Reykjavík

Fréttamynd

Nútímaborg sem laðar fram það besta í fólki

Fólk sem fæðist á Íslandi í dag mun í framtíðinni vonandi vera frjálst til að geta valið hvar það vill búa. Ég vil að fólk hafi þetta frelsi og þess vegna finnst mér mikilvægt að skapa aðlaðandi borgarlíf hér á landi svo fólki finnist eftirsóknarverðast að búa hér. Höfuðborgin Reykjavík þarf því að vera í fremstu röð og standast samanburð við aðrar borgir. Hlutverk okkar stjórnmálafólks í borginni er að sjá til þess að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg sem laðar fram það besta í fólki, veitir því tækifærin sem það sækist eftir og lætur því líða vel.

Skoðun
Fréttamynd

Sagt upp hjá PLAY vegna gruns um ofbeldi

Millistjórnanda hjá flugfélaginu PLAY hefur verið sagt upp störfum í kjölfar atviks á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi. Millistjórnandinn er samkvæmt heimildum fréttastofu grunaður um ofbeldi gagnvart samstarfsmanni, flugliða hjá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja mánaða fangelsi eftir tál­beitu­að­­­gerð: Taldi sig hafa verið að tala við fjór­tán ára stúlku

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa verið í samskiptum við einstakling á vefsíðunni Einkamál, sem hann hélt að væri fjórtán ára stúlka. Maðurinn sendi meðal annars mynd af getnaðarlim sínum og fór á fund einstaklingsins, sem hann hélt að væri unga stúlkan.

Innlent
Fréttamynd

Geimferðaráætlun Reykjavíkur?

Geimferðaráætlun Bandaríkjanna komst á skrið á 7. áratug síðustu aldar. Fara skyldi til tunglsins og kanna óþekktar lendur alheimsins.

Skoðun
Fréttamynd

Sjö vilja í fjögur efstu sætin hjá Viðreisn í Reykjavík

Sjö sækjast eftir fjórum efstu sætunum á lista Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins sem fer fram helgina fjórða til fimmta mars. Tvær sækjast eftir fyrsta sæti, einn eftir öðru sæti, þrjú eftir þriðja sæti og ein eftir þriðja til fjórða sæti.  

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um að hafa nauðgað karlmanni á skemmtistað

Karlmaður nokkur hefur verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og nauðgun á salerni á skemmtistað einum í miðbæ Reykjavíkur í ágúst 2021. Þá er hann sakaður um brot gegn lögum um útlendinga fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum.

Innlent
Fréttamynd

Hætta að bólusetja í höllinni ári síðar

Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar 2021 og nú ári síðar stendur til að þeim muni ljúka. Þeir sem eiga eftir að fá bólusetningu eða örvunarskammt munu eftir næstu viku geta leitað til heilsugæslunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Í beinni: Hver verður formaður Eflingar?

Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld. Tekur hún því við formannsstóli verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar.

Innlent