Reykjavík

Fréttamynd

Um fimm­tíu þúsund manns í mið­borginni í Kvenna­verk­fallinu

Um fimmtíu þúsund manns lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að konur og kvár lögðu niður störf um allt land í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Lögregla segir gærdaginn hafa gengið vel, skipuleggjendur kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við.

Innlent
Fréttamynd

Myndaveisla: Troð­fullur mið­bær á kvennafrídegi

Fjölmenni var á Arnarhóli í dag þar sem haldið var upp á það að fimmtíu ár væru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975 með kvennaverkfalli. Konur um allt land lögðu niður launaða og ólaunða vinnu í tilefni dagsins, og margar yfirgáfu vinnustaði sína klukkan 13:30.

Lífið
Fréttamynd

Borgar­full­trúi bjargaði stolnum barna­vagni

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, reyndist óvæntur bjargvættur þegar hann rambaði á barnavagn á Landakotstúni í gærkvöldi. Barnavagninum hafði verið stolið af tröppum Hússtjórnarskólans skömmu fyrr.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lendingar meðal sak­borninga en enginn í varð­haldi

Rannsókn lögreglu á meintum fíkniefnahring á Raufarhöfn og víðar er enn í fullum gangi að sögn rannsóknarlögreglumanns sem sér enn ekki fyrir endann á málinu. Íslenskir ríkisborgarar eru meðal sakborninga en fjórum sakborningum hefur verið vísað til Albaníu. Á sumum stöðum hafi kannabisframleiðsla staðið yfir í nokkur ár.

Innlent
Fréttamynd

Svona var haldið upp á fimm­tíu ára af­mæli kvennafrídagsins

Skipuleggjendur reikna með mikilli þátttöku í kvennaverkfallinu í dag þegar haldið er upp á það að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975. Vísir verður í beinni útsendingu og vakt frá sögugöngu eftir Sóleyjargötu þar sem leikkonur bregða sér í gervi kvenskörunga og svo frá Arnarhóli þar sem reiknað er með múgi og margmenni.

Innlent
Fréttamynd

Dóra Björt stefnir á for­manninn

Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til nýs embættis formanns Pírata. Hún segir marga hafa hvatt hana til að bjóða sig fram til embættisins og að hún vilji taka þátt uppbyggingu og endurreisn sem sé framundan.

Innlent
Fréttamynd

Allt að átta­tíu þúsund mæti í mið­bæinn og götulokanir í gildi

Búist er við að allt að áttatíu þúsund manns, einkum konur og kvár, leggi leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag í tilefni af Kvennaári. Árið 1975 lögðu konur niður störf til að krefjast jafnréttis og nú, fimmtíu árum síðar, á að endurtaka leikinn. Dagskrá fer fram að því tilefni víðsvegar um um landið, en stærsti viðburðurinn verður í höfuðborginni þar sem lögregla verður með öfluga öryggisgæslu. Götulokanir verða í gildi miðsvæðis þar til síðdegis í dag sem mun meðal annars hafa áhrif á ferðir Strætó.

Innlent
Fréttamynd

Lofar látum og vísar gagn­rýni Sam­taka at­vinnulífsins á bug

Búist er við að fjöldi kvenna leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur þegar kvennaverkfall fer fram á morgun. Til stendur að reisa stórt svið á þeim hluta Lækjargötu sem snýr að Arnarhóli og hefst sú framkvæmd eftir að lokað verður fyrir umferð um svæðið klukkan 6 í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Lúkas Geir á­frýjar eins og hinir tveir

Lúkas Geir Ingvarsson hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í Gufunesmálinu svokallaða. Lúkas Geir var dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir aðild sína að andláti Hjörleifs Hauks Guðmundssonar í mars. Stefán Blackburn, sem einnig var dæmdur í sautján ára fangelsi, og Matthías Björn Erlingsson, hafa einnig áfrýjað sínum dómi. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar, staðfestir það.

Innlent
Fréttamynd

Segir til­valin í­búða­svæði opnast með Sunda­braut

Ný byggingalönd sem opnast með Sundabraut gætu stækkað höfuðborgarsvæðið um þrjátíu til fjörutíu prósent, að mati eins reyndasta byggingamanns landsins. Spennandi tækifæri sem skapast með Sundabraut eru rædd við Örn Kjærnested, framkvæmdastjóra Byggingafélagsins Bakka.

Innlent
Fréttamynd

Niður­rif hafið á gamla Morgun­blaðs­húsinu

Niðurrif á Morgunblaðshúsinu hófst í dag. Búist er við því að framkvæmdin taki tvo til þrjá mánuði. Rúmlega fjögur hundruð íbúðir verða byggðar á svæðinu. Fyrstu íbúðir verði afhentar í byrjun 2029 og er stór hluti þeirra um 75 fermetrar að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykktu leiðtogaprófkjör hjá Við­reisn í Reykja­vík

Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta á fundi sínum í kvöld að fara í leiðtogaprófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti flokksins í Reykjavík, hefur þegar tilkynnt að hún ætli sér ekki fram aftur.

Innlent
Fréttamynd

Heitasta listapar landsins á djamminu

Það var tryllt fjör á næturklúbbnum Auto um síðustu helgi en staðurinn fagnaði fjögurra ára afmæli með pomp og prakt. Plötusnúðurinn Daði Ómars þeytti skífum, rísandi stjarnan Alaska tróð upp og ástin var í loftinu.

Lífið
Fréttamynd

Sam­eigin­legt sundkort fyrir höfuð­borgar­svæðið – löngu tíma­bært

Viðreisn í Reykjavík leggur í dag fram tillögu í borgarstjórn sem miðar að því að bæta þjónustu við alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, án þess að það hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin. Tillagan er einföld í framkvæmd, en gæti haft veruleg áhrif á daglegt líf mörg þúsund íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Starfs­leyfi skot­vallar á Álfs­nesi enn á ný fellt úr gildi

Úrskurðarnefnd hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að samþykkja starfsleyfi fyrir skotvelli á Álfsnesi sem lengi hefur verið deilt um. Heilbrigðiseftirlitið er sagt hafa átt að krefjast þess að hljóðmælingar færu fram á vellinum áður en það tók afstöðu til leyfisins.

Innlent