Þorkell Helgason

Fréttamynd

Hvernig reiddi kosningakerfinu af í ný­liðnum al­þingis­kosningum?"

Í nýliðnum þingkosningum reyndi í áttunda sinn á kosningalögin frá síðustu aldamótum. Að vísu var ýmsu breytt með nýjum kosningalögum frá 2021, en þó varð engin breyting gerð á ákvæðum um kjördæmaskipan og úthlutun þingsæta, þeim ákvæðum sem eru viðfangsefni þessa pistils.

Skoðun
Fréttamynd

Nú er tækifæri til að jafna vægi atkvæða

Allt frá endurreisn Alþingis 1845 hefur vægi atkvæða verið mismunandi eftir búsetu. Er þá átt við að ósamræmi hefur verið í því hve margir kjósendur standa að baki hverju þingsæti eftir kjördæmum.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnarskrárafmæli, þýsk og íslensk

"Mannleg reisn er friðhelg.“ Þannig hefst fyrsta grein stjórnarskrár eða grundvallarlaga Sambandslýðveldisins Þýskalands; "Die Würde des Menschen ist unantastbar.“ Þetta var skráð fjórum árum eftir að lokið hafði hörmungartímabili í þýskri sögu þar sem mannhelgin var fótum troðin af valdhöfum.

Skoðun
Fréttamynd

Veiðigjald er ekki skattur heldur afnotagjald

Skattar eru lagðir á "eftir efnum og ástæðum“ eins sagt var í gömlum lögum um álagningu útsvars. [i] Þeir sem betur eru settir greiða hlutfallslega meira en hinir. Þetta er gert af félagslegum ástæðum, til tekjujöfnunar. En þetta á aðeins við um skatta á tekjur einstaklinga.

Skoðun
Fréttamynd

Fullt gjald fyrir afnot fiskimiðanna

Forseti Íslands tók í júlí 2015 við undirskriftum 53.571 kosningabærs Íslendings þar sem skorað var á hann að "…vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir og úthlutar fiskveiðiauðlindinni til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnar­skrá og þjóðinni hefur ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra“.

Skoðun
Fréttamynd

Aukum rétt kjósenda strax

Traust á stjórnmálunum hefur verið lítið og er nú í lágmarki. Fólki finnst það vera haft að fífli, haldið utan við upplýsingar og ákvörðunartöku. Allur þorri kjósenda vill til dæmis að náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign, en í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir nær fimm árum játtu þessu fjórir af hverjum fimm þeirra sem afstöðu tóku.

Skoðun
Fréttamynd

Kvótakerfið: Kjósendur eiga valið

Fyrir skömmu rituðum við grein í Fréttablaðið þar sem við lýstum fyrningar- og útboðsleið. Málið snýst um það hvernig ráðstafa skuli aflahlutdeildunum og innheimta eðlilegan auðlindaarð í gegnum varfærin útboð. Við teljum það raunhæfa málamiðlun.

Skoðun
Fréttamynd

Valfrelsi kjósenda

Ef farið hefði verið að tillögum Stjórnlagaráðs um fyrirkomulag forsetakjörs væri valið auðvelt fyrir vesalings kjósandann.

Skoðun
Fréttamynd

Bessastaðir og Mansion House

Hvað eiga þessi tvö hús sameiginlegt? Annað er aðsetur forseta Íslands en í hinu situr borgarstjóri Lundúnaborgar. Það er þó gjörólíkt hvernig menn komast til ábúðar í þessum húsum.

Skoðun
Fréttamynd

Forsetakosningarnar mega ekki verða markleysa

Forsetakosningar verða haldnar í lok júní. Þegar hefur á annan tug karla og kvenna tilkynnt um framboð og fleiri liggja undir feldi. Einhverjir kunna að heltast úr lestinni en engu að síður gætu kjósendur þurft að velja á milli 10 til 20 frambjóðenda.

Skoðun
Fréttamynd

Forsmánin við Skálholtskirkju og fjóspúkarnir á bitanum

Í Fréttablaðinu 8. júlí sl. er hálfkveðin "frétt“ um svokallað Þorláksbúðarmál. Skýrt er frá því að kirkjuráð hafi ákveðið að "lána“ Þorláksbúðarfélaginu 10,3 milljónir kr. og gefa eina milljón að auki til að félagið geti gert upp skuld við smið

Skoðun
Fréttamynd

Stóryrtar yfirlýsingar um stjórnlagaráð

Í ritstjórnargrein Fréttablaðsins 26. júní s.l. er fjallað um áfangaskýrslu hinnar nýju stjórnarskrárnefndar sem birt var á dögunum. Undirritaður sat í stjórnlagaráði og telur sér því málið skylt.

Skoðun
Fréttamynd

Kjörheftir kjósendur

Framundan eru kosningar til sveitarstjórna á Íslandi. Ímyndum okkur að kosningakerfið væri þannig að á kjörseðlinum stæðu einungis nöfn flokka en engir væru frambjóðendurnir. Að kosningum loknum væri það hlutverk flokkanna sjálfra að velja fulltrúa

Skoðun
Fréttamynd

Góð málamiðlun um kosningakerfi

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefur lagt fram tillögur til breytinga á stjórnarskrárfrumvarpinu. Einna mikilvægasta nýjungin er breytt fyrirkomulag þingkosninga. Þetta ætti að þoka öllu stjórnarskrármálinu áfram til samkomulags með góðum vilja þingmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Leiðir persónukjör til spillingar?

Í umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið er því iðulega haldið fram að rannsóknir sýni að hætta geti verið á meiri spillingu með auknu vægi persónukjörs. Þetta endurspeglast m.a. í Kögunarhólspistli hér í blaðinu 26. janúar sl. undir þeirri afdráttarlausu millifyrirsögn "Meiri spilling“.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnum áfram en verum hvorki tapsár né sigurglöð

Þjóðaratkvæðagreiðslan um stjórnarskrármálið er afstaðin. Þá hefst illu heilli hið íslenska karp um hver sigraði og hver tapaði. Sumir berja sér á brjóst og segja sinn málstað hafa sigrað, jafnvel sinn flokk, eða eru tapsárir og vilja ekki una þeim skilaboðum sem felast í úrslitum kosninganna. Mál er að slíku linni.

Skoðun
Fréttamynd

EKKI kjósa – eða hvað?

Þjóðaratkvæðagreiðslan laugardaginn 20. október snýst um sjálfa stjórnarskrána, grunnlög landsins. Með góðri þátttöku veita kjósendur Alþingi trausta leiðsögn um hvert stefna skuli í stjórnarskrármálinu.

Skoðun
Fréttamynd

Mikilvægur dagur fyrir Álftnesinga og Garðbæinga

Laugardagurinn 20. október er af tvennum sökum stór dagur fyrir okkur á Álftanesi og í Garðabæ. Þá býðst okkur að greiða atkvæði um tvennt sem varðar framtíð okkar. Annars vegar í þjóðaratkvæðagreiðslu um endurbætta stjórnarskrá og hins vegar í atkvæðagreiðslu um endursameiningu Álftaness og Garðabæjar eftir aðskilnað byggðanna á ofanverðri nítjándu öld.

Skoðun
Fréttamynd

Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá?

Í pistlum undanfarnar vikur hafa verið reifaðar þær fimm spurningar sem lagðar verða fyrir þjóðina 20. október nk. og fjalla um einstök lykilatriði í nýrri stjórnarskrá. Eftir situr fyrsta, og um leið aðalspurningin, um það hvort tillögur stjórnlagaráðs skuli lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Skoðun
Fréttamynd

Vilt þú að krefjast megi þjóðaratkvæðagreiðslu?

Þetta er innihaldið í spurningu sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Orðrétt hljóðar hún svo: "Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?“

Skoðun
Fréttamynd

Vilt þú að atkvæði kjósenda vegi jafnt?

Fimmta spurningin sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. um nýja stjórnarskrá fjallar um fyrirkomulag þingkosninga; rétt eins og sú fjórða. Sú spurning sem hér er til umræðu hljóðar svo í heild sinni: "Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?“

Skoðun
Fréttamynd

Vilt þú persónukjör í kosningum til Alþingis?

Efni þessa pistils fjallar um aðra tveggja spurninga um fyrirkomulag þingkosninga sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Í heild er spurningin þannig: "Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?“

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2