Tuttugu og fimm fórust í skógareldum í Alsír Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2023 11:17 Sjálfboðaliði að vísa veginn nærri þorpinu Vati á Rhodes eyju í Grikklandi. Þar fór hitinn á ný yfir 40 gráður í dag. AP/Petros Giannakouris Skógareldar halda áfram að breiða úr sér víða um suður Evrópu og norður Afríku. Þriðja hitabylgjan skall á Grikklandi í dag þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Tuttugu og fimm manns hafa farist í skógareldum í Alsír. Frá því seinni partinn í gær og í dag hefur verið barist við skógarelda í Grikklandi, Króatíu, Tyrklandi, á Sikiley á Ítalíu og í Alsír í norður Afríku. Tuttugu og fimm manns, þar af tíu slökkviliðsmenn, hafa farist í skógareldum í Alsír. Þessi mynd var tekin í Bouira um 100 kílómetra frá Algeirsborg.AP Miklir eldar loga nærri höfuðborginni Algeirsborg og víðar. Fimmtán íbúar hafa farist í eldunum ásamt tíu slökkviliðsmönnum sem börðust við eldana. Á þriðja tug manna hefur slasast. Eldarnir dreifast hratt vegna hvassviðris og hlífa hvorki skógum né ræktarlandi í sextán héruðum Alsírs. Í Grikklandi voru menn að vona að hitinn færi lækkandi en í morgun skall þriðja hitabylgjan í röð á landinu þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Undanfarna tólf daga hafa daglega brotist út skógareldar á um 50 stöðum í Grikklandi. Það eru um 600 eldar á þessu tímabili.AP/Petros Giannakouris Pavlos Marinakis talsmaður stjórnvalda í Grikklandi segir 19 þúsund manns hafa verið flutt á brott frá hættusvæðum á Rhodes undanfarna daga. Sextán þúsund hafi verið flutt landleiðina en um þrjú þúsund með bátum. Þetta væru mestu mannflutningar í sögu Grikklands. „Við stöndum frammi fyrir nýjum veruleika. Þetta er tólfti dagurinn í röð þar sem eldar brjótast daglega út á um fimmtíu stöðum. Það þýðir að skógareldar hafa kviknað á um 600 stöðum á þessu tímabili,“ Marinakis. Miklir skógareldar hafa brotist út í nágrenni hinnar sögulegu borgar Dubrovnik í Króatíu. Hvassviðri hraðar útbreiðslu eldanna. Borgin er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og þar er nú krökkt af ferðamönnum. Níutíu og fimm slökkviliðsmenn með sextán slökkvibíla berjast við eldana og njóta aðstoðar flughers landsins sem dreifir vatni yfir svæðið úr lofti. Miklir skógareldar hafa brotist út á Sikiley, meðal annars nærri byggð í nágrenni Curcuraci í Messina.AP/ítalska slökkviliðið Þá hafa miklir skógareldar brotist út á Sikiley á Ítalíu og logar víða mjög nálægt byggð. Einnig hafa tugir heimila og eitt sjúkrahús verið rýmd nærri Miðjarðarhafsbænum Kemer í Tyrklandi. Þar brenna skógareldar á um 120 hekturum lands. Tíu vatnsflugvélar og tuttugu og tvær þyrlur hafa verið notaðar til að dreifa vatni yfir eldana. Þar vonast menn til að ráða niðurlögum eldanna í dag. Hitabylgja í Evrópu 2023 Gróðureldar í Grikklandi Loftslagsmál Grikkland Ítalía Króatía Tyrkland Alsír Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Áhrif mannsins á hitabylgjurnar í sumar kortlögð Hitabylgjur sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“, ef ekki hefðu komið til loftslagsbreytingar af manna völdum. 25. júlí 2023 07:33 Minnst fimmtán látnir eftir skógarelda í Alsír Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið og 26 slasast eftir að skógareldar á 97 mismunandi svæðum brutust út í Alsír á dögunum. 24. júlí 2023 20:56 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Frá því seinni partinn í gær og í dag hefur verið barist við skógarelda í Grikklandi, Króatíu, Tyrklandi, á Sikiley á Ítalíu og í Alsír í norður Afríku. Tuttugu og fimm manns, þar af tíu slökkviliðsmenn, hafa farist í skógareldum í Alsír. Þessi mynd var tekin í Bouira um 100 kílómetra frá Algeirsborg.AP Miklir eldar loga nærri höfuðborginni Algeirsborg og víðar. Fimmtán íbúar hafa farist í eldunum ásamt tíu slökkviliðsmönnum sem börðust við eldana. Á þriðja tug manna hefur slasast. Eldarnir dreifast hratt vegna hvassviðris og hlífa hvorki skógum né ræktarlandi í sextán héruðum Alsírs. Í Grikklandi voru menn að vona að hitinn færi lækkandi en í morgun skall þriðja hitabylgjan í röð á landinu þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Undanfarna tólf daga hafa daglega brotist út skógareldar á um 50 stöðum í Grikklandi. Það eru um 600 eldar á þessu tímabili.AP/Petros Giannakouris Pavlos Marinakis talsmaður stjórnvalda í Grikklandi segir 19 þúsund manns hafa verið flutt á brott frá hættusvæðum á Rhodes undanfarna daga. Sextán þúsund hafi verið flutt landleiðina en um þrjú þúsund með bátum. Þetta væru mestu mannflutningar í sögu Grikklands. „Við stöndum frammi fyrir nýjum veruleika. Þetta er tólfti dagurinn í röð þar sem eldar brjótast daglega út á um fimmtíu stöðum. Það þýðir að skógareldar hafa kviknað á um 600 stöðum á þessu tímabili,“ Marinakis. Miklir skógareldar hafa brotist út í nágrenni hinnar sögulegu borgar Dubrovnik í Króatíu. Hvassviðri hraðar útbreiðslu eldanna. Borgin er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og þar er nú krökkt af ferðamönnum. Níutíu og fimm slökkviliðsmenn með sextán slökkvibíla berjast við eldana og njóta aðstoðar flughers landsins sem dreifir vatni yfir svæðið úr lofti. Miklir skógareldar hafa brotist út á Sikiley, meðal annars nærri byggð í nágrenni Curcuraci í Messina.AP/ítalska slökkviliðið Þá hafa miklir skógareldar brotist út á Sikiley á Ítalíu og logar víða mjög nálægt byggð. Einnig hafa tugir heimila og eitt sjúkrahús verið rýmd nærri Miðjarðarhafsbænum Kemer í Tyrklandi. Þar brenna skógareldar á um 120 hekturum lands. Tíu vatnsflugvélar og tuttugu og tvær þyrlur hafa verið notaðar til að dreifa vatni yfir eldana. Þar vonast menn til að ráða niðurlögum eldanna í dag.
Hitabylgja í Evrópu 2023 Gróðureldar í Grikklandi Loftslagsmál Grikkland Ítalía Króatía Tyrkland Alsír Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Áhrif mannsins á hitabylgjurnar í sumar kortlögð Hitabylgjur sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“, ef ekki hefðu komið til loftslagsbreytingar af manna völdum. 25. júlí 2023 07:33 Minnst fimmtán látnir eftir skógarelda í Alsír Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið og 26 slasast eftir að skógareldar á 97 mismunandi svæðum brutust út í Alsír á dögunum. 24. júlí 2023 20:56 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Áhrif mannsins á hitabylgjurnar í sumar kortlögð Hitabylgjur sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“, ef ekki hefðu komið til loftslagsbreytingar af manna völdum. 25. júlí 2023 07:33
Minnst fimmtán látnir eftir skógarelda í Alsír Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið og 26 slasast eftir að skógareldar á 97 mismunandi svæðum brutust út í Alsír á dögunum. 24. júlí 2023 20:56
Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40
Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54
Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47