendingar enn sem komið er um að átt hafi verið við gögn. Innlent 5.8.2022 22:36
Þoka gert hreindýraveiðimönnum erfitt fyrir Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur hjá umhverfisstofnun á Egilsstöðum, segir að hreindýraveiðarnar fari rólega af stað. Innlent 5.8.2022 15:09
Taka á margbrotnu framsali valds og lagskiptri stjórnsýslu fjármálaeftirlitsins Forsætisráðuneytið hefur tilkynnt um áform um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands sem fela í sér að seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans og að nefndin taki aðeins ákvarðanir í málum sem teljast meiri háttar. Þetta kemur fram í samráðsgátt stjórnvalda. Innherji 5.8.2022 11:26
Ísland sé leiðandi afl í rafrænni auðkenningu Ísland lenti í fjórða sæti þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu en könnun á þessu er framkvæmd árlega. Malta lenti í fyrsta sæti en könnunin er framkvæmd meðal aðildarríkja Evrópusambandsins ásamt Íslandi, Albaníu, Noregi, Sviss, Svartfjallalandi, Norður Makedóníu og Tyrklandi. Innlent 4.8.2022 12:53
Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. Innlent 2.8.2022 14:36
Deila Íslands og Iceland Foods brýtur blað Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur fyrirskipað að haldinn verði munnlegur málflutningur í deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland. Deilan brýtur blað í sögu hinnar fjölskipuðu áfrýjunarnefndar þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem nefndin hlýðir á munnlegan málflutning í áfrýjunarmáli. Viðskipti innlent 2.8.2022 14:05
Gunnar Axel nýr bæjarstjóri Voga Gunnar Axel Axelsson, viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og deildarstjóri á efnahagssviði Hagstofu Íslands hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga og tekur við af Ásgeiri Eiríkssyni sem var bæjarstjóri Voga í rúm tíu ár. Alls sóttu fjörutíu umsækjendur um starfið. Innlent 1.8.2022 20:05
Mikil óánægja með drög að frumvarpi um einn sýslumann Umsagnir í samráðsgátt um drög dómsmálaráðherra að frumvarpi til laga um sýslumann eru ekki jákvæðar. Til að mynda segir Sýslumannafélag Íslands skorta að málið sé unnið á faglegum forsendum. Innlent 27.7.2022 11:53
Sérstakt hve áköf umræðan um laun sveitarstjóra sé orðin Aldís Hafsteinsdóttir, nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps, segir það hverrar sveitarstjórnar fyrir sig að ákveða hvort biðlaun sveitarstjóra falli niður séu þeir ráðnir í nýtt starf. Sjálf fékk hún tæpar 17 milljónir greiddar frá Hveragerði við starfslok sín í byrjun sumars vegna biðlauna og launatengdra gjalda og þiggur nú laun frá Hrunamannahreppi. Innlent 22.7.2022 13:00
Erlend fjárfesting afþökkuð Erlendir fjárfestar eiga ekki von á góðu hafi þeir í hyggju að beina fjármagni sínu hingað til lands. Innan stjórnsýslunnar, einkum forsætisráðuneytinu að því er virðist, er lögð rík áhersla á að flækja regluverkið og meðferð Samkeppniseftirlitsins á sölunni á Mílu er síst til þess fallin að glæða áhuga á að fjárfesta á Íslandi. Klinkið 22.7.2022 07:01
Sveitarstjóri Rangárþings ytra með 1,7 milljón króna á mánuði Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti ráðningarsamning við Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, á mánudag. Föst heildarlaun Jóns munu vera 1,7 milljón króna á mánuði en auk þess fær hann farsíma, spjaldtölvu og fartölvu til eignar á kostnað sveitarfélagsins. Innlent 21.7.2022 16:49
Þórdís Sif Sigurðardóttir nýr bæjarstjóri Vesturbyggðar Tillaga um ráðningu Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur sem bæjarstjóra Vesturbyggðar verður lögð fram á næsta fundi bæjarráðs Vesturbyggðar. Ráðningin tekur formlega gildi þegar hún hefur verið staðfest á fundinum. Innlent 21.7.2022 15:30
Kaup ríkisins á hluta nýbyggingar Landsbankans enn til skoðunar Viðræður hafa farið fram milli ríkisins og Landsbankans um kaup þess fyrrnefnda á 6500 fermetra hluta nýbyggingar Landsbankans við Austurhöfn. Kaupin eru enn til skoðunar og vonast er til að niðurstaða fáist á næstu vikum. Innlent 20.7.2022 11:56
Hélt það væri nóg komið en íslenska ríkið áfrýjar Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn stofnuninni. Björn segist ekki hafa áhyggjur af því að dómsniðurstaðan muni breytast fyrir Landsrétti. Innlent 19.7.2022 15:29
Erna og Soffía ráðnar til Matvælastofnunar Erna Reynisdóttir og Soffía Sveinsdóttir hafa verið ráðnar sem sviðsstjórar hjá Matvælastofnun (MAST). Erna tekur við hjá sviði upplýsingatækni og reksturs og Soffía hjá sviði vettvangseftirlits. Innlent 19.7.2022 10:37
Sveitarstjórastöður séu eyrnamerktar „flokksgæðingum“ og „fjóskörlum allra saurbæja landsins“ Glúmur Baldvinsson segist hafa verið að gera að gamni sínu að stuða Framsóknarmenn þegar hann sótti um í hinar ellefu lausu sveitarstjórastöður landsins. Hann hafi ekki átt von á að vera virtur viðlits en segir umhugsunarvert að fólk sem sæki um sé ekki einu sinni boðað í viðtal. Innlent 16.7.2022 08:27
Ókunnugt fólk skrái sig ítrekað til heimilis hjá honum Íbúi í Vík í Mýrdal hefur lent í því þrisvar upp á síðkastið að ókunnugt fólk skrái sig til heimilis í þinglýstri eign hans, án hans samþykkis. Hann gagnrýnir Þjóðskrá fyrir að leyfa hverjum sem er að skrá heimilisfangið sitt hvar sem er, án leyfis eiganda eignarinnar. Innlent 15.7.2022 18:33
Rúmar tvær milljónir króna á mánuði fyrir að stýra Mosfellsbæ Bæjarráð Mosfellsbæjar gerði ráðningarsamning við Regínu Ásvaldsdóttur, nýjan bæjarstjóra Mosfellsbæjar, í gær. Samkvæmt ráðningarsamningi fær Regína rúmlega tvær milljónir króna í mánaðarlaun, ökutækjastyrk að andvirði 150 þúsund króna auk greidds síma og nets. Innlent 15.7.2022 10:01