
Kynferðisofbeldi

Rannsóknir lögreglu megi ekki dragast á langinn
Þingmenn fimm þingflokka hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Þar er lagt til að rannsókn lögreglu á sakamálum megi ekki standa yfir í meira en ár.

Mátti reka flugumferðarstjóra sem var kærður fyrir nauðgun
Isavia ANS, dótturfélag Isavia, hefur verið sýknað af öllum kröfum fyrrverandi flugumferðarstjóra og kennara, sem sagt var upp störfum eftir að nemandi kærði hann og samstarfsmann fyrir nauðgun. Flugumferðarstjórinn vildi meina að uppsögnin hafi verið ólögmæt.

Skorti sönnunargögn gegn stjúpafa á Suðurlandi
Landsréttur hefur mildað dóm karlmanns sem stundaði það að taka myndir stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum ýmist nöktum eða klæðalitlum. Hann fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm í héraði en Landsréttur taldi ekki sönnun komna fram hvað varðaði öll ákæruatriðin.

Nýtti Snapchat til að freista fermingarstúlkna og nauðga þeim
Theódór Páll Theódórsson, þrítugur matreiðslumaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstelpum, vændiskaup og vörslu barnaníðsefnis. Hann þarf að greiða hvorri stúlkunni þrjár milljónir króna í miskabætur.

Loksins ákærðir fyrir kynferðisbrot sem reynt var að hylma yfir
Lögreglan í kanadísku borginni London, í Ontariofylki, hefur beðist afsökunar á því hve langan tíma tók að ákæra fimm íshokkímenn sem grunaðir eru um kynferðisbrot í júní 2018.

„Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor“
Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við.

Vísbendingar um bakslag í kynjahlutföllum innan lögreglunnar
Lögreglan er enn mjög kynjaskiptur vinnustaður og engin merki eru um að það muni breytast án þess að ráðist verði í aðgerðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vinnumenningu lögreglunnar. Jafnframt kemur fram að þrátt fyrir að konum hafi fjölgað innan lögreglunnar á síðustu árum og hlutfall karla og kvenna hafi jafnast, séu nú vísbendingar um bakslag.

Óskar eftir því að dómur Hæstaréttar verði ræddur í nefnd
Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, hefur óskað þess að allsherjar- og menntamálanefnd taki til umræðu nýjan dóm Hæstaréttar í máli ákæruvaldsins gegn Brynjari Joensen Creed og hvort að breyta þurfi ákvæðum hegningarlaga til að vernda börn betur.

Spilar ekki með Kielce meðan rannsókn á nauðgun stendur yfir
Benoit Kounkoud spilar ekki með pólska handboltaliðinu Kielce meðan frönsk yfirvöld eru með mál hans til rannsóknar.

Vafasamt að dómari meti hvenær barn gefi samþykki fyrir kynmökum
Umboðsmaður barna hefur sent Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra bréf varðandi kynferðisbrot gegn börnum. Þar er því haldið fram að vafasamt sé að dómari leggi mat á það hvenær barn veiti samþykki fyrir kynmökum.

Þrjár stúlkur látnar eftir kynfæramisþyrmingu í Sierra Leone
Lögregluyfirvöld í Síerra Leóne rannsaka nú dauðsföll þriggja stúlkna sem létust eftir að þær voru látna gangast undir umskurð, sem felur í sér að ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð að öllu leyti eða að hluta til.

Borin út á börum eftir kynlíf en maðurinn sýknaður
Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um nauðgun og stórfellda líkamsárás, eftir að kona hlaut lífshættulega áverka eftir samfarir við manninn. Sonur konunnar gekk í skrokk á manninum síðar um nóttina í félagi við annan mann.

Sakaður um brot gegn tveimur konum og yfirgaf mótið
Japanski landsliðsmaðurinn Junya Ito hefur yfirgefið Asíumótið í fótbolta sem nú stendur yfir í Katar, í kjölfar ásakana um kynferðisbrot gegn tveimur konum.

Evrópumeistarinn laus úr haldi lögreglu
Benoit Kounkoud, einum af nýkrýndu Evrópumeisturum Frakka í handbolta, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en rannsókn á máli hans heldur áfram. Hann er sakaður um tilraun til nauðgunar á skemmtistað.

Dómur Brynjars stendur þó ekki sé fallist á að netbrot séu nauðgun
Kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvoru öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit teljast ekki til nauðgunar að mati Hæstaréttar. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar á hendur Brynjari Joensen Creed.

Handtekinn fyrir nauðgun skömmu eftir að hafa orðið Evrópumeistari
Benoit Kounkoud, nýkrýndur Evrópumeistari með franska handboltalandsliðinu, var handtekinn fyrir nauðgun í fyrrinótt.

Segir geranda sinn hafa fengið myndir frá lögreglu af nöktum líkama sínum
„Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka.“

Þegar gerandinn er íslenska ríkið
Það er 3. október 2021 og ég leita til neyðarmóttöku vegna nauðgana eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Í mínu berskjaldaðasta og viðkvæmasta ástandi kem ég þarna inn, eftir að hafa verið byrlað og svo nauðgað á heimili mínu.

Fritzl fluttur í venjulegt fangelsi
Dómstóll í Austurríki samþykkti í morgun að flytja Josef Fritzl af réttargeðdeild í öryggisfangelsi í venjulegt fangelsi.

Vill sjá minnisvarða um MeToo rísa í Reykjavík
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vill sjá minnisvarða um MeToo rísa í Reykjavík. Tillaga Lífar um að farið verði í samkeppni um slíkan minnisvarða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis, áreitni og nauðgana, hefur verið vísað til meðferðar í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar.

Færri leituðu til Stígamóta og fækkar á biðlista
Færri einstaklingar leituðu til Stígamóta árið 2023 en árin tvö þar á undan. Þá hefur fækkað nokkuð á biðlista sem lengdist töluvert árin 2021 og 2022.

Ekki sannað að afsökunarbeiðni væri frá meintum geranda
Karlmaður, sem var ákærður fyrir að nauðga frænku sinni á heimili sínu í júlí 2019, hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var ákærður fyrir að hafa við hana samræði og önnur kynferðismök án hennar samþykkis, með því að notfæra sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna áhrifa áfengis. Þá var honum gefið að sök að hafa beitt hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og traust hennar sem frændi hennar.

Eitt mála Depardieu um kynferðisbrot fyrnt og fellt niður
Saksóknari í Frakklandi hefur látið falla niður kæru um kynferðisbrot gegn leikaranum Gérard Depardieu vegna þess að málið var fyrnt.

Kafa betur ofan í áföll kvenna og úrvinnslu þeirra
Ríflega 30 þúsund konum, sem tóku þátt í rannsókninni Áfallasaga kvenna á árunum 2018-2019, býðst nú að taka þátt í eftirfylgdarrannsókn með því að svara nýjum spurningalista um áföll, lífsstíl og heilsufar.

Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál
Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls.

Vinnubrögðin ófagleg, gætu talist siðblind og beri vott um fégirni
Foreldrar Bergs Snæs, fórnarlambs Sigga hakkara, segja danskt þáttargerðafólk ljúga til um að þættir um Sigurð hafi verið unnir með þeirra samþykki. Vinnubrögðin séu ófagleg og beri vott um fégirni. Kaup Stöðvar 2 á þáttunum sýni dómgreindarleysi sem jaðri við siðleysi.

Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“
„Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“

„Þar sem óttaslegin dómharkan ríkir“
Runólfur Ágústsson athafnaskáld skrifar sérstaka færslu á Facebook þar sem hann lýsir yfir fullum stuðningi við Tyrfing Tyrfingsson leikskáld og uppfærslu á verki hans Lúnu.

Meira en 90 prósent barnaníðsefnis tekið upp af börnunum sjálfum
Meira en 90 prósent alls barnaníðsefnis sem finna má á internetinu er tekið af börnunum sjálfum. Börnin, sem eru neydd til að taka upp efnið, eru allt niður í þriggja ára gömul.

FBI rannsakar kynferðisglæpi tískumógúls
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur nú til rannsóknar meint kynferðisbrot tískumógúlsins og fyrrverandi framkvæmdastjóra Abercrombie & Fitch. Rannsókninni var hrundið af stað í kjölfar fréttaumfjöllunar breska ríkisútvarpsins um málið.