Innflytjendamál

Fréttamynd

Öllum lög­fræðingum Rauða krossins sagt upp störfum

Samningur dómsmálaráðuneytisins við Rauða krossinn um réttaraðstoð og talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur ekki verið framlengdur og rennur út að tveimur mánuðum liðnum. Öllum lögfræðingum Rauða krossins hefur verið sagt upp störfum vegna þess.

Innlent
Fréttamynd

Skorað á dóms­mála­ráð­herra að segja af sér

Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn.

Innlent
Fréttamynd

Jón Gunnars­son og lands­dómur

Útlendingastofnun hefur mánuðum saman neitað Alþingi afhendingu umsókna til þingsins um veitingu ríkisborgararéttar með lögum. Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra hefur staðfest í grein á Vísi að stofnunin snuði þingið með vilja ráðherra

Skoðun
Fréttamynd

Ríkisborgararéttur og Alþingi

Afskaplega undarleg umræða um Útlendingastofnun og afgreiðslu ríkisborgararéttar fór af stað á Alþingi á þriðjudaginn og það undir liðnum fundarstjórn forseta. Engu var líkara en að þingmenn sem tóku til máls væru að keppast um að fara rangt með staðreyndir málsins.

Skoðun
Fréttamynd

Al­þingi veitir engum ríkis­borgara­rétt vegna tafa Út­lendinga­stofnunar

Al­þingi hyggst ekki veita neinum um­sækjanda ríkis­borgara­rétt fyrir ára­mót en 178 um­sóknir hafa borist lög­gjafanum. Á­stæðan er sú að Út­lendinga­stofnun hefur ekki af­hent for­unnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber á­byrgð á ferlinu með um­sóknunum. Sam­kvæmt venju eru um­sóknir af­greiddar fyrir ára­mót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur kaupir þrjú þúsund bækur

Forstjóri Brims segir fyrirtæki landsins ekki gera nóg til að efla íslenskukunnáttu starfsfólks síns. Hann er uggandi um stöðu tungumálsins og var að enda við að gefa eina stærstu bókagjöf á Íslandi um langt skeið.

Innlent
Fréttamynd

Eitt samfélag eða tvö?

Málefni innflytjenda hafa ekki farið hátt í þessari kosningarbaráttu. Þó að úr röðum Miðflokksins heyrist sérkennilegar skoðanir um innflytjendamál, hvaða innflytjendur eru góðir og hvaða ekki -kunnuglegur hræðsluáróður um árekstra ólíka menningarheima - þá hefur þjóðernispopúlismi eða hreinn og beinn rasismi blessunarlega aldrei borið árangur í þingkosningum á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Vörumst mistök annara í útlendingamálum

Ég hef talað fyrir opinni og frjálsri umræðu um málefni útlendinga á Íslandi. Þetta er mikilvægur málaflokkur sem hefur verið í mikilli gerjun í nágranalöndunum enda hafa þau orðið að glíma við margvíslega erfiðleika og áskoranir þeim samfara, erfiðleika sem við höfum ekki séð enn hér á landi, sem betur fer.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er ekki bara saklaus brandari

Þetta er ekki bara saklaus brandari! Það er erfitt fyrir mig að trúa því́, að fulltrúi fólksins - Flokks flokksins - frambjóðandi til þings geri grín að kjósendum sinum og láti jafnvel birti það opinberlega.

Skoðun
Fréttamynd

Segir brandara frambjóðanda Flokks fólksins um Pólverja smekklausan með öllu

Brandari sem Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, lét flakka í Oddvitaáskorun Vísis hefur farið fyrir brjóstið á netverjum, sem segja brandarann vera dæmi um hatursorðræðu í garð Pólverja. Formaður samtaka Pólverja á Íslandi segir brandarann vera smekklausan með öllu, ummælin dæmi sig sjálf. Formaður Flokks fólksins hafði ekki heyrt af málinu en trúir því ekki að brandarinn hafi verið illa meintur hjá oddvitanum.

Innlent
Fréttamynd

Virkjum mannvitið, styrkjum lögregluna og aukum öryggið

Á Íslandi telur allur mannfjöldinn í dag um 372 þúsund. Af þeim eru 297 þúsund, um 80%, fæddir á Íslandi. Um 51 þúsund, c.a. 14%, eru fæddir innan Evrópu og þar af 21 þúsund í Póllandi, þ.e. um 6%. Ekki eru allir þessir Evrópubúar íslenskir ríkisborgarar enda nýta þeir sér sín réttindi sem felast í EES samningnum um frjálsa för fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenska á að sameina ekki sundra

Á síðustu árum hefur íslenskt samfélag breyst úr því að vera tiltölulega einsleitt samfélag yfir í það fjölmenningarsamfélag sem það er nú. Þessi breyting gerðist seint hér á Íslandi og mun síðar en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi má nefna að þegar pabbi minn flutti hingað frá Hollandi fyrir um 30 árum síðan var innan við 2% þjóðarinnar af erlendum uppruna. Árið 2020 var hlutfallið komið upp í 15,2% prósent þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Undir­búa ís­lensku­nám barna í leik­skóla

Breytingar hafa verið gerðar á aðal­nám­skrá leik­skóla landsins og eiga þær að miða að því að mæta betur þörfum barna með annað móður­mál en ís­lensku og fjöltyngdum börnum í leik­skólum. Leik­skólarnir munu fram­vegis þurfa að leggja grunn að ís­lensku­námi barna.

Innlent
Fréttamynd

Logi fordæmir danska jafnaðarmenn

Þeir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru gestir í Sprengisandi í morgun. Þar tókust þeir á um nýja stefnu danskra stjórnvalda í innflytjendamálum.

Innlent