Hælisleitendur

Fréttamynd

Úr einum vasa í annan

Líkt og alþjóð veit var 15 hælisleitendum vísað úr landi aðfararnótt fimmtudags. Þar á meðal voru maður með fötlun og tvær unglingsstúlkur sem höfðu sótt Fjölbrautaskólann við Ármúla á annað ár, náð góðum tökum á íslensku og voru í alla staði til fyrirmyndar.

Skoðun
Fréttamynd

Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra

Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla.

Innlent
Fréttamynd

Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“

„Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

For­dæma brott­vísun á ung­menni sem kom sem fylgdar­laust barn

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmir að íslensk stjórnvöld hafi vísað úr landi ungmenni sem til landsins sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð sjálfráða á fimmtudag. Samtökin ítreka áköll sín um að íslensk stjórnvöld hætti að senda hælisleitendur til Grikklands.

Innlent
Fréttamynd

Lögin ekki vanda­málið heldur fram­kvæmdin

Þingmaður Pírata segir ekkert í Útlendingalögum skikka stjórnvöld til að framkvæma brottflutning með jafn mikilli hörku og gert var í vikunni. Það veki furðu að ríkisstjórnin ýti eftir nýrri útlendingalöggjöf þegar forsætisráðherra telur mikla sátt ríkja um núgildandi lög.

Innlent
Fréttamynd

Grimmd og slægð eða mann­úð og miskunn­semi?

Það vekur sérstakt óbragð í munni og sorg í hjarta að fylgjast með framgöngu íslenskra yfirvalda í málefnum hælisleitenda upp á síðkastið. Eins og allur þorri landsmanna, sitjum við, sem þetta skrifum, uppi með ótal spurningar sem snerta grunngildi og sjálfsmynd okkar sem Íslendinga, og hvernig stefna stjórnvalda í málaflokknum endurspeglar það.

Skoðun
Fréttamynd

Spyr hvort önnur fram­kvæmd sé nokkuð í boði

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016.

Innlent
Fréttamynd

„Afætur“

Fólk ætti að hlusta á Magnús Ingvason, skólameistara FÁ, i viðtali á RÚV í gær. Hann talar um Írösku systurnar Yasameen og Zahraa sem stunduðu nám við skólann í eitt og hálft og stóðu sig afburða vel. Lögðu sig fram um að læra íslensku og voru góðir námsmenn, enda ekki sjálfgefið að það tækifæri fáist í Grikklandi, hvað þá Írak.

Skoðun
Fréttamynd

Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmennt á Austurvelli

Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda

Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið  með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi.

Innlent
Fréttamynd

„Mörgum spurningum ó­svarað“ um brott­flutning hælis­leit­enda

Þingmaður Vinstri grænna segir mörgum spurningum ósvarað um brottflutning hælisleitenda sem ríkislögreglustjóri framkvæmdi í gærkvöldi og morgun. Til stóð að flytja 28 manns úr landi en 13 einstaklingar fundust ekki þegar þeirra var leitað. Fimmtán fóru með flugvél úr landi í morgun, þar á meðal fatlaður hælisleitandi frá Írak.

Innlent
Fréttamynd

Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi

Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Segir réttinda Hussein ekki gætt við hand­töku

Freyja Haraldsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, segir áhyggjuefni að Hussein Hussein, fötluðum flóttamanni frá Írak, hafi ekki verið gefinn beinn aðgangur að réttindagæslu- og lögmanni eftir handtöku. Lögmaður Husseins undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins. 

Innlent
Fréttamynd

Segir um­bjóð­endur sína leitaða uppi og hneppta í gæslu­varð­hald

Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins.

Innlent
Fréttamynd

Mannúð eða fordómafullur hræðsluáróður

Íslendingar hafa sammælst um að stefna þjóðarinnar gagnvart hælisleitendum og flóttafólki skuli rekin á grundvelli mannúðar. Við erum samfélag sem gefur sig út fyrir að vilja hjálpa einstaklingum í neyð, veita þeim skjól þegar þeir þurfa á skjóli að halda. Við höfum verið stolt af afstöðu okkar á þessu sviði. Mannúð okkar hefur verið fyrirmynd annarra þjóða langt út fyrir nágrannaþjóðir okkar í Norður-Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

„Það á ekki að fara að gera neitt“

Óvissa ríkir um hvort ríkið muni taka Kumbaravog til leigu fyrir á sjötta tug hælisleitenda. Bæjarráð Árborgar fékk tilkynningu um að búið væri að ákveða það og bókaði í framhaldinu að það hefði verið gert án samráðs við sig. Rekstaraðili er tvísaga um hvað sé að gerast á Kumbaravogi. 

Innlent