Ítalía

Fréttamynd

Fer í framboð 95 ára

Ítalska leikkonan Gina Lollobrigida ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum á Ítalíu sem fara fram á næstunni. Lollobrigida varð 95 ára á árinu en hún er þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Hringjarinn frá Notre Dame og Keisarinn Venus.

Erlent
Fréttamynd

Edda Hermanns og Ríkharður Daða héldu draumabrúðkaup á Ítalíu

Edda Her­manns­dóttir, sam­skipta­stjóri Ís­lands­banka, og Rík­harður Daða­son, fjár­festir og fyrr­verandi lands­liðs­maður í knatt­spyrnu héldu draumabrúðkaup á Ítalíu. Birgitta Haukdal, Ragnhildur Gísladóttir og Andri Guðmundsson sáu um að skemmta gestum í veislunni. 

Lífið
Fréttamynd

Heldur á vit ævintýranna á Ítalíu

Listakonan Linda Jóhannsdóttir hefur komið víða að í hinum skapandi heimi og er á leið til Flórens í framhaldsnám í listum. Hún stendur fyrir sýningunni Ástarljóð sem opnar í dag klukkan 17:00 í Gallerí Sólveig Hólm. Linda hefur aðallega unnið list sína á pappír og er eigandi og hönnuður merkisins Pastelpaper en á þessari sýningu sýnir hún í fyrsta skipti stór abstrakt verk á stiga.

Menning
Fréttamynd

Rödd Línunnar og Pingu látin

Carlo Bonomi, sem hefur í áratugi verið tíður gestur á skjám landsmanna, er látinn 85 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan með túlkun sinni á persónunni Línunni í samnefndum sjónvarpsþáttum. Seinna túlkaði hann mörgæsina Pingu sem glatt hefur börn sem fullorðna um árabil.

Lífið
Fréttamynd

Saksóknarinn sem fór í stríð við mafíuna

Yfir 350 manns sitja nú á sakamannabekk í einum stærstu réttarhöldum sem ráðist hefur verið í gegn meðlimum ítölsku mafíunnar. Þetta má aðallega þakka einum saksóknara, sem undrast það verulega að hann skuli enn vera á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Mario Draghi segir af sér

Ítalski forsætisráðherrann Mario Draghi hefur endanlega staðfest afsögn sína í kjölfar þess að þrír lykilflokkar í stjórnarsamstarfinu sneru við honum baki.

Erlent
Fréttamynd

Snúa baki við Draghi

Búist er við því að forsætisráðherra Ítalíu, Mario Draghi segi af sér nú á næstunni. Þetta er í kjölfar þess að Draghi missti stuðning þriggja flokka í stjórnarsamstarfi sínu en flokkarnir þrír tóku ekki þátt í kosningu um traustsyfirlýsingu við áform Draghi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ólga á Ítalíu

Fimm stjörnu hreyfingin á Ítalíu hefur beitt forsætisráðherra landsins Mario Draghi, miklum þrýstingi nú á síðustu misserum en hún er hluti af ríkisstjórn Draghi. Í gær sniðgekk hreyfingin kosningu frumvarps um framfærslukostnað og leiddi þannig í ljós vantraust sitt á Draghi. Forsætisráðherrann hefur boðist til þess að segja af sér en forseti Ítalíu, Sergio Mattarella hafnaði því.

Erlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin á Ítalíu er sprungin

Ríkisstjórnin á Ítalíu féll rétt í þessu eftir að flokkurinn Five Star sagði sig úr stjórnarsamstarfi. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu mun segja af sér í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Linda Ben og Ragnar ætla að gifta sig á Ítalíu í haust

Áhrifavaldurinn og rithöfundurinn Linda Ben og unnusti hennar Ragn­ar Ein­ars­son ætla að gifta sig í haust úti á Ítalíu eftir þrettán ára ástarsamband og sex ára trúlofun. Saman eiga þau tvö börn og búa saman í Mosfellsbænum. 

Lífið
Fréttamynd

Óskarsverðlaunahafi handtekinn á Ítalíu

Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Paul Haggis var handtekinn vegna gruns um kynferðisofbeldi á Ítalíu í gær. Haggis er sagður neita sök en hann er nú í stofufangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að beita sér fyrir inn­göngu Úkraínu í ESB

Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Ævintýraleg upplifun við Gardavatn

„Það er svo ótal margt sem heillar mig við Garda. Garda er hjartastaður. Ég hef þvælst þarna um á ferðum mínum upp í fjöllin og fæ aldrei nóg af þessum griðastað við alparætur,“ segir rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Endurnýjaði ökuskírteinið hundrað ára gömul

Candida Uderzo sem býr í Vicenza-héraði í norðurhluta Ítalíu endurnýjaði á dögunum ökuskírteinið sitt. Uderzo er hundrað ára gömul og er þar með þriðji Ítalinn sem fær að keyra eftir hundrað ára afmælið.

Erlent
Fréttamynd

Ítalíuævintýri til Verona

„Verona er af mörgum kölluð borg ástarinnar. Hún er meðal annars sögusvið frægustu ástarsögu allra tíma, Rómeó og Júlíu og Shakespeare sótti mikinn innblástur til Verona. Í ferðinni heimsækjum við húsið þar sem svalir Júlíu eru,“ segir Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir en hún verður fararstjóri vikuferðar til Verona með Úrval Útsýn dagana 12. til 19. júní.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur

Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir.

Lífið
Fréttamynd

Raiola látinn

Mino Raiola, einn frægasti umboðsmaður heims, er látinn. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum umboðsmannsins í dag. Ekki kemur fram hvert banamein hans var.

Fótbolti