Reykjavík Mikill kynlífshávaði raskaði svefnfriði íbúa Nóttin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð hefðbundin ef marka má dagbók hennar. Tvær tilkynningar bárust um líkamsárás, nokkrar tilkynningar um innbrot og kvartanir undan hávaða. Ein slík barst vegna kynlífshávaða sem raskaði svefnfriði. Innlent 15.7.2023 08:42 Játar að hafa stungið tvo en ekki þrjá Fyrirtöku í Bankastræti club-málinu svokallaða lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaður, sem ákærður er fyrir alvarlegasta hluta líkamsárásarinnar, breytti afstöðu sinni til sakargifta. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki þrjá eins og áður. Innlent 14.7.2023 17:33 Fabrikkunni á Höfðatorgi lokað í dag Rekstraraðilar Hamborgarafabrikkunnar hafa ákveðið að loka veitingastað sínum á Höfðatorgi í dag og grípa til sóttvarnarráðstafana vegna mögulegrar nóróveirusýkingar á staðnum. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fabrikkunnar í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 14.7.2023 11:23 Limmósínukostnaður landstjóra í Íslandsferð talinn forkastanlegur Kanadíski landstjórinn Mary Simon eyddi rúmum sjö milljónum í limmósínufyrirtæki í fjögurra daga ferð á Íslandi. Í heildina kostaði ferðin þrjátíu milljónir króna fyrir níu manns. Innlent 14.7.2023 10:47 Ekki enn tekist að koma hvalveiðibátum úr gömlu höfninni Hvalveiðibátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 standa enn við Ægisgarð þrátt fyrir vilja Reykjavíkurborgar um að þeir verði fluttir þaðan burt. Nýjustu vendingar í hvalveiðimálum hafa ekki verið ræddar í borgarstjórn. Innlent 14.7.2023 07:45 Fabrikkan í Kringlunni opin á ný Hamborgarafabrikkan í Kringlunni opnaði aftur í gær eftir að hafa lokað um stund eftir að hátt í hundrað tilkynningar bárust heilbrigðiseftirliti vegna mögulegrar nóróveirusmita. Framkvæmdastjóri segir sólahringsvinnu hafa falist í því að sótthreinsa staðinn og henda matvælum. Heilbrigðiseftirlitið segir rannsókn á uppruna veikindanna enn standa yfir. Viðskipti innlent 14.7.2023 07:22 Strandveiðimenn boða til mótmæla Strandveiðisjómenn hafa boðað til mótmæla laugardaginn 15. júlí þar sem mótmælt verður stöðvun strandveiða sem þeir segja ótímabæra. Gengið verður frá Hörpu að Austurvelli og verður lagt af stað klukkan tólf. Innlent 13.7.2023 23:31 Hækkun launa í Vinnuskólanum ekki forgangsmál Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar segir hækkun launa unglinga í Vinnuskólanum ekki forgangsmál. Það sé ánægjuefni að skólanum hafi verið haldið gangandi í miklum hagræðingaraðgerðum borgarinnar. Innlent 13.7.2023 22:10 Hátt í hundrað manns mögulega smitaðir af nóróveiru Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist heilbrigðiseftirliti vegna mögulegra nóróveirusmita. Líkur eru á óvenju stóru hópsmiti á veitingastöðum Hamborgarafabrikkunnar. Innlent 13.7.2023 19:45 Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. Innlent 13.7.2023 19:01 Samþykkja minni hækkun launa Laun borgarfulltrúa hækka um 2,5 prósent frá fyrsta júlí síðastliðnum, í stað 7,88 prósent samkvæmt þróun launavísitölu frá nóvember 2022 til maí 2023. Borgarstjóri mun einnig óska eftir sömu breytingum á sínum launum. Innlent 13.7.2023 17:54 „Leiðinlegt að koma fram við unglinga með þessum hætti“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að svo virðist sem meirihluti borgarstjórnar telji sig hafa fundið breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna, með því að frysta kjör unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur. Innlent 13.7.2023 16:17 Synjað um byggingarleyfi: „Stórfjölskylduhús“ með baði og eldhúsi í hverju herbergi Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafnaði á fundi í maí beiðni um byggingu 290 fermetra einbýlishúss við Blesugróf í Reykjavík. Á teikningum af húsinu mátti sjá að baðherbergi og eldhúskrók var að finna í öllum átta herbergjum hússins. Innlent 13.7.2023 13:59 Nýtt íbúðahverfi muni rísa á Veðurstofuhæð Nýtt deiliskipulag sem mun heimila byggingu íbúða á fimmtán til þrjátíu þúsund fermetrum á Veðurstofureitnum er í bígerð samkvæmt nýlegri skipulagslýsingu Reykjavíkurborgar. Með deiliskipulaginu mun að auki nýtt húsnæði Veðurstofu Íslands og Veitna rísa. Innlent 13.7.2023 13:21 Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. Innherji 13.7.2023 07:44 Ætlaði að nota ruslatunnu til að ferja góssið Karlmaður var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að hafa verið staðinn að verki við að stela munum úr skóla í miðborg Reykjavíkur. Sá hinn sami ætlaði að nýta sér ruslatunnu íbúa í borginni til þess að ferja góssið af vettvangi. Lögregla hafði hendur í hári hans eftir eftirför á fæti um hverfið. Innlent 13.7.2023 06:24 Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. Neytendur 12.7.2023 13:27 Hnífamaður gengur enn laus Maður sem stakk annan mann á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur í byrjun síðustu viku er enn ófundinn. Lögregla segir það óvenjulegt en vill ekki gefa upp nánari upplýsingar um hvernig leitinni að manninum miðar. Þá er rannsókn lögreglu á manndrápi á skemmtistaðnum Lúx langt komin. Innlent 12.7.2023 10:26 Þjóðvegur eitt um Suðurland lokaður til morguns Þjóðvegi eitt um Suðurland til vesturs hefur verið lokað til morguns vegna viðhalds. Innlent 11.7.2023 22:39 Brunakerfi í gang í Mjódd Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna brunakerfis sem fór í gang í verslunarmiðstöðinni Mjódd í Breiðholti. Hún var rýmd á meðan aðgerðir slökkviliðs stóðu yfir. Innlent 11.7.2023 11:53 Framsókn og Samfylking tapa fluginu Fremsti framagosi Framsóknarflokksins gerðist staurfótur sísta Samfylkingarstjórans í Reykjavík. Viðreisn síðasta kjörtímabils var svo sem ekki tignarlegri, en þessi er grátleg. Við bundum nefnilega vonir við Einar Þorsteinsson, og að hann myndi verja þjóðarflugvöllinn með kjafti og klóm. Skoðun 11.7.2023 07:31 Bakkað á vegfaranda á rafmagnshlaupahjóli Lögregla var kölluð til í Seljahverfi í Reykjavík í gær þar sem bifreið hafði verið bakkað á vegfaranda á rafmagnshlaupahjóli. Einn var fluttur á bráðamóttöku en meiðsl hans reyndust minniháttar. Innlent 11.7.2023 06:41 Þóttist vera starfsmaður ákæruvaldins og heimtaði gögn um eiginkonuna Karlmaður hefur verið fundinn sekur um margvísleg brot gegn eiginkonu sinni og barni, meðal annars með því að falsa pappíra og þykjast vera starfsmaður ákæruvaldsins til þess fá heilbrigðisgögn um eiginkonuna. Maðurinn var hins vegar sýknaður af refsikröfu vegna geðrænna vandamála sem hann glímir við. Innlent 10.7.2023 12:12 Penninn og Ólavía og Oliver einu sem bættu ekki verðmerkingarnar Neytendastofa hefur sektað barnavöruverslunina Ólavíu og Oliver í Glæsibæ og Pennann í Mjódd um 50 þúsund krónur hvor vegna ófullnægjandi verðmerkinga. Neytendur 10.7.2023 09:57 „Bróðir minn eyddi allt of mörgum árum bak við lás og slá í flestum fangelsum landsins“ „Hann langaði svo mikið að öðlast eðlilegt líf. Hann sagði að hann ætlaði aldrei að fara í fangelsi aftur. Hann var búinn að ganga í gegnum svakalega hluti í gegnum ævina og var löngu búinn að fá nóg af þessu öllu,“ segir Haraldur Freyr Helgason sem í tæp tuttugu ár horfði upp á eldri bróður sinn, fara inn og út úr fangelsi. Bróðir hans náði aldrei almennilegri fótfestu í lífinu og lést af völdum ofskömmtunar árið 2020. Innlent 10.7.2023 09:15 Ekið á gangandi vegfaranda á Hverfisgötu Slys varð þegar ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Hverfisgötu og Klapparstígs í miðborg Reykjavíkur í morgun. Innlent 10.7.2023 09:05 Líkamsárás í Kópavogi og borgaraleg handtaka í Vesturbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi vegna líkamsárásar í Kópavogi. Þar hafði einn ráðist á annan og slegið hann ítrekað þar sem hann lá í jörðinni. Var árásarmaðurinn handtekinn en engum sögum fer af meiðslum fórnarlambsins. Innlent 10.7.2023 06:41 Stærsti skjálftinn til þessa Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. Innlent 9.7.2023 22:24 Atvinnumenn í kappáti kljást við íslenska hamborgara Þau Randy Santel og Katina Dejarnett eru þessa stundina stödd á Íslandi en þau eru bæði atvinnumenn í kappáti. Í dag tóku þau mataráskorun á Gastrotruck í Mathöll Granda en á þriðjudaginn er stefnan sett á hamborgarastaðinn 2 Guys. Matur 9.7.2023 19:51 Skólastjóri og fleira starfsfólk hætt vegna myglu Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma. Innlent 9.7.2023 10:58 « ‹ 99 100 101 102 103 104 105 106 107 … 334 ›
Mikill kynlífshávaði raskaði svefnfriði íbúa Nóttin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð hefðbundin ef marka má dagbók hennar. Tvær tilkynningar bárust um líkamsárás, nokkrar tilkynningar um innbrot og kvartanir undan hávaða. Ein slík barst vegna kynlífshávaða sem raskaði svefnfriði. Innlent 15.7.2023 08:42
Játar að hafa stungið tvo en ekki þrjá Fyrirtöku í Bankastræti club-málinu svokallaða lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaður, sem ákærður er fyrir alvarlegasta hluta líkamsárásarinnar, breytti afstöðu sinni til sakargifta. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki þrjá eins og áður. Innlent 14.7.2023 17:33
Fabrikkunni á Höfðatorgi lokað í dag Rekstraraðilar Hamborgarafabrikkunnar hafa ákveðið að loka veitingastað sínum á Höfðatorgi í dag og grípa til sóttvarnarráðstafana vegna mögulegrar nóróveirusýkingar á staðnum. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fabrikkunnar í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 14.7.2023 11:23
Limmósínukostnaður landstjóra í Íslandsferð talinn forkastanlegur Kanadíski landstjórinn Mary Simon eyddi rúmum sjö milljónum í limmósínufyrirtæki í fjögurra daga ferð á Íslandi. Í heildina kostaði ferðin þrjátíu milljónir króna fyrir níu manns. Innlent 14.7.2023 10:47
Ekki enn tekist að koma hvalveiðibátum úr gömlu höfninni Hvalveiðibátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 standa enn við Ægisgarð þrátt fyrir vilja Reykjavíkurborgar um að þeir verði fluttir þaðan burt. Nýjustu vendingar í hvalveiðimálum hafa ekki verið ræddar í borgarstjórn. Innlent 14.7.2023 07:45
Fabrikkan í Kringlunni opin á ný Hamborgarafabrikkan í Kringlunni opnaði aftur í gær eftir að hafa lokað um stund eftir að hátt í hundrað tilkynningar bárust heilbrigðiseftirliti vegna mögulegrar nóróveirusmita. Framkvæmdastjóri segir sólahringsvinnu hafa falist í því að sótthreinsa staðinn og henda matvælum. Heilbrigðiseftirlitið segir rannsókn á uppruna veikindanna enn standa yfir. Viðskipti innlent 14.7.2023 07:22
Strandveiðimenn boða til mótmæla Strandveiðisjómenn hafa boðað til mótmæla laugardaginn 15. júlí þar sem mótmælt verður stöðvun strandveiða sem þeir segja ótímabæra. Gengið verður frá Hörpu að Austurvelli og verður lagt af stað klukkan tólf. Innlent 13.7.2023 23:31
Hækkun launa í Vinnuskólanum ekki forgangsmál Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar segir hækkun launa unglinga í Vinnuskólanum ekki forgangsmál. Það sé ánægjuefni að skólanum hafi verið haldið gangandi í miklum hagræðingaraðgerðum borgarinnar. Innlent 13.7.2023 22:10
Hátt í hundrað manns mögulega smitaðir af nóróveiru Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist heilbrigðiseftirliti vegna mögulegra nóróveirusmita. Líkur eru á óvenju stóru hópsmiti á veitingastöðum Hamborgarafabrikkunnar. Innlent 13.7.2023 19:45
Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. Innlent 13.7.2023 19:01
Samþykkja minni hækkun launa Laun borgarfulltrúa hækka um 2,5 prósent frá fyrsta júlí síðastliðnum, í stað 7,88 prósent samkvæmt þróun launavísitölu frá nóvember 2022 til maí 2023. Borgarstjóri mun einnig óska eftir sömu breytingum á sínum launum. Innlent 13.7.2023 17:54
„Leiðinlegt að koma fram við unglinga með þessum hætti“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að svo virðist sem meirihluti borgarstjórnar telji sig hafa fundið breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna, með því að frysta kjör unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur. Innlent 13.7.2023 16:17
Synjað um byggingarleyfi: „Stórfjölskylduhús“ með baði og eldhúsi í hverju herbergi Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafnaði á fundi í maí beiðni um byggingu 290 fermetra einbýlishúss við Blesugróf í Reykjavík. Á teikningum af húsinu mátti sjá að baðherbergi og eldhúskrók var að finna í öllum átta herbergjum hússins. Innlent 13.7.2023 13:59
Nýtt íbúðahverfi muni rísa á Veðurstofuhæð Nýtt deiliskipulag sem mun heimila byggingu íbúða á fimmtán til þrjátíu þúsund fermetrum á Veðurstofureitnum er í bígerð samkvæmt nýlegri skipulagslýsingu Reykjavíkurborgar. Með deiliskipulaginu mun að auki nýtt húsnæði Veðurstofu Íslands og Veitna rísa. Innlent 13.7.2023 13:21
Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. Innherji 13.7.2023 07:44
Ætlaði að nota ruslatunnu til að ferja góssið Karlmaður var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að hafa verið staðinn að verki við að stela munum úr skóla í miðborg Reykjavíkur. Sá hinn sami ætlaði að nýta sér ruslatunnu íbúa í borginni til þess að ferja góssið af vettvangi. Lögregla hafði hendur í hári hans eftir eftirför á fæti um hverfið. Innlent 13.7.2023 06:24
Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. Neytendur 12.7.2023 13:27
Hnífamaður gengur enn laus Maður sem stakk annan mann á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur í byrjun síðustu viku er enn ófundinn. Lögregla segir það óvenjulegt en vill ekki gefa upp nánari upplýsingar um hvernig leitinni að manninum miðar. Þá er rannsókn lögreglu á manndrápi á skemmtistaðnum Lúx langt komin. Innlent 12.7.2023 10:26
Þjóðvegur eitt um Suðurland lokaður til morguns Þjóðvegi eitt um Suðurland til vesturs hefur verið lokað til morguns vegna viðhalds. Innlent 11.7.2023 22:39
Brunakerfi í gang í Mjódd Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna brunakerfis sem fór í gang í verslunarmiðstöðinni Mjódd í Breiðholti. Hún var rýmd á meðan aðgerðir slökkviliðs stóðu yfir. Innlent 11.7.2023 11:53
Framsókn og Samfylking tapa fluginu Fremsti framagosi Framsóknarflokksins gerðist staurfótur sísta Samfylkingarstjórans í Reykjavík. Viðreisn síðasta kjörtímabils var svo sem ekki tignarlegri, en þessi er grátleg. Við bundum nefnilega vonir við Einar Þorsteinsson, og að hann myndi verja þjóðarflugvöllinn með kjafti og klóm. Skoðun 11.7.2023 07:31
Bakkað á vegfaranda á rafmagnshlaupahjóli Lögregla var kölluð til í Seljahverfi í Reykjavík í gær þar sem bifreið hafði verið bakkað á vegfaranda á rafmagnshlaupahjóli. Einn var fluttur á bráðamóttöku en meiðsl hans reyndust minniháttar. Innlent 11.7.2023 06:41
Þóttist vera starfsmaður ákæruvaldins og heimtaði gögn um eiginkonuna Karlmaður hefur verið fundinn sekur um margvísleg brot gegn eiginkonu sinni og barni, meðal annars með því að falsa pappíra og þykjast vera starfsmaður ákæruvaldsins til þess fá heilbrigðisgögn um eiginkonuna. Maðurinn var hins vegar sýknaður af refsikröfu vegna geðrænna vandamála sem hann glímir við. Innlent 10.7.2023 12:12
Penninn og Ólavía og Oliver einu sem bættu ekki verðmerkingarnar Neytendastofa hefur sektað barnavöruverslunina Ólavíu og Oliver í Glæsibæ og Pennann í Mjódd um 50 þúsund krónur hvor vegna ófullnægjandi verðmerkinga. Neytendur 10.7.2023 09:57
„Bróðir minn eyddi allt of mörgum árum bak við lás og slá í flestum fangelsum landsins“ „Hann langaði svo mikið að öðlast eðlilegt líf. Hann sagði að hann ætlaði aldrei að fara í fangelsi aftur. Hann var búinn að ganga í gegnum svakalega hluti í gegnum ævina og var löngu búinn að fá nóg af þessu öllu,“ segir Haraldur Freyr Helgason sem í tæp tuttugu ár horfði upp á eldri bróður sinn, fara inn og út úr fangelsi. Bróðir hans náði aldrei almennilegri fótfestu í lífinu og lést af völdum ofskömmtunar árið 2020. Innlent 10.7.2023 09:15
Ekið á gangandi vegfaranda á Hverfisgötu Slys varð þegar ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Hverfisgötu og Klapparstígs í miðborg Reykjavíkur í morgun. Innlent 10.7.2023 09:05
Líkamsárás í Kópavogi og borgaraleg handtaka í Vesturbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi vegna líkamsárásar í Kópavogi. Þar hafði einn ráðist á annan og slegið hann ítrekað þar sem hann lá í jörðinni. Var árásarmaðurinn handtekinn en engum sögum fer af meiðslum fórnarlambsins. Innlent 10.7.2023 06:41
Stærsti skjálftinn til þessa Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. Innlent 9.7.2023 22:24
Atvinnumenn í kappáti kljást við íslenska hamborgara Þau Randy Santel og Katina Dejarnett eru þessa stundina stödd á Íslandi en þau eru bæði atvinnumenn í kappáti. Í dag tóku þau mataráskorun á Gastrotruck í Mathöll Granda en á þriðjudaginn er stefnan sett á hamborgarastaðinn 2 Guys. Matur 9.7.2023 19:51
Skólastjóri og fleira starfsfólk hætt vegna myglu Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma. Innlent 9.7.2023 10:58