Fjármálafyrirtæki Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Viðskipti innlent 13.11.2022 19:44 Hærri vaxtamunur „ólíklegur“ þegar dýrara er orðið að sækja sér fjármagn Eftir að flest hafði unnið með Arion banka í fyrra, bæði vegna hækkana á mörkuðum og jákvæðra virðisbreytinga á útlánum, þá hefur staðan sumpart snúist við í ár með neikvæðum áhrifum á fjármunatekjur. Grunnrekstur bankans hefur hins vegar styrkst, að sögn greinenda, sem heldur verðmati sínu nær óbreyttu. Aukin samkeppni um innlán og krefjandi aðstæður á fjármagnsmörkuðum þýðir að frekar hækkun á vaxtamun er ólíkleg. Innherji 13.11.2022 15:46 Mæla með sölu í bönkunum vegna meiri óvissu á erlendum mörkuðum IFS mælir með því að fjárfestar selji í Arion banka og Íslandsbanka og hefur lækkað verðmat sitt á bönkunum. Mikil óvissa á alþjóðavettvangi leiðir til aukinnar áhættu, að mati greinanda. Í verðmati er þess getið íslenskur efnahagur sé „sterkur “ í ljósi þess að erlendir ferðamenn hófu streyma aftur til landsins eftir Covid-19 heimsfaraldurinn og hárri einkaneyslu. Innherji 12.11.2022 09:01 Einn stofnenda Meniga til Landsbankans Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Viðskiptaþróunar á Einstaklingssviði Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Viðskipti innlent 11.11.2022 13:19 Guðrún og Hildur taka við sem forstöðumenn hjá Landsbankanum Guðrún S. Ólafsdóttir og Hildur Sveinsdóttir hafa tekið við sem forstöðumenn á Einstaklingssviði Landsbankans. Báðar hafa þær mikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Viðskipti innlent 11.11.2022 11:10 Arion banki kaupir þriðjung í Frágangi Arion banki hefur keypt þriðjung í nýsköpunarfyrirtækinu Frágangi. Fyrirtækið var stofnað árið 2020 og markmið þess er að gera ökutækjaviðskipti alveg rafræn. Viðskipti innlent 11.11.2022 09:16 Kvika skilaði nærri 18 prósenta arðsemi og boðar frekari kaup á eigin bréfum Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum, sem þýddi að fjármunatekjur voru neikvæðar um tæplega 570 milljónir króna, þá skilaði Kvika banki hagnaði fyrir skatta á þriðja fjórðungi upp á meira en 1.840 milljónir. Arðsemi á eigið fé var um 17,7 prósent, sem forstjóri bankans segir að megi þakka „sterkum kjarnarekstri samstæðunnar“, en stjórn félagsins segist á næstunni ætla að skoða hvernig nýta megi umfram eigin fé, meðal annars með kaupum á eigin bréfum. Innherji 11.11.2022 08:31 Fátt sem fellur með krónunni Arion banki spáir sex prósent hagvexti árið 2022 sem er nokkuð meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir. Bankinn segir að gengi íslensku krónunnar muni halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár. Fátt falli með henni um þessar mundir. Viðskipti innlent 10.11.2022 09:30 Að dansa í kringum gullkálfinn Íbúar þessa lands hafa á síðustu misserum og árum tekist á við fordæmalausa tíma og aðstæður. Alheimsfaraldur skall á með harkalegum afleiðingum fyrir ríki heims þar sem fjölskyldur, heimili og fyrirtæki kljást enn við afleiðingarnar Skoðun 10.11.2022 08:31 Færa sig frá Landsbankanum yfir til Arion Tveir lykilstarfsmenn á Einstaklingssviði Landsbankans, meðal annars staðgengill framkvæmdastjóra sviðsins, hafa sagt upp störfum hjá bankanum og ráðið sig yfir til Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja. Klinkið 8.11.2022 18:00 Pablo og Kristín Björk til Íslandsbanka Pablo Santos hefur verið ráðinn stafrænn hönnunarstjóri og Kristín Björk Lilliendahl sérfræðingur í gagnavísindum inn í stafræna upplifun hjá Íslandsbanka. Viðskipti innlent 7.11.2022 13:54 Skortur á erlendu vinnuafli á Íslandi Ljóst er að þörf er á erlendu starfsfólki til landsins að mati hagfræðings hjá Íslandsbanka. Atvinnuleysi er nú komið á sömu slóðir og fyrir faraldurinn. Viðskipti innlent 7.11.2022 13:08 Merki um að heimilin séu að snúa aftur í verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru nánast jafn mikil og upp- og umframgreiðslur þeirra í september en sjóðsfélagar höfðu áður greitt upp slík lán samfellt frá því á vormánuðum ársins 2020. Er þessi viðsnúningur í samræmi við þá útlánaþróun sem hefur sést hjá bönkunum á allra síðustu mánuðum samtímis hækkandi vaxtastigi en Seðlabankastjóri hefur sagst hafa áhyggjur af því að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán. Innherji 7.11.2022 09:00 Endurupptökudómur lætur ekki segjast: Sakborningar í hrunmálum fá vægari dóma Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, um endurupptöku og vísað málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur hafði áður vísað sambærilegu máli frá réttinum þar sem dómarar töldu málinu ranglega vísað til réttarins. Endurupptökudómur lætur ekki segjast og heldur áfram að vísa málum til réttarins. Dósent við lagadeild HÍ telur þau vinnubrögð ótæk. Innlent 3.11.2022 08:13 Pétur og Sigurður Óli til Landsbankans Landsbankinn hefur stækkað teymi sitt í verðbréfamiðlun með ráðningu á tveimur nýjum starfsmönnum, samkvæmt upplýsingum Innherja. Klinkið 1.11.2022 18:43 Íslandsbankaskýrslunni enn og aftur frestað Afhendingu á skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka hefur verið frestað á ný. Til stóð að afhenda skýrsluna fyrir helgi en ekkert verður úr því. Innlent 31.10.2022 12:40 Óvissa með útgreiðslur til hluthafa Íslandsbanka vegna óróa á mörkuðum Íslandsbanki mun nota síðasta fjórðung ársins til að kanna hvaða valkosti hann hefur vegna áður boðaðra áforma um að kaup á eigin bréfum fyrir allt að 15 milljarða króna, að sögn bankastjórans, en umrót á fjármálamörkuðum veldur því að óvissa er um hvenær getur orðið af slíkum útgreiðslum til hluthafa. Seðlabankastjóri hefur áður brýnt fyrir bönkunum að þeir þurfi að gæta vel að lausafjárstöðu sinni við þessar krefjandi markaðsaðstæður. Innherji 29.10.2022 16:11 Hagnaður upp á 7,5 milljarða hjá Íslandsbanka Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi 2022 nam 7,5 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,7 prósent milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði úr 39,4 prósentum í 36,3 prósent. Viðskipti innlent 27.10.2022 20:58 Landsbankinn hagnast um 11,3 milljarða á árinu Landsbankinn hagnaðist um 11,3 milljarða á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins, þar af um 5,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti innlent 27.10.2022 12:51 Afkoma Arion undir væntingum vegna samdráttar í fjármunatekjum Arion banki hagnaðist um rúmlega 4.860 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og dróst hann saman um liðlega 41 prósent á milli ára. Á meðan afkoman af kjarnarekstri bankans, meðal annars mikil aukning í vaxtatekjum, var í samræmi við væntingar þá var samdrátturinn í fjármunatekjum talsvert umfram spár greinenda samhliða erfiðum markaðsaðstæðum. Innherji 26.10.2022 17:32 Spá því að hagnaður bankanna minnki talsvert þrátt fyrir auknar vaxtatekjur Útlit er fyrir að afkoma stóru bankanna tveggja sem skráðir eru á hlutabréfamarkað muni dragast umtalsvert saman á þriðja ársfjórðungi eða um 16 til 29 prósent. Samdrátturinn mun eiga sér stað þrátt fyrir að vaxtatekjur muni aukast verulega vegna hærra vaxtastigs og aukinna útlána. Innherji 25.10.2022 07:00 Arion hækkar vexti innlána og annarra útlána en íbúðalána Arion banki hefur hækkað vexti á innlánum og öllum útlánum fyrir utan íbúðalán. Hækkunin á kjörvöxtum tekur í gildi eftir þrjátíu daga en vextir yfirdráttarlána og innlána breytast á morgun. Viðskipti innlent 21.10.2022 11:27 Óvænt hækkun íbúðaverðs í síðasta mánuði Vísitala íbúðaververðs hækkaði á milli ágúst og september. Greiningardeild Landsbankans telur þessa hækkun vera nokkuð óvænta. Skýringin virðist eiga sér rætur að rekja til hækkunar á sérbýli. Viðskipti innlent 21.10.2022 11:26 Mun leiða dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. Viðskipti innlent 19.10.2022 09:27 Bein útsending: Þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans 2022 til 2025 kynnt Ný þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2022 til 2025 var birt í morgun og verður hún kynnt á fundi sem hefst í Silfurbergi í Hörpu klukkan 8:30. Viðskipti innlent 19.10.2022 08:06 Spá kröftugum hagvexti en að kaupmáttur dragist aftur úr Hagfræðideild Landsbankans spáir 6,5 prósenta hagvexti á þessu ári, þeim mesta frá 2007, en að svo hægi töluvert á hagkerfinu. Bankinn spáir því að stýrivextir byrji að lækka á seinni hluta ársins 2023 en að verðbólga fari ekki undir fjögur prósent fyrr en árið 2025. Viðskipti innlent 19.10.2022 08:01 Telur umræðu um aukna greiðslubyrði á villigötum Umræða um aukna greiðslubyrði lána sem bera breytilega vexti er á villigötum að mati Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra. Hún segir mjög algengt að þeir sem hafi tekið slík lán hafi blandað þeim saman við verðtryggð lán, sem mildi áhrif. Tilbúin dæmi sem sýni miklar hækkanir á greiðslubyrði slíkra lána segi ekki alla söguna. Viðskipti innlent 18.10.2022 12:06 Veita frest að beiðni Bankasýslunnar Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að framlengja frest til að skila umsögnum um drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölu hlut ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 17.10.2022 19:04 Íslandsbanki hækkar vexti Íslandsbanki mun hækka vexti um allt að 0,25 prósentustig á mánudaginn vegna ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að hækka stýrivexti. Viðskipti innlent 14.10.2022 22:05 Arion banki hækkar vexti Arion banki hefur hækkað vexti óverðtryggðra og verðtryggðra íbúðalána frá og með deginum í dag. Bankinn fylgir því fordæmi Landsbankans sem hækkaði vexti fyrr í vikunni. Viðskipti innlent 14.10.2022 10:20 « ‹ 20 21 22 23 24 25 26 27 28 … 58 ›
Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Viðskipti innlent 13.11.2022 19:44
Hærri vaxtamunur „ólíklegur“ þegar dýrara er orðið að sækja sér fjármagn Eftir að flest hafði unnið með Arion banka í fyrra, bæði vegna hækkana á mörkuðum og jákvæðra virðisbreytinga á útlánum, þá hefur staðan sumpart snúist við í ár með neikvæðum áhrifum á fjármunatekjur. Grunnrekstur bankans hefur hins vegar styrkst, að sögn greinenda, sem heldur verðmati sínu nær óbreyttu. Aukin samkeppni um innlán og krefjandi aðstæður á fjármagnsmörkuðum þýðir að frekar hækkun á vaxtamun er ólíkleg. Innherji 13.11.2022 15:46
Mæla með sölu í bönkunum vegna meiri óvissu á erlendum mörkuðum IFS mælir með því að fjárfestar selji í Arion banka og Íslandsbanka og hefur lækkað verðmat sitt á bönkunum. Mikil óvissa á alþjóðavettvangi leiðir til aukinnar áhættu, að mati greinanda. Í verðmati er þess getið íslenskur efnahagur sé „sterkur “ í ljósi þess að erlendir ferðamenn hófu streyma aftur til landsins eftir Covid-19 heimsfaraldurinn og hárri einkaneyslu. Innherji 12.11.2022 09:01
Einn stofnenda Meniga til Landsbankans Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Viðskiptaþróunar á Einstaklingssviði Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Viðskipti innlent 11.11.2022 13:19
Guðrún og Hildur taka við sem forstöðumenn hjá Landsbankanum Guðrún S. Ólafsdóttir og Hildur Sveinsdóttir hafa tekið við sem forstöðumenn á Einstaklingssviði Landsbankans. Báðar hafa þær mikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Viðskipti innlent 11.11.2022 11:10
Arion banki kaupir þriðjung í Frágangi Arion banki hefur keypt þriðjung í nýsköpunarfyrirtækinu Frágangi. Fyrirtækið var stofnað árið 2020 og markmið þess er að gera ökutækjaviðskipti alveg rafræn. Viðskipti innlent 11.11.2022 09:16
Kvika skilaði nærri 18 prósenta arðsemi og boðar frekari kaup á eigin bréfum Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum, sem þýddi að fjármunatekjur voru neikvæðar um tæplega 570 milljónir króna, þá skilaði Kvika banki hagnaði fyrir skatta á þriðja fjórðungi upp á meira en 1.840 milljónir. Arðsemi á eigið fé var um 17,7 prósent, sem forstjóri bankans segir að megi þakka „sterkum kjarnarekstri samstæðunnar“, en stjórn félagsins segist á næstunni ætla að skoða hvernig nýta megi umfram eigin fé, meðal annars með kaupum á eigin bréfum. Innherji 11.11.2022 08:31
Fátt sem fellur með krónunni Arion banki spáir sex prósent hagvexti árið 2022 sem er nokkuð meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir. Bankinn segir að gengi íslensku krónunnar muni halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár. Fátt falli með henni um þessar mundir. Viðskipti innlent 10.11.2022 09:30
Að dansa í kringum gullkálfinn Íbúar þessa lands hafa á síðustu misserum og árum tekist á við fordæmalausa tíma og aðstæður. Alheimsfaraldur skall á með harkalegum afleiðingum fyrir ríki heims þar sem fjölskyldur, heimili og fyrirtæki kljást enn við afleiðingarnar Skoðun 10.11.2022 08:31
Færa sig frá Landsbankanum yfir til Arion Tveir lykilstarfsmenn á Einstaklingssviði Landsbankans, meðal annars staðgengill framkvæmdastjóra sviðsins, hafa sagt upp störfum hjá bankanum og ráðið sig yfir til Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja. Klinkið 8.11.2022 18:00
Pablo og Kristín Björk til Íslandsbanka Pablo Santos hefur verið ráðinn stafrænn hönnunarstjóri og Kristín Björk Lilliendahl sérfræðingur í gagnavísindum inn í stafræna upplifun hjá Íslandsbanka. Viðskipti innlent 7.11.2022 13:54
Skortur á erlendu vinnuafli á Íslandi Ljóst er að þörf er á erlendu starfsfólki til landsins að mati hagfræðings hjá Íslandsbanka. Atvinnuleysi er nú komið á sömu slóðir og fyrir faraldurinn. Viðskipti innlent 7.11.2022 13:08
Merki um að heimilin séu að snúa aftur í verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru nánast jafn mikil og upp- og umframgreiðslur þeirra í september en sjóðsfélagar höfðu áður greitt upp slík lán samfellt frá því á vormánuðum ársins 2020. Er þessi viðsnúningur í samræmi við þá útlánaþróun sem hefur sést hjá bönkunum á allra síðustu mánuðum samtímis hækkandi vaxtastigi en Seðlabankastjóri hefur sagst hafa áhyggjur af því að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán. Innherji 7.11.2022 09:00
Endurupptökudómur lætur ekki segjast: Sakborningar í hrunmálum fá vægari dóma Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, um endurupptöku og vísað málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur hafði áður vísað sambærilegu máli frá réttinum þar sem dómarar töldu málinu ranglega vísað til réttarins. Endurupptökudómur lætur ekki segjast og heldur áfram að vísa málum til réttarins. Dósent við lagadeild HÍ telur þau vinnubrögð ótæk. Innlent 3.11.2022 08:13
Pétur og Sigurður Óli til Landsbankans Landsbankinn hefur stækkað teymi sitt í verðbréfamiðlun með ráðningu á tveimur nýjum starfsmönnum, samkvæmt upplýsingum Innherja. Klinkið 1.11.2022 18:43
Íslandsbankaskýrslunni enn og aftur frestað Afhendingu á skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka hefur verið frestað á ný. Til stóð að afhenda skýrsluna fyrir helgi en ekkert verður úr því. Innlent 31.10.2022 12:40
Óvissa með útgreiðslur til hluthafa Íslandsbanka vegna óróa á mörkuðum Íslandsbanki mun nota síðasta fjórðung ársins til að kanna hvaða valkosti hann hefur vegna áður boðaðra áforma um að kaup á eigin bréfum fyrir allt að 15 milljarða króna, að sögn bankastjórans, en umrót á fjármálamörkuðum veldur því að óvissa er um hvenær getur orðið af slíkum útgreiðslum til hluthafa. Seðlabankastjóri hefur áður brýnt fyrir bönkunum að þeir þurfi að gæta vel að lausafjárstöðu sinni við þessar krefjandi markaðsaðstæður. Innherji 29.10.2022 16:11
Hagnaður upp á 7,5 milljarða hjá Íslandsbanka Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi 2022 nam 7,5 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,7 prósent milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði úr 39,4 prósentum í 36,3 prósent. Viðskipti innlent 27.10.2022 20:58
Landsbankinn hagnast um 11,3 milljarða á árinu Landsbankinn hagnaðist um 11,3 milljarða á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins, þar af um 5,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti innlent 27.10.2022 12:51
Afkoma Arion undir væntingum vegna samdráttar í fjármunatekjum Arion banki hagnaðist um rúmlega 4.860 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og dróst hann saman um liðlega 41 prósent á milli ára. Á meðan afkoman af kjarnarekstri bankans, meðal annars mikil aukning í vaxtatekjum, var í samræmi við væntingar þá var samdrátturinn í fjármunatekjum talsvert umfram spár greinenda samhliða erfiðum markaðsaðstæðum. Innherji 26.10.2022 17:32
Spá því að hagnaður bankanna minnki talsvert þrátt fyrir auknar vaxtatekjur Útlit er fyrir að afkoma stóru bankanna tveggja sem skráðir eru á hlutabréfamarkað muni dragast umtalsvert saman á þriðja ársfjórðungi eða um 16 til 29 prósent. Samdrátturinn mun eiga sér stað þrátt fyrir að vaxtatekjur muni aukast verulega vegna hærra vaxtastigs og aukinna útlána. Innherji 25.10.2022 07:00
Arion hækkar vexti innlána og annarra útlána en íbúðalána Arion banki hefur hækkað vexti á innlánum og öllum útlánum fyrir utan íbúðalán. Hækkunin á kjörvöxtum tekur í gildi eftir þrjátíu daga en vextir yfirdráttarlána og innlána breytast á morgun. Viðskipti innlent 21.10.2022 11:27
Óvænt hækkun íbúðaverðs í síðasta mánuði Vísitala íbúðaververðs hækkaði á milli ágúst og september. Greiningardeild Landsbankans telur þessa hækkun vera nokkuð óvænta. Skýringin virðist eiga sér rætur að rekja til hækkunar á sérbýli. Viðskipti innlent 21.10.2022 11:26
Mun leiða dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. Viðskipti innlent 19.10.2022 09:27
Bein útsending: Þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans 2022 til 2025 kynnt Ný þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2022 til 2025 var birt í morgun og verður hún kynnt á fundi sem hefst í Silfurbergi í Hörpu klukkan 8:30. Viðskipti innlent 19.10.2022 08:06
Spá kröftugum hagvexti en að kaupmáttur dragist aftur úr Hagfræðideild Landsbankans spáir 6,5 prósenta hagvexti á þessu ári, þeim mesta frá 2007, en að svo hægi töluvert á hagkerfinu. Bankinn spáir því að stýrivextir byrji að lækka á seinni hluta ársins 2023 en að verðbólga fari ekki undir fjögur prósent fyrr en árið 2025. Viðskipti innlent 19.10.2022 08:01
Telur umræðu um aukna greiðslubyrði á villigötum Umræða um aukna greiðslubyrði lána sem bera breytilega vexti er á villigötum að mati Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra. Hún segir mjög algengt að þeir sem hafi tekið slík lán hafi blandað þeim saman við verðtryggð lán, sem mildi áhrif. Tilbúin dæmi sem sýni miklar hækkanir á greiðslubyrði slíkra lána segi ekki alla söguna. Viðskipti innlent 18.10.2022 12:06
Veita frest að beiðni Bankasýslunnar Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að framlengja frest til að skila umsögnum um drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölu hlut ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 17.10.2022 19:04
Íslandsbanki hækkar vexti Íslandsbanki mun hækka vexti um allt að 0,25 prósentustig á mánudaginn vegna ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að hækka stýrivexti. Viðskipti innlent 14.10.2022 22:05
Arion banki hækkar vexti Arion banki hefur hækkað vexti óverðtryggðra og verðtryggðra íbúðalána frá og með deginum í dag. Bankinn fylgir því fordæmi Landsbankans sem hækkaði vexti fyrr í vikunni. Viðskipti innlent 14.10.2022 10:20