Bítið

Fréttamynd

Hvort er hagkvæmara, hjólhýsi eða hótel?

Á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands er að finna reiknivél sem reiknar út hvort sé hagkvæmara, kaup á hjólhýsi eða gisting á hóteli. Reiknivélin var sett upp í tilefni af því að metsala hefur verið á ferðavögnum síðustu tvö ár.

Neytendur
Fréttamynd

„Við erum á krossgötum“

Sigurður Ingi Jóhannesson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir stjórnvöld vera að meta hvernig þjóðin geti lifað með kórónuveirufaraldrinum. Hann segir Íslendinga nú vera á krossgötum í kórónuveirufaraldrinum.

Innlent
Fréttamynd

Sumarleyfislag Bítisins 2021: „Farinn í fríið“

Sumarleyfislag Bítisins á Bylgjunni fyrir árið 2021 var spilað í þætti dagsins. Lagið Farinn í fríið syngur Gulli Helga ásamt Völu Eiríks pródúsents þáttarins og Lilju Katrínar Gunnarsdóttir sem er augnablikinu í sumarafleysingum í þættinum. 

Lífið
Fréttamynd

Sprenging í lýtaaðgerðum í heimsfaraldri

„Fólk er auðvitað að horfa í myndavélina á fjarfundum og sjá þá allar hrukkur og augnpoka sem hanga yfir augnlokin,“ segir Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í samtali við Bítið í morgun.

Lífið
Fréttamynd

„Ég er feit og ég er einkaþjálfari“

„Það sem maður verður að hugsa fyrst er að álit annarra kemur manni ekkert við,“ segir Arna Vilhjálmsdóttir, sigurvegari Biggest Loser árið 2017. Arna hefur síðustu misseri unnið sem grunnskólakennari en í dag starfar hún sem þjálfari og notar samfélagsmiðla til þess að vera öðrum fyrirmynd.

Lífið
Fréttamynd

Engin aug­ljós tákn um að eld­gosinu sé að ljúka

„Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

„Guðs mildi að hún skuli fá þetta tækifæri“

Tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson verður með annan fótinn í Kólumbíu á næstunni, þar sem kona hans og dóttir eru að flytja þangað. Geir segir að hún hafi ekki fengið vinnu hér á landi þrátt fyrir góða menntun. 

Lífið
Fréttamynd

Samsæriskenningin sem reyndist sönn

„Þetta var bara bomba,“ segir Elva Björk Ágústsdóttir sálfræðingur um vitnisburð söngkonunnar Britney Spears fyrir helgi. Elva Björg heldur úti hlaðvarpinu Poppsálin og fór hún yfir Britney málið í Bítinu á Bylgjunni í dag.

Lífið
Fréttamynd

Segir mögulegt að virðast tíu árum yngri með andlitsæfingum

„Við förum í líkamsrækt til þess að byggja upp vöðvana og stinna húðina, líta betur út og líða betur. Þannig er hægt að gera með andlitið, við erum með yfir 40 vöðva í andlitinu,“ segir Ragnheiður Guðjohnsen andlitsþjálfari. Hún heldur námskeið þar sem hún kennir fólki að þjálfa andlitið til þess að gera útlitið unglegra.

Lífið
Fréttamynd

Segir kulnun og atgervisflótta í læknastéttinni

„Læknar eru bara orðnir mjög þreyttir. Þeir geta ekki hlaupið hraðar og það er ákveðin kulnun og atgervisflótti í læknastéttinni.“ Þetta segir Theódór Skúli Sigurðarson svæfinga- og gjörgæslulæknir og forsvarsmaður undirskrifasöfnunar meðal lækna.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum komin með gott hjarðó­næmi“

„Við erum komin með gott hjarðónæmi. Það er alveg klárt. En viðerum kannski ekki komin með fullkomið hjarðónæmi í þessa yngstu aldurshópa.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Co­vid lýkur ekki fyrr en því lýkur alls staðar“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir baráttuna við kórónuveiruna hvergi nærri búna, þrátt fyrir að bjartari tímar séu fram undan hér á landi. Enn sé langt í land og segir Víðir að við verðum að taka þátt í alþjóðlegri baráttu gegn veirunni.

Innlent
Fréttamynd

Von á lúsmýi á næstu dögum

Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní.

Innlent
Fréttamynd

Bjóst alveg við þessum erfiðleikum

„Ég fór bara í endurhæfingu,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í janúar og hefur verið fjallað um aðgerðina í fjölmiðlum um allan heim. Guðmundur átti afmæli í gær.

Lífið
Fréttamynd

Stefnt að því að halda Þjóðhátíð

„Ef þetta plan stjórnvalda um afléttingar á þessum takmörkunum gengur eftir þá held ég að við Íslendingar séu öll að fá allavega lengra og skemmtilegra sumar en í fyrra. Við fengum allavega júní og júlí í fyrra en svo var allt hert upp aftur og það var enginn Þjóðhátíð,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Kostirnir við Schengen fleiri en gallarnir eins og er

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir kostina við Schengen-samstarfið fleiri en gallana. Alltaf þarf að vega og meta kosti og galla slíks samstarfs. Þetta sagði Áslaug Arna í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Til umræðu var meðal annars geta lögreglu til að vísa brotamönnum úr landi.

Innlent