Reykjavík

Fréttamynd

Stunguárás og margar til­kynningar um flug­elda­slys

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á nýársnótt þar sem mikið var tilkynnt um slys vegna flugelda, hávaða vegna samkvæma, ofurölvi einstaklinga og elda í gróðri eða húsum. Sömuleiðis var mikið um ólæti í miðbæ Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Hin­segin

Íslendingar hafa lengi mótað sjálfsmynd sína út frá þeirri hugsjón að mannréttindi séu ófrávíkjanlegur grunnur réttarríkis. Sú hugsjón er þó ekki sjálfgefin heldur krefst hún stöðugrar vinnu og ábyrgðar, sérstaklega á tímum þar sem öfl sem vilja skipta fólki upp og útiloka eru að sækja í sig veðrið.

Skoðun
Fréttamynd

Vanhelgunin ýmist skemmdar­verk eða per­sónu­leg á­rás

„Þetta er mikið áfall, alveg klárlega. Ég er búin að leggja mikið hjarta í að vera með sánurnar og þetta er svona svolítið heilagt rými fyrir mig og fólkið sem kemur. Það er búið að myndast mjög fallegt og skemmtilegt samfélag í kringum þetta. Eins og er oft með sánurnar þá er þetta oft griðastaður fyrir fólk. Þannig að þetta var bara mjög sárt. Það er leiðinlegt að enda árið svona.“

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legt ár í borginni

Árið hefur verið viðburðaríkt í borginni en það byrjaði með miklum pólitískum jarðskjálftum í lok janúar og svo sprengingu þegar oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í fyrstu viku febrúar.

Skoðun
Fréttamynd

Tekur yfir borgina á ný­árs­dag

Auglýsingahlé verður á yfir 550 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg frá 1. til 3. janúar 2026 þegar verkið Sólarhringur eftir Þórdísi Erlu Zoëga tekur yfir þá. Í verkinu breytast skjáir borgarrýmisins með birtu dagsins, taka mið af litbrigðum sólarljóssins og verða þannig að stafrænni sólarklukku.

Menning
Fréttamynd

Græna gímaldið ljótast

Niðurstöður liggja fyrir í kosningu Arkitektúruppreisarinnar, áhugamannahóps um framtíð arkitektúrs, um nýbyggingu ársins, bæði þá fallegustu og ljótustu. Græna gímaldið við Álfabakka 2a var valin ljótasta nýbyggingin og Hafnarstræti 75 á Akureyri sú fallegasta.

Menning
Fréttamynd

Hall­dór Blön­dal borinn til grafar

Jarðarför Halldórs Blöndals var gerð frá Hallgrímskirkju eftir hádegið. Full kirkja var og auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands voru forsetarnir fyrrverandi Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson meðal viðstaddra.

Innlent
Fréttamynd

Hér verða áramótabrennur á gaml­árs­dag 2025

Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. Vísir tók saman lista með helstu áramótabrennum landsins, listinn er ekki tæmandi og tekur fréttastofa fagnandi ábendingum um brennur sem ekki eru á lista.

Innlent
Fréttamynd

Gestir á Edition stukku út á nátt­fötunum

Gestir á lúxushótelinu Edition við Hafnarbakkann þurftu óvænt að yfirgefa herbergi sín um eittleytið í nótt þegar að brunavarnakerfi hótelsins fór í gang með tilheyrandi látum. Um bilun í kerfinu reyndist að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Líkams­á­rás í mið­bænum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af líkamsárás sem tilkynnt var um í miðbænum í nótt og er málið í rannsókn. Sex gistu í fangageymslu lögreglunnar í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­virkir lyfjaskammtarar borgi sig tvö­falt til baka

Sjálfvirkir lyfjaskammtarar, sem nýttir eru í heimaþjónustu um allt land, hafa reynst gríðarlega vel. Sviðsstjóri hjá heimaþjónustu borgarinnar segir skammtarana spara mikinn tíma hjá starfsmönnum og auka sjálfstæði notendanna svo um munar.

Innlent
Fréttamynd

Til­hæfu­laus líkams­á­rás í annað sinn og enginn kom til að­stoðar

Leiðsögumaður var á göngu nálægt heimili sínu í Laugardalnum í Reykjavík þegar ráðist var á hana af ástæðulausu. Hún biðlar til fólks að sýna umhyggju en enginn þeirra sem voru á ferli kom henni til aðstoðar eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ráðist hefur verið á hana í þau sjö ár sem hún hefur búið á Íslandi. 

Innlent
Fréttamynd

Hafði komið sér fyrir á háa­lofti hótels

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að hóteli í Reykjavík þar sem óskað var eftir aðstoð þar sem óvelkominn einstaklingur hafði komið sér fyrir á háalofti hótelsins.

Innlent
Fréttamynd

Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu

Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðisbundið fangelsi fyrir að bakka bíl sínum á konu. Hann þarf einnig að greiða konunni þrjá og hálfa milljón króna en hún þurfti að liggja á sjúkrahúsi í marga mánuði eftir atvikið.

Innlent
Fréttamynd

Bæta við allt að 200 í­búðum og mat­höll í Spöngina

Gert er ráð fyrir að við uppbyggingu í Spönginni verði um 200 íbúðum bætt við á tveimur reitum, nýrri mathöll komið fyrir og hverfistorgi þar sem hægt verður að halda viðburði. Bæta á aðgengi hjólandi og gangandi á svæðinu og samræma útlit og bæta við gróðri til að tryggja skjól. Byggja á ofan á þau hús sem eru þegar á staðnum og færa verslun sem er um hæð, miðað við tillögu Arkís arkitekta.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á konu á Lang­holts­vegi

Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Álfheima og Langholtsvegar í Reykjavík á ellefta tímanum í morgun. Sjúkrabíll var sendur á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst kæra dyra­verði Auto til lög­reglu

Karlmaður á þrítugsaldri sem sótti skemmtistaðinn Auto í miðborg Reykjavíkur var fluttur á sjúkrahús á laugardagsnótt. Hann sakar hóp dyravarða sem störfuðu á næturklúbbunum um líkamsárás.

Innlent