Kynferðisofbeldi

Fullorðið fólk megi stunda samræði við börn en börnin ekki skoða klámblað
Baráttusamtökin Öfgar hafa skilað inn umsögn um frumvarp sem kveður á um að kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18 ára. Segja þau frumvarpið framfaraskref fyrir réttindi barna.

Glitter sendur aftur í fangelsi
Barnaníðingurinn Gary Glitter var kallaður aftur til afplánunar í fangelsi rétt rúmum mánuði eftir að hann var látinn laus til reynslu. Bresk fangelsisyfirvöld segja að hann hafi rofið skilmála lausnarinnar.

Tekist á um tíu milljóna samkomulag í nauðgunarmáli
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að vísa skuli frá dómi ákæru á hendur manni fyrir nauðgun. Tekist var á um hvort að skjal með samkomulagi sem maðurinn og fyrrverandi sambýliskona hans gerðu, sem fól í sér að hann greiddi henni tíu milljónir króna fyrir þau brot sem hann hafi framið gegn henni, flokkaðist sem nýtt sönnunargagn eða ekki.

Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings
Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar.

„Kjarninn er að í allt of mörg ár höfum við verið of fá“
Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á meðferð kynferðisbrota og skipulagðrar brotastarfsemi, samkvæmt nýrri áætlun dómsmálaráðherra. Þörfin sé brýn vegna erfiðra mála sem ítrekað hafi komið upp síðustu misseri. Ráða á tugi nýrra starfsmanna til að bregðast við vandanum. Ríkislögreglustjóri segir þau geta gert betur víða.

Bein útsending: Stór skref stigin í lykilþáttum löggæslu
Upplýsingafundur á vegum dómsmálaráðherra verður haldinn á Hilton hótel Nordica í dag. Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari verða á fundinum.

Dómi yfir Jóni Baldvini ekki haggað
Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Jóns Baldvins Hannibalssonar vegna dóms Landsréttar yfir honum fyrir kynferðislega áreitni á Spáni.

Kærasta Ingólfs segir yfirlýsta femínista hafa ítrekað beitt sig ofbeldi
Alexandra Eir Davíðsdóttir segist ítrekað hafa verið beitt ofbeldi af hálfu hópa sem segjast berjast gegn ofbeldi og réttindum kvenna, einungis vegna þess hver maki hennar er. Hún segir þetta fólk hafa birt heimilisfang hennar opinberlega svo hægt væri að eggja húsið eða beita hana eða kærasta hennar líkamlegu ofbeldi.

Í farbanni grunaður um gróft kynferðisbrot gegn konu í bíl
Karlmaður sem breytti flugmiða sínum í því skyni að komast fyrr úr landi eftir að hafa verið kærður fyrir nauðgun þarf að sæta farbanni til 28. mars. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð úr héraði þess efnis.

Ákærð fyrir að senda konu og barnsmóður manns nektarmyndir af honum
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur konu fyrir kynferðisbrot. Hún dreifði nektarmyndum og myndskeiði af karlmanni án samþykkis hans til eiginkonu hans og barnmóður hans og annarrar barnmóður hans.

Hakimi sætir rannsókn eftir ásakanir um nauðgun
Marokkóski fótboltamaðurinn Achraf Hakimi, varnarmaður PSG í Frakklandi, sætir rannsókn eftir að hafa verið sakaður um nauðgun.

Meðhöndlarinn sem braut á fjölda kvenna ætlar með málið til Evrópu
Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hlaut uppsafnað sjö ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, fær mál sitt ekki tekið upp hjá Endurupptökudómi. Hann hefur hrundið af stað fjáröflun í eigin þágu og hyggst fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann heimildamynd um sögu sína vera í bígerð.

Flugstjóra hjá Play sagt upp vegna gruns um kynferðisbrot
Starfsmanni flugfélagsins Play var sagt upp störfum í síðasta mánuði í kjölfar ásakana um kynferðisbrot.

Hakimi sakaður um nauðgun
Samkvæmt franska miðlinum Le Parisen hefur kona sakað hinn gifta tveggja barna föður Achraf Hakimi, leikmann París Saint-Germain, um að hafa nauðgað sér.

„Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“
Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“

Sextán ár bætast við dóm Weinstein
Nauðgarinn og fyrrverandi kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið dæmdur í 16 ára fangelsi, til viðbótar við þann 23 ára fangelsisdóm sem hann afplánar nú.

R. Kelly fær annan þungan fangelsisdóm
Dómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt tónlistarmanninn og barnaníðinginn R. Kelly, í tuttugu ára fangelsi fyrir framleiðslu barnakláms og fyrir að hafa lokkað stúlkur til að stunda með sér kynlíf.

Staðfestu þriggja ára dóm fyrir að nauðga fyrrverandi kærustu
Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Landsréttar í máli manns sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi kærustu sinni. Héraðsdómur hafði sýknað manninn vegna sönnunarskorts.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára.

Fangelsisdómur fyrir brot gegn vistmanni sambýlis staðfestur
Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða langan fangelsisdóm yfir manni sem tók myndskeið af fötluðum vistmanni sambýlis handleika ber kynfæri sín. Maðurinn, sem starfaði á sambýlinu, var sömuleiðis dæmdur fyrir hótun gagnvart samstarfsmanni sem hann sendi myndskeiðið.

Tvítugar stelpur höfðu allar verið kyrktar í kynlífi af ókunnugum gaur
Sérfræðingar í forvörnum gegn kynferðisofbeldi segja fleira þurfa að koma til en viðbragðsáætlanir þegar upp koma kynferðisbrot í framhaldsskólum. Málið sé flóknara en viðameira en það.

„Það er ekki í lagi að vera með kynferðislegar athugasemdir“
„Með þessari aðgerðavakningu erum við að reyna að fá vinnustaði til að senda skýr skilaboð út í vinnuumhverfið og skapa umræður um hvað kynferðisleg áreitni er og hvernig hún birtist,“ segir Sara Hlín Hálfdanardóttir sérfræðingur og verkefnastjóri um nýtt átak Vinnueftirlitsins, #TökumHöndumSaman.

Hætti nánast að geta gengið og léttist um tæplega 100 kíló
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson segist hafa nánast verið hættur að geta gengið þegar hann var orðinn 200 kíló að þyngd. Hann segist hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að hafa lést um tæplega helming.

Nauðgari rekinn degi eftir að hann skoraði þrennu
Enska utandeildarfélagið Radcliffe hefur rekið David Goodwillie degi eftir að hann skoraði þrennu í leik með liðinu.

Dreifing á nektarmyndum af eiginmanni ekki „lostugt athæfi“
Kona var í dag sýknuð af ákæru um að hafa aflað sér og dreift nektarmynd af þáverandi eiginmanni sínum og tveimur nektarmyndum af annarri konu sem maðurinn var í samskiptum við. Samkvæmt dómi telst háttsemin ekki „lostugt athæfi“.

Drífa ný talskona Stígamóta
Drífa Snædal hefur verið ráðin talskona Stígamóta og tekur við starfinu þann 1. mars af Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur sem hefur ráðið sig til almannatengslafyrirtækisins Aton JL. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stígamótum.

Ertu að bjóða barnaníðingum heim til þín?
Með nútímavæðingu þjóðfélagsins, og tilkomu internetsins og samfélagsmiðla, hafa leiðir til að stunda barnaníð orðið fjölbreyttari. Hafa aðferðirnar til barnaníðs einnig þróast í takt við tímann og orðið rafrænni en áður.

Nauðganir, „þrælahald“ og falskt loforð um hjónaband
Andrew Tate og bróðir hans, Tristan, eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, neytt þær í að framleiða klám, bannað þeim að fara úr húsi og að hafa haldið þeim sem þrælum samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði í Rúmeníu. Talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir miklar líkur á að bræðurnir verði ákærðir.

Ár í fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir börnum
Landsréttur staðfesti í dag eins árs óskilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni á áttræðisaldri. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir börnum á leikvelli fyrir framan heimili hans.

Leikmaður sem á að spila í Super Bowl kærður fyrir mannrán og nauðgun
Joshua Sills, leikmaður Philadelphia Eagles, hefur verið kærður fyrir mannrán og nauðgun, innan við tveimur vikum áður en hann á að spila í Super Bowl.