Reykjavík

Fréttamynd

Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðar­máli Ís­lands­sögunnar

Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir hylmingu í tengslum við þjófnað í tveimur verslunum Elko í september í fyrra. Það mun hafa verið eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, ef ekki það stærsta, en þýfið hefur verið metið á rétttæpar hundrað milljónir króna. Tvímenningarnir eru þó ekki ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn.

Innlent
Fréttamynd

Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun

Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglumaður í samfélagslöggæslu, segir lögreglu síðustu ár hafa orðið vör við aukið ofbeldi meðal barna. Gerendur ráðist á jafnaldra sína oft án tilefnis. Foreldrar í Breiðholti hafa kallað eftir því að brugðist verði við ástandinu í hverfinu, en þó sagt jákvætt að lögregla hafi aukið samfélagslöggæslu í Breiðholti.

Innlent
Fréttamynd

Einn hand­tekinn til við­bótar í mann­dráps­máli

Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápi. Tveir karlar og eina kona sæta gæsluvarðhaldi en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lítið verið að fá upp úr sakborningum sem sæta varðhaldi næstu vikuna. Alls hafa níu verið handteknir við rannsókn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Skyndi­legur brott­rekstur kornið sem fyllti mælinn

Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi.

Innlent
Fréttamynd

Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið

Á meðan ráðalausir foreldrar barna í Breiðholtsskóla hittust til að bera saman bækur sínar í gærkvöldi var að tilefnislausu ráðist á tólf ára dreng sem hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér út að leika sér. Foreldri í Breiðholtinu segir tifandi tímasprengju í hverfinu. Einn gerandi sem hafi verið skilað á heimili sitt í handjárnum í gær hafi að líkindum verði tilkynntur fleiri hundruð sinnum til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­víkur­borg dregur úr á­formunum

Reykjavíkurborg hefur dregið úr fyrirhuguðum áformum um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Þetta kemur fram í nýjum drögum tillögu að aðalskipulagsbreytingu um fjölgun íbúa í grónum hverfum. 

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn lög­reglu enn á frum­stigi

Yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglunnar á manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu á frumstigi. Átta hafa verið handtekin og þremur sleppt úr haldi. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekki liggja fyrir hvort lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim fimm sem eftir sitja í haldi.  Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum.

Innlent
Fréttamynd

Þrír í vikulangt gæslu­varð­hald

Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem, samkvæmt heimildum, er talinn hafa verið notaður til að ferja mann á sjötugsaldri frá Þorlákshöfn og til Reykjavíkur þar sem gengið var í skrokk á honum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Vinna hafin við nýja göngu­brú í Vogahverfinu

Framkvæmdir eru hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Uppsetning á stálvirki fyrir undirstöðurnar stendur nú yfir auk þess sem unnið er að samsetningu brúarinnar sem verður sett í heilu lagi á sinn stað. Gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin fyrir miðjan maí ef veðuraðstæður leyfa. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Betri samgöngum ohf..

Innlent
Fréttamynd

Nokkur hinna hand­teknu tengjast tál­beitu­hópum

Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufu­nesi og lést skömmu síðar

Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­menn á tveimur stöðum veikst vegna myglu

Dæmi eru um að starfsfólk Ríkislögreglustjóra hafi veikst vegna myglu á tveimur mismunandi starfsstöðvum. Flytja hefur þurft starfsemi sérsveitarinnar í nýtt húsnæði, en ríkislögreglustjóri segir aðstöðu hennar hafa verið ómögulega um árabil.

Innlent
Fréttamynd

Lang­hæsti húsafriðunar­styrkurinn til Landa­kots­kirkju

Níu milljóna króna styrkur sem Landakotskirkja fær er sá langhæsti sem veittur var úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar í ár, meira en helmingi hærri en næsthæsti styrkurinn. Norræna húsið og verkamannabústaðirnir við Hringbraut eru á meðal verkefna sem hlutu styrki úr sjóðnum.

Innlent
Fréttamynd

„Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“

Forseti borgarstjórnar segir það ekki sitt að svara fyrir það hvort borgarstjóri sitji áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, en borgarstjóri fær fyrir formennskuna tæpar 900 þúsund krónur á mánuði. Skoða þurfi launamun milli hæst og lægst launuðu starfsmanna borgarinnar, en það verði ekki gert á þessu kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

Hraða­hindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir

Borgarráð Reykjavíkur hefur gefið grænt ljós á umfangsmikla endurgerð hraðahindrana í borginni á árinu 2025. Verkefnið verður boðið út í tveimur áföngum og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist í maí og ljúki í september.

Innlent
Fréttamynd

Heiða liggur enn undir feldi

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að halda áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða starfi borgarstjóra. Laun Heiðu Bjargar hafa vakið mikil viðbrögð, en um helgina kom fram í fréttum að laun fyrir formennsku hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um fimmtíu prósent frá árinu 2023.

Innlent
Fréttamynd

Skrifræðismartröð í Hæðar­garði

Hugmyndin um Kafkaískt skrifræði kemur úr bókum tékkneska rithöfundarins Frans Kafka en hann lýsti í verkum sínum martraðakenndu skrifræði betur en nokkur annar. Alveg sama hvað þú gerir, hvernig þú gerir það og hve oft þú reynir – alltaf lendirðu á vegg.

Skoðun
Fréttamynd

Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóð­minja­safninu

Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari sem opnaði í gær sýninguna Samtal við Sigfús í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni er sýnt úrval samtalsverka Sigfúsar Eymudssonar og Einars Fals, að hluta ný prent eftir glerplötum Sigfúsar en einnig valin frumprent frá 19. öld, þegar myndirnar voru teknar. 

Lífið
Fréttamynd

Launin hækkuðu bara um fimm­tíu pró­sent

Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025.

Innlent
Fréttamynd

Hrækti framan í lög­reglu­þjón

Lögregla var kölluð til vegna óláta og ofbeldistilburða í miðbæ Reykjavíkur í nótt, en við komu á vettvang tók einn maðurinn sig til og hrækti framan í lögreglumann. Maðurinn var færður í lögreglutök og handtekinn vegna óspekta og ofbeldis, og var vistaður í fangaklefa.

Innlent