Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Þyngri refsing í kyn­ferðis­brota­máli til kasta Hæstaréttar

Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni ríkissaksóknara í máli manns sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Málið snýst um hvort að Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsingu mannsins eftir að mál hans var endurupptekið vegna Landsréttarmálsins svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Kynferðisbrotamenn óvelkomnir á verðlaunahátíð

Skipuleggjendur César verðlaunanna í Frakklandi, sem eru helstu kvikmyndaverðlaunin þar í landi, hafa nú gefið það út að allir þeir sem eiga yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot eða hafa verið dæmdir fyrir slík brot séu ekki velkomnir á hátíðina sem haldin verður í næsta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Engin ára­móta­teiti hjá Tate

Andrew Tate og bróðir hans Tristan hafa verið úrskurðaðir í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Rúmeníu. Þeir eru grunaðir um kynlífsmansal og nauðganir.

Erlent
Fréttamynd

Hlakkar í Thun­berg yfir hand­töku Tate

Ungi umhverfissinninn Greta Thunberg hæddist að fréttum af því að Andrew Tate, samfélagsmiðlastjarna sem er þekkt fyrir kvenhatur, hafi verið tekinn höndum í Rúmeníu. Fátt bendir þó til að Twitter-skærur Tate og Thunberg hafi átt þátt í að lögregla hafði hendur í hári hans.

Erlent
Fréttamynd

Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu

Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna.

Erlent
Fréttamynd

Leggja til tólf milljónir í meira Sjúktspjall

Forsætisráðuneytið og Stígamót hafa gert samstarfssamning um framhald verkefnisins Sjúktspjall. Um er að ræða nafnlaust netspjall þar sem ungmenni á aldrinum 13-20 ára geta rætt við ráðgjafa Stígamóta um kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum.

Innlent
Fréttamynd

Afslaufanir á slaufanir ofan

Undanfarin tvö ár hefur kynbundið og kynferðislegt ofbeldi verið ofarlega í umræðunni. Ýmsum nafntoguðum mönnum hefur verið slaufað en aðrir snúið aftur eftir slaufunarfrí. Árinu var hrundið af stað með uppljóstrun á miklu hneikslismáli sem átti eftir að draga mikinn dilk á eftir sér.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­skyldu­maður hélt vændis­konu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykja­vík

Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Krakkar oft komnir lengra en fagfólk í kynfræðslu

Samræma þarf kynfræðslu í grunnskólum og gera hana betri að mati fagstjóra heilsuverndar skólabarna. Nauðsynlegt sé að uppfæra hana því oft séu krakkarnir komnir mun lengra en fagfólk. Hún segir slæmt að nánast engin kynfræðsla sé á leikskóla-og framhaldsskólastigi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki talið nauðgun að troða fingri í endaþarm

Karlmaður var í gær dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Í málinu var talið sannað að hann hefði troðið fingri í endaþarm annars manns en það var ekki talið nauðgun.

Innlent
Fréttamynd

Segir Helga vera að passa upp á vörumerkið

Katrín Lóa Kristrúnardóttir, sem sakað hefur Helga Vilhjálmsson, betur þekktan sem Helga í Góu, um kynferðislegt áreiti, segist telja að afsökunarbeiðni Helga sé ætlað að verja vörumerki hans, hann sjái ekki eftir neinu.

Innlent
Fréttamynd

Sakar Helga í Góu um ítrekaða kynferðislega áreitni

„Mér finnst bara að fólk eigi að vita hvernig maðurinn er,“ segir Katrín Lóa Kristrúnardóttir sem sakar Helga Vilhjálmsson, betur þekktan sem Helga í Góu, um kynferðislegt áreiti. Helgi segist hafa gert mistök og biðjist afsökunar á því.

Innlent
Fréttamynd

Má ég gæta barnanna minna?

„Ef þú ætlar að skilja við mig mun ég drepa þig, ég mun ganga frá þér þangað til ekkert verður eftir af þér og gera líf þitt að algjöru helvíti.“ Hann fylgdi þessum orðum eftir með því að toga hana niður stiga svo að skvettist á hann úr vatnsglasinu sem hún hélt á, hann sendi börnin út að leika og nauðgaði henni um hábjartan dag.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskur nuddari á­kærður fyrir kyn­ferðis­brot í Kanada

Fimmtugur íslenskur karlmaður, Guðbjartur Haraldsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada. Samkvæmt fréttum þarlendra miðla hefur Guðbjartur starfað sem nuddari í Surrey borg í nágrenni Vancouver í Bresku Kólumbíu. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu sem sótti hjá honum meðferð.

Erlent
Fréttamynd

Kynferðisofbeldi verður ekki liðið

Eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra var að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég var fokking graður og ég gat ekki stjórnað mér“

Faðir stúlku sem kærði ungan mann fyrir nauðgun segir dóttur sína upplifa að réttarkerfið hafi brugðist henni algjörlega. Maðurinn hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm en vegna ungs aldurs mannsins og tafa á málsmeðferð var dómurinn skilorðsbundinn. Réttargæslumenn ýttu ítrekað á eftir lögreglu að senda málið til saksóknara.

Innlent
Fréttamynd

Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár

Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar.

Innlent
Fréttamynd

Dæmd fyrir að saka mann um nauðgun í BDSM-hópi á Face­book

Kona var í dag dæmd til að greiða manni 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa sakað hann um að hafa nauðgað vinkonu sinni. Ásökunina birti hún í færslu í Facebook-hóp fyrir meðlimi BDSM-samfélagsins. Ummælin voru dæmd ómerkt. Maðurinn höfðaði einnig mál gegn konunni sem hann er sagður hafa nauðgað en tapaði því máli. 

Innlent
Fréttamynd

Ekkert til í því að nemandi hafi nauðgað litlu frænku sinni

Ráðgjafahópur sem skoðaði meint eineltismál vegna nafna drengja sem rituð voru á spegla Menntaskólans við Hamrahlíð, segir að drengir hafi orðið fyrir einelti og útilokun. Ein gróf saga er sögð ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum eftir ítarlega könnun hópsins. 

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur unglingsstúlkum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt átján ára mann í fangelsi fyrir ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn þremur barnungum stúlkum. Var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn vegna mikilla tafa á meðferð og ungs aldurs. Hann játaði brot sín skýlaust í dómssal.

Innlent