Mexíkó

Fréttamynd

Mexíkó hættulegasta land heimsins fyrir blaðamenn

Mexíkó var hættulegasta land ársins fyrir blaðamenn og voru níu slíkir myrtir á árinu. Alls hafa minnst 120 blaðamenn verið myrtir í landinu frá árinu 2000, samkvæmt hópnum Nefnd til verndar blaðamönnum (e. Committee to Protect Journalists) sem vaktar ofbeldi gegn blaðamönnum á heimsvísu.

Erlent
Fréttamynd

Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum.

Erlent
Fréttamynd

Zeta sækir í sig veðrið

Hitabeltisstormurinn Zeta sækir nú í sig veðrið og er óttast að hann verði orðinn að fellibyl þegar hann lendir á Yucatan skaganum í Mexíkó síðar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Banna sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna

Yfirvöld í mexíkóska ríkinu Oaxaca hafa ákveðið að leggja blátt bann við sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna. Banninu er ætlað að stuðla gegn offitu og sykursýki á meðal barna sem er mikið vandamál í norður-ameríkuríkinu.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku

Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum.

Erlent
Fréttamynd

Féll á lyfjaprófi

Hjólreiðakappinn Luis Ricardo Villalobos, sem hjólar fyrir EF Education First, er kominn í bann eftir að jákvætt sýndi fannst í lyfjaprófi hans á síðasta ári en þetta staðfesti alþjóða hjólreiðasambandið.

Sport
Fréttamynd

Mexíkóskir mótmælendur loka landamærunum við Bandaríkin

Mótmælendur úr röðum íbúa mexíkóska ríkisins Sonora, sem deilir landamærum með Arizona í Bandaríkjunum, segjast ætla að halda áfram að halda landamærastöðvum lokuðum af ótta við að Bandaríkjamenn, sýktir af kórónuveirunni, haldi yfir landamærin.

Erlent
Fréttamynd

Morales fær hæli í Mexíkó

Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag.

Erlent