Danmörk

Fréttamynd

Frið­rik krón­prins til Ís­lands í dag

Friðrik, krónprins Dana, og utanríkisráðherrann Jeppe Kofod koma til Íslands í dag ásamt fulltrúar ellefu danskra fyrirtækja og stofnana til að styðja við bakið á samstarfi Danmerkur og Íslands á sviði viðskipta og sér í lagi á sviði sjálfbærra orkulausna.

Innlent
Fréttamynd

Miklu meira talað um faraldurinn hér en í Danmörku

Lítið fer fyrir umræðu um kórónuveiruna í Danmörku eftir að samkomutakmörkunum hefur verið aflétt þar í landi, að sögn Íslendings í Kaupmannahöfn, sem segir fólki létt. Gera má ráð fyrir að íslensk stjórnvöld muni horfa líta til Norðurlandanna þegar ákvarðanir um næstu skref í sóttvarnaaðgerðir hér á landi verða teknar.

Innlent
Fréttamynd

Hópur Íslendinga handtekinn í Kaupmannahöfn

Hópur Íslendinga var handtekinn vegna líkamsárásar í Kaupmannahöfn um miðjan síðasta mánuð. Tveir þeirra hafa verið í haldi í rúmar tvær vikur vegna gruns um alvarlega líkamsárás og einn hefur þegar verið kærður.

Innlent
Fréttamynd

Breyta reglunum vegna fjörugs ástarlífs Madsen í fangelsi

Dönsk stjórnvöld hyggjast banna sakamönnum sem sitja í lífstíðarfangelsi að hefja ný ástarsambönd á meðan þeir dúsa í fangelsi. Frumvarp þess efnis var lagt fram eftir að í ljós kom að sautján ára gömul stúlka féll fyrir Peter Madsen, morðingja blaðakonunnar Kim Wall, þrátt fyrir að hann væri í fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Búið að af­létta öllum tak­mörkunum í Dan­mörku

Öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar var aflétt í Danmörku á miðnætti. Markar það endalok átján mánaða tímabils samkomutakmarkana í landinu. Ekki er útilokað að skólum í landinu verði lokað fari svo að faraldurinn fari á flug á ný.

Erlent
Fréttamynd

Danir mynda bandalag til að stöðva olíu- og gasvinnslu

Stjórnvöld í Danmörku og Kosta Ríka vinna nú saman að því að mynda bandalag þjóða sem eru viljug til að hætta olíu- og gasvinnslu og hætta að gefa út ný leyfi til leitar. Ekki er hægt að ráðast í ný verkefni í jarðefnaeldsneyti ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást.

Erlent
Fréttamynd

Forsetahjónin á World Pride

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú taka þátt í World Pride í Kaupmannahöfn og Málmey á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju

Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum.

Erlent
Fréttamynd

Varaformaður Þjóðarflokksins dæmdur fyrir misferli

Morten Messerschmidt, varaformaður danska Þjóðarflokksins, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals og misferli með fjármuni Evrópusambandsins í dag. Hann segist ætla að sitja sem fastast á þingi þrátt fyrir dóminn.

Erlent
Fréttamynd

Hissa á stór­furðu­legum leið­beiningum frá danska Co­vid-teyminu

Ungt ís­lenskt par, sem er ný­flutt til Kaup­manna­hafnar, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar starfs­maður danska Co­vid-teymisins til­kynnti þeim að vegna þess að þau væru bólu­sett þyrftu þau alls ekki að fara í ein­angrun. Þau gætu val­sað um götur Kaup­manna­hafnar ef þau pössuðu bara vel að þvo sér um hendur. Fyrir al­gjöra til­viljun var þetta leið­rétt af öðrum starfs­manni teymisins og þeim sagt að fara í ein­angrun.

Erlent