
Dómstólar

Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun.

María og Sigríður skipaðar dómarar
Dómsmálaráðherra hefur skipað Maríu Thejll í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness frá 1. október 2021 og Sigríði Rut Júlíusdóttur í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur frá sama degi.

Metnar hæfastar til að hljóta skipun í embætti dómara
Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður hefur verið metin hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jafnframt er María Thejll lögmaður talin hæfust til í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness.

Tökum í hornin á tudda
„Metoo - og hvað svo?“ Erlendis eru þeir barnaníðingar sem í skjóli valdastöðu sinnar hafa áratugum saman komist upp með glæpinn nú sóttir til saka og sekir fundnir.

Afstaða efast um lögmæti þess að fangelsa menn á reynslulausn vegna meintra brota
Afstaða, félag fanga, hefur kvartað til Umboðsmanns Alþingis fyrir hönd skjólstæðings síns en málið varðar meðal annars efasemdir félagsins um lögmæti þess að senda menn á reynslulausn aftur í fangelsi vegna nýrra brota sem lögregla hefur til rannsóknar.

Þegar kerfið bregst brotaþolum
Af hverju taka konur sig saman um að segja frá kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum í stað þess að kæra til lögreglu? Það stendur ekki á svörum:

Vilja að ráðherra skoði stöðu vararíkissaksóknara
Aðgerðasinnahópurinn Öfgar segir í ákalli til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að innan dómkerfisins finnist menn sem ítrekað hafi tekið stöðu gegn þolendum kynbundins ofbeldis.

Árétta auglýsingaskyldu eftir að 23 voru ráðnir án auglýsingar
Alls hafa 23 verið ráðnir í störf aðstoðarmanna dómara í Hæstarétti án auglýsingar frá árinu 2006. Allir aðstoðarmennirnir luku lagaprófi frá lagadeild Háskóla Íslands.

Héraðssaksóknari missir reynslubolta í dómarasæti
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Björn Þorvaldsson saksóknara í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann mun sinnastörfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar, frá 1. september 2021.

Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins fer hörðum orðum um Pál Hreinsson
Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, fer afar hörðum orðum um eftirmann sinn Pál Hreinsson í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Hann segir Pál hafa glatað sjálfstæði sínu, hafi hann einhvern tíma verið sjálfstæður yfir höfuð, því hann „starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið“.

Björn Þorvaldsson metinn hæfastur umsækjenda
Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, hefur verið metinn hæfastur umsækjenda um stöðu dómara með starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Háskalegt að gera ekki greinarmun á lögmanni og skjólstæðingi hans
Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir afar mikilvægt í öllum skilningi að halda því til haga að lögmaður er eitt og skjólstæðingur hans annað.

Dæma aftur í máli manns sem þeir hafa þegar sakfellt
Landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Jóhannes Sigurðsson eru ekki vanhæfir til að dæma í máli karlmanns sem þeir hafa áður dæmt í fimm ára fangelsi.

Ætlar Landsréttur að knýja fólk til hefndar?
Í íslenskum rétti gildir sú regla að menn skuli bæta fyrir skaðaverk sem þeir valda, nema sérstakar ástæður réttlæti gjörðir þeirra. Þessi regla gildir einnig um lögaðila. Flestir virðast álíta þetta sjálfsagt og eðlilegt í þeim tilvikum sem auðvelt er að meta tjónið til fjár.

Dómari drepur á dyr
Nú nýverið ákvað einn héraðsdómari að taka þátt í stjórnmálum. Þá ekki fyrsti Sjálfstæðismaðurinn sem gerir það með dómarareynslu á bakinu eins undarlegt og það getur hljómað.

Skipar Hlyn sem dómara
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Hlyn Jónsson lögmann í embætti dómara hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra frá og með 10. júní 2021.

Kvartað vegna þátttöku Áslaugar og Víðis í „Ég trúi“
Kvartað var til umboðsmanns Alþingis yfir þátttöku Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns almannavarna, í myndbandinu „Ég trúi“, sem hlaðvarpið Eigin konur gaf út til stuðnings þolendum ofbeldis.

Grunur um leka á viðkvæmum gögnum til sakborninga um afléttingu bankaleyndar og hleranir
Grunur er um að gífurlega viðkvæmum gögnum, sem varða meðal annars afléttingu bankaleyndar og hleranir, hafi verið lekið til sakborninga sem grunaðir eru um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi. Um er að ræða á annan tug dómsúrskurða sem lögregla, bankastarfsmenn og starfsmenn héraðsdóms höfðu aðgang að.

Af tengslum Hæstaréttar og lagadeildar Háskóla Íslands
Tengsl Hæstaréttar Íslands og lagadeildar Háskóla Íslands eru rótgróin. Þessu kynntist ég þegar ég starfaði fyrir lagadeildina um margra ára skeið. Tengsl af þessu tagi geta verið tvíeggjað sverð.

Forseti Hæstaréttar dregur úr kennslu við HÍ á næsta skólaári
Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, mun draga úr starfsframlagi sínu við lagadeildina frá og með næsta kennsluári. Hann segir það þó vera óháð nýlegri umræðu um aukastörf dómara.

Kennsla og dómarastörf í beggja þágu
Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra.

Reglur um aukastörf dómara „talsvert strangari“ en hjá nágrannaþjóðum
„Þetta snýst alltaf um sjálfstæði og óhæði dómaranna. Að borgarinn geti treyst því að hann njóti og geti flutt mál sitt og fengið úrlausn hjá sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól,“ segir Berglind Svavarsdóttir fráfarandi formaður Lögmannafélagsins um aukastörf dómara.

Meira um dómara og háskólana
Að undanförnu hefur mikilvæg umræða átt sér stað um aukastörf dómara og tengsl þeirra við íslensku háskólana. Sú umræða hefur í nokkru mæli beinst að dómurum við Hæstarétt Íslands.

Sannfærður um spillingu í Hæstarétti: Ný kynslóð elítu í dómskerfinu
Skúli Gunnar Sigfússon, oftast kenndur við skyndibitakeðjuna Subway, kveðst sannfærður um að vinfengi Benedikts Bogasonar, forseta Hæstaréttar, og Sveins Andra Sveinssonar lögmanns hafi ráðið úrslitum í dómi sem féll gegn honum í vetur. Hann er viss um að mikil spilling þrífist í íslenska dómskerfinu.

„Sveinn Andri Sveinsson og Benni Boga eru saman”
Það mátti greina glott á íhyglislegu andliti Benedikts Bogasonar, forseta Hæstaréttar, þegar hann las upp dóm yfir mér í Hæstarétti í vetur leið, þar sem mér var gert að greiða um hálfan milljarð til þrotabús EK 1923 ehf. (áður Eggert Kristjánsson hf. heildsala).

Ríkissaksóknari fær ekki svör og segist ekki geta sinnt eftirlitsskyldum sínum
Lögregla og héraðssaksóknari óskuðu 314 sinnum eftir heimild dómstóla til að beita rannsóknarúrræðum árið 2020 í alls 76 málum. Óskað var 413 aðgerða en 388 voru nýttar. Í 25 tilvikum var ekkert framkvæmt.

Akademísk aukastörf í lögfræði
Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um tengsl íslenskra dómstóla og lagadeilda háskólanna, m.a. Lagadeildar Háskóla Íslands. Af því tilefni er rétt að halda til haga nokkrum sjónarmiðum sem máli geta skipt fyrir upplýsta umræðu.

Aðskilnaður dóms- og kennivalds
Á dögunum rituðu undirritaðir grein í Morgunblaðið þar sem bent var á þau óheppilegu áhrif sem umfangsmikil aukastörf dómara við lagadeildir geta haft á getu þessara sömu deilda til að halda uppi gagnrýni á störf og gjörðir þessara sömu dómara og þeirra dómstóla sem þeir starfa við. Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og lektor við HR brást við skrifum okkar á þessum vettvangi. Við fögnum umræðunni, en viljum árétta nokkur atriði í tilefni af skrifum dómarans.

Í tilefni af umræðu um aukastörf dómara
Á síðustu dögum hefur nokkur umræða farið fram um kennslu- og fræðistörf dómara. Þannig gagnrýndi Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, kennslustörf hæstaréttardómara í síðustu viku og þeir Bjarni Már Magnússon og Haukur Logi Karlsson, doktorar við lagadeild HR, tóku í sama streng í grein í Morgunblaðinu 20. maí sl.

Mál Benedikts Bogasonar fyrir allsherjarnefnd
Páll Magnússon formaður allsherjar og menntamálanefndar telur fulla ástæðu til að ýmsum spurningum og álitaefnum er varða aukastörf hæstaréttardómara sé svarað.