Reykjavík

Fréttamynd

Telur ó­lík­legt að Þjóð­há­tíð verði að veru­leika í ár

Ekki lítur út fyrir að Þjóðhátíð verði haldin í Vestmannaeyjum í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Jónas Guðbjörn Jónsson, varaformaður Þjóðhátíðarnefndar, segir aðstæður ekki líta vel út og ólíklegt sé að hátíðin fari fram í ár, í aðeisn þriðja skipti skipti í 145 ára sögu Þjóðhátíðar í Eyjum.

Innlent
Fréttamynd

Fimm milljónir í að rífa upp ársgamalt undirlag

Loka hefur þurft af ákveðið svæði Breiðholtslaugar vegna framkvæmda við undirlag leiktækja við laugina. Leiktækin og undirlag þeirra var sett upp síðasta sumar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar nú kosti um fimm milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Áreitti fólk á Austurvelli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í mjög annarlegu ástandi við Austurvöll upp úr klukkan hálf sex í gærkvöldi. Sá hafði verið að áreita fólk.

Innlent
Fréttamynd

Óli Stef skemmti gestum og gangandi á Laugavegi

Handboltamaðurinn og lífskúnstnerinn Ólafur Stefánsson, skemmti gestum og gangandi á Laugaveginum í dag en hann stóð fyrir viðburðinum Kakó og undrun með Óla Stef fyrir utan Vínstúkuna Tíu sopa.

Lífið
Fréttamynd

Mikill sam­dráttur í ferða­þjónustu í borginni

Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli dróst saman um 96% í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa ferðamannatengda afþreyingu í borginni allt niður í 95% samdrátt.

Innlent
Fréttamynd

Of­beldi ung­menna birt á sam­fé­lags­miðlum í auknum mæli

Formaður velferðarráðs og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar segir ofbeldi ungmenna sem gjarnan er deilt á samfélagsmiðlum sé mikið áhyggjuefni. Erfitt geti verið að bregðast við slíku ofbeldi en það sé alveg nýtt á nálinni að ofbeldinu sé dreift á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

„Samningurinn ekki pappírsins virði“

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins voru harðorðir í gagnrýni á nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði.

Innlent