Wagner yfirgefur Malí í skugga mikilla árása Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2025 16:28 Rússneskir málaliðar í Malí. AP/Franski herinn Leiðtogar rússneska málaliðahópsins Wagner group lýstu því yfir í gær að þeir ætluðu að yfirgefa Malí, eftir að hafa verið þar í vel á fjórða ár. Þar hafa málaliðarnir aðstoðað her Malí, sem hefur beðið hnekki gegn uppreisnar- og vígamönnu. Rússar munu áfram vera með viðveru í landinu í gegnum málaliðahópinn Africa Corps, sem stýrt er af leyniþjónustu Rússneska hersins (GRU). Sagt var frá þessum vendingum á síðu Wagner á Telegram í gær. Þar var því haldið fram að hópurinn hefði hjálpað her Malí að ná tökum á öllum héraðshöfuðborgum landsins, sigrað uppreisnar- og vígamenn og fellt leiðtoga þeirra. Málaliðarnir hafa verið sakaðir um umfangsmikil ódæði í Malí, þar sem uppreisnar- og vígamenn hafa gert umfangsmiklar árásir sífellt lengra inn í landið á undanförnum árum. Sjá einnig: „Ég sá dauðann alls staðar“ Á dögunum bárust fregnir af því að vígamenn Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin (JNIM), hryðjuverkahóps sem tengist al-Qaeda, hafi unnið stóran sigur á her Malí og hópi rússneskra málaliða þegar þeir réðust á herstöð í miðju Malí. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Myndbönd sem hafa verið í dreifingu á netinu sýna fjölda líka hermanna og þar á meðal hvítra manna sem sagðir eru vera rússneskir málaliðar. Óljóst er hvort þeir hafi tilheyrt Wagner eða Africa Corps. Árásir JNIM og annarra hópa eru tíðar í Malí. Nú á fimmtudaginn lýstu talsmenn JNIM því yfir að þeir hefðu tekið herstöð og varðstöð tiltölulega skammt frá Bamako, höfuðborg landsins. #Mali 1:04/7:41 d’images de Sirakorola, l’attaque débute avant la levée du soleil et se poursuit jusqu’à l’incendie de la caserne et le départ des jihadistes avec le butin dans les véhicules de l’armée https://t.co/BYEujKrU75 pic.twitter.com/TFQkQYQw7d— Wassim Nasr (@SimNasr) June 5, 2025 Hryðjuverkamenn sem tengjast Íslamska ríkinu (IS-S) eru einnig virkir í Malí, eins og JNIM, en báðir hópar eru virkir víða um Sahelsvæðið. Í Malí berjast einnig Túaregar sem barist hafa um árabil fyrir eigin ríki í eyðimörkinni í norðurhluta landsins. Þessi hópur kallast FLA. Sjá einnig: Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins Uppreisnar og vígahópar þessir hafa sótt fram í Malí. Í yfirlýsingu sem send var út á fimmtudaginn, samkvæmt frétt Reuters, heita leiðtogar hers Malí að bregðast við þessari fjölgun árása með gagnárás. Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu svokallaða en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Africa Corps tekur Wagner yfir GRU og Africa Corps hafa á undanförnum árum, síðan auðjöfurinn Jevgení Prigósjín, sem átti Wagner, dó þegar sprenging varð um borð í flugvél hans skammt frá Moskvu, unnið að því að taka yfir Wagner og starfsemi málaliðahópsins. Þegar hann dó hafði auðjöfurinn ferðast til Moskvu til að reyna að halda stjórn á veldi sínu og málaliðahópnum eftir misheppnaða uppreisn hans gegn Pútín sumarið 2023. Sjá einnig: Barist um Wagner-veldið Yfirtaka þessi dróst hvað mest á langinn í Malí en rússneskir málaliðahópar, og þá helst Africa Corps, eru virkir víða í Afríku. Má nefna ríki eins og Malí, Búrkína Fasó, Mið-Afríkulýðveldið, Súdan og Mósambík. Wagner-liðar eru enn virkir í Mið-Afríkulýðveldinu, þó Africa Corps hafi tekið yfir stóran hluta starfseminnar þar, og er það talið síðasta ríki Afríku þar sem þeir eru virkir. Sjá einnig: Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Sérfræðingar hafa sagt að varnarmálaráðuneyti Rússlands hafi átt í viðræðum við herforingjastjórn Malí um að Africa Corps tæki við samningum Wagner þar og á sama tíma hafa málaliðar Wagner verið hvattir til að ganga til liðs við Africa Corps. AP fréttaveitan hefur eftir bandarískum embættismönnum að talið sé að um tvö þúsund rússneskir málaliðar séu í Malí. Óljóst sé hversu margir þeirra tilheyri Wagner og hversu margir tilheyri Africa Corps. Breyttar áherslur Málaliðar Wagner fóru fyrst til Malí í lok árs 2021, eftir að frönskum hermönnum var gert að yfirgefa landið í kjölfar tveggja mismunand valdarána hermanna. Núverandi herforingjastjórn Malí hefur þó aldrei viðurkennt formlega viðveru málaliðanna í landinu. AP hefur eftir sérfræðingi að hvernig þetta var tilkynnti gæti bent til þess að deilur hafi komið upp milli málaliðanna og hersins og sömuleiðis feli brottförin í sér breytingu á viðveru Rússa í Malí. Africa Corps leggi minni áherslu á að berjast með heimamönnum og leggi þess í stað meiri áherslu á þjálfun, búnað og varnir. Það sást ef til vill á nýlegri hergagnasendingu frá Rússlandi til Malí, sem sérfræðingar segja frábrugðna fyrri sendingum. This convoy is a little different in the vehicles sent to Mali.I can see some unusual vehicles, notably : - EW BTRs : Borissoglebsk-2 system- Vystrels - M- Artillery pieces : 122D30 / 152D20 Electronic Warfare vehicles in particular catch my attention, and might be sent… https://t.co/2i8qlTAnqr pic.twitter.com/P7d49uoOWH— Casus Belli (@casusbellii) June 3, 2025 Malí Hernaður Rússland Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Sagt var frá þessum vendingum á síðu Wagner á Telegram í gær. Þar var því haldið fram að hópurinn hefði hjálpað her Malí að ná tökum á öllum héraðshöfuðborgum landsins, sigrað uppreisnar- og vígamenn og fellt leiðtoga þeirra. Málaliðarnir hafa verið sakaðir um umfangsmikil ódæði í Malí, þar sem uppreisnar- og vígamenn hafa gert umfangsmiklar árásir sífellt lengra inn í landið á undanförnum árum. Sjá einnig: „Ég sá dauðann alls staðar“ Á dögunum bárust fregnir af því að vígamenn Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin (JNIM), hryðjuverkahóps sem tengist al-Qaeda, hafi unnið stóran sigur á her Malí og hópi rússneskra málaliða þegar þeir réðust á herstöð í miðju Malí. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Myndbönd sem hafa verið í dreifingu á netinu sýna fjölda líka hermanna og þar á meðal hvítra manna sem sagðir eru vera rússneskir málaliðar. Óljóst er hvort þeir hafi tilheyrt Wagner eða Africa Corps. Árásir JNIM og annarra hópa eru tíðar í Malí. Nú á fimmtudaginn lýstu talsmenn JNIM því yfir að þeir hefðu tekið herstöð og varðstöð tiltölulega skammt frá Bamako, höfuðborg landsins. #Mali 1:04/7:41 d’images de Sirakorola, l’attaque débute avant la levée du soleil et se poursuit jusqu’à l’incendie de la caserne et le départ des jihadistes avec le butin dans les véhicules de l’armée https://t.co/BYEujKrU75 pic.twitter.com/TFQkQYQw7d— Wassim Nasr (@SimNasr) June 5, 2025 Hryðjuverkamenn sem tengjast Íslamska ríkinu (IS-S) eru einnig virkir í Malí, eins og JNIM, en báðir hópar eru virkir víða um Sahelsvæðið. Í Malí berjast einnig Túaregar sem barist hafa um árabil fyrir eigin ríki í eyðimörkinni í norðurhluta landsins. Þessi hópur kallast FLA. Sjá einnig: Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins Uppreisnar og vígahópar þessir hafa sótt fram í Malí. Í yfirlýsingu sem send var út á fimmtudaginn, samkvæmt frétt Reuters, heita leiðtogar hers Malí að bregðast við þessari fjölgun árása með gagnárás. Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu svokallaða en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Africa Corps tekur Wagner yfir GRU og Africa Corps hafa á undanförnum árum, síðan auðjöfurinn Jevgení Prigósjín, sem átti Wagner, dó þegar sprenging varð um borð í flugvél hans skammt frá Moskvu, unnið að því að taka yfir Wagner og starfsemi málaliðahópsins. Þegar hann dó hafði auðjöfurinn ferðast til Moskvu til að reyna að halda stjórn á veldi sínu og málaliðahópnum eftir misheppnaða uppreisn hans gegn Pútín sumarið 2023. Sjá einnig: Barist um Wagner-veldið Yfirtaka þessi dróst hvað mest á langinn í Malí en rússneskir málaliðahópar, og þá helst Africa Corps, eru virkir víða í Afríku. Má nefna ríki eins og Malí, Búrkína Fasó, Mið-Afríkulýðveldið, Súdan og Mósambík. Wagner-liðar eru enn virkir í Mið-Afríkulýðveldinu, þó Africa Corps hafi tekið yfir stóran hluta starfseminnar þar, og er það talið síðasta ríki Afríku þar sem þeir eru virkir. Sjá einnig: Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Sérfræðingar hafa sagt að varnarmálaráðuneyti Rússlands hafi átt í viðræðum við herforingjastjórn Malí um að Africa Corps tæki við samningum Wagner þar og á sama tíma hafa málaliðar Wagner verið hvattir til að ganga til liðs við Africa Corps. AP fréttaveitan hefur eftir bandarískum embættismönnum að talið sé að um tvö þúsund rússneskir málaliðar séu í Malí. Óljóst sé hversu margir þeirra tilheyri Wagner og hversu margir tilheyri Africa Corps. Breyttar áherslur Málaliðar Wagner fóru fyrst til Malí í lok árs 2021, eftir að frönskum hermönnum var gert að yfirgefa landið í kjölfar tveggja mismunand valdarána hermanna. Núverandi herforingjastjórn Malí hefur þó aldrei viðurkennt formlega viðveru málaliðanna í landinu. AP hefur eftir sérfræðingi að hvernig þetta var tilkynnti gæti bent til þess að deilur hafi komið upp milli málaliðanna og hersins og sömuleiðis feli brottförin í sér breytingu á viðveru Rússa í Malí. Africa Corps leggi minni áherslu á að berjast með heimamönnum og leggi þess í stað meiri áherslu á þjálfun, búnað og varnir. Það sást ef til vill á nýlegri hergagnasendingu frá Rússlandi til Malí, sem sérfræðingar segja frábrugðna fyrri sendingum. This convoy is a little different in the vehicles sent to Mali.I can see some unusual vehicles, notably : - EW BTRs : Borissoglebsk-2 system- Vystrels - M- Artillery pieces : 122D30 / 152D20 Electronic Warfare vehicles in particular catch my attention, and might be sent… https://t.co/2i8qlTAnqr pic.twitter.com/P7d49uoOWH— Casus Belli (@casusbellii) June 3, 2025
Malí Hernaður Rússland Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira