Rússland

Fréttamynd

Gangast loksins við leyni­þjónustu­fólki eftir fanga­skiptin

Stjórnvöld í Kreml staðfestu í fyrsta skipti í dag að sumir þeirra fanga sem fengu að snúa til Rússlands í sögulegum fangaskiptum í gær hafi verið útsendarar leyniþjónustunnar. Þeirra á meðal er morðingi sem Rússar sóru af sér eftir morð í Berlín árið 2019.

Erlent
Fréttamynd

Vildu að Naval­ní yrði hluti af fanga­skiptunum sögu­legu

Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega.

Erlent
Fréttamynd

Um­fangs­mestu fanga­skipti frá tímum kalda stríðsins

Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn.

Erlent
Fréttamynd

Um­fangs­mikil fanga­skipti gætu verið á næsta leiti

Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar reyndu að ráða for­stjóra Rheinmetall af dögum

Bandarísk yfirvöld komust að því í upphafi árs að rússnesk stjórnvöld hefðu áform um að drepa Armin Papperger, forstjóra þýska fyrirtækisins Rheinmetall. Fyrirtækið er einn stærsti vopnaframleiðandi Evrópu og hefur sent hergögn í gífurlegu magni til Úkraínu. Þýskum yfirvöldum tókst að koma í veg fyrir tilræðið, eftir að hafa verið vöruð við af bandarísku leyniþjónustunni.

Erlent
Fréttamynd

Eld­flaugin greini­lega úr rúss­nesku vopna­búri

Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri.

Erlent
Fréttamynd

Evrópa og myrkrið fram­undan

Úkraínustríðið hefur nú staðið yfir í hér um bil tvö og hálft ár ef miðað er við innrás Rússneska hersins í Úkraínu 24. febrúar 2022, en í rúm 10 ár sé miðað er við yfirtöku Rússlands á Krímskaganum árið 2014.

Skoðun
Fréttamynd

Ætla megi að gögn fórnar­lamba rati til rúss­nesku leyni­þjónustunnar

Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

„Mikið þrek­virki“ að koma Morgun­blaðinu út í morgun

Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra.

Innlent
Fréttamynd

„Hvorum megin í sögunni ætlar þú að skipa þér, Sig­mundur Davíð?“

Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tókust á í Sprengisandi um eðli aðstoðar íslenska ríkisins við Úkraínu ásamt Orra Páli Jóhannssyni. Diljá Mist líkti Sigmundi Davíð við breska forsætisráðherrann Neville Chamberlain sem vildi hemja útþenslu Þýskalands nasismans með friðsamlegum leiðum.

Innlent