Sportpakkinn

Erum með ungt og nýtt lið svo það þýðir ekkert að vera spá í framhaldið
Arnar Daði Arnarsson segir það leiðinlegt að tala í klisjum en það sé nákvæmlega það sem Gróttu liðið sé að gera. Taka einn leik fyrir í einu. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi í Sportpakkanum í gærkvöld.

„Þegar mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað“
Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sex marka sigur á Selfyssingum, 26-20, sem eru með eitt best mannaða lið landsins. Í upphafi leiktíðar var það talið nánast vonlaust verk að gera Gróttu að samkeppnishæfu liði í deild þeirra bestu.

Bjarni um nýja starfið: Verður aðalliðinu innan handar og lokar ekki á endurkomu til KR í framtíðinni
Bjarni Guðjónsson, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að grípa tækifærið og taka við U19 ára liði Norrköping í Svíþjóð en Bjarni hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR.

„Hefði klárlega horft til Cloé ef hún hefði fengið möguleika á að spila“
Þorsteinn Halldórsson þarf að bíða fram í apríl með að stýra íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn. Hann hefði kosið að vinna með liðinu í þessum mánuði en segir að það hafi verið rétt ákvörðun að fara ekki á æfingamótið í Frakklandi.

Segir umgjörðina hjá Val svipaða og hjá sterkum liðum á Norðurlöndunum
Arnór Smárason segir að aðstaðan og umgjörðin hjá Val sé sambærileg því sem hann kynntist á ferli sínum sem atvinnumaður.

Nýliðarnir halda áfram að koma á óvart og Keflvíkingar óstöðvandi
Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir leikina.

„Fullt af merkjum um það að við eigum fína framtíð“
Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður, atvinnumaður og nú sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór yfir frammistöðu Íslands í leikjunum tveimur gegn Frakklandi og Noregi.

„Mjög stoltur að KSÍ hafi leitað til mín“
Davíð Snorri Jónasson er nýr þjálfari U21 landslið Íslands í knattspyrnu. Hann er mjög spenntur fyrir komandi verkefni og stoltur af því að KSÍ hafi leitað til hans.

„Var gamall og reynslumikill leikmaður en núna er ég ungur, óreyndur og vitlaus þjálfari“
Guðjón Valur Sigurðsson nýtur sín vel í þjálfarahlutverkinu en segir að hann eigi enn margt eftir ólært á þeim vettvangi.

Guðjón Valur: Elliði er miklu eldri í höfðinu en vegabréfið segir til um
Guðjón Valur Sigurðsson fer fögrum orðum um Elliða Snæ Viðarsson sem leikur undir hans stjórn hjá Gummersbach í þýsku B-deildinni.

Guðmundur telur það best að taka eitt skref í einu
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, fór sparlega í yfirlýsingarnar fyrir HM í Egyptalandi sem hefst á morgun.

Stefán Rafn: Er gjörsamlega kominn með ógeð af þessu
Stefán Rafn Sigurmannsson, landsliðsmaður í handbolta, segist vera búinn að fá ógeð af meiðslunum sem hafa plagað hann síðustu ár og að hann sé nú kominn heim til að ná sér hundrað prósent heilum á nýjan leik.

Segir lykilatriði að koma afreksíþróttafólkinu okkar aftur af stað
Stefnt er á að Reykjavíkurleikarnir fari fram í febrúar á næsta ári, sem er ekki síst gott fyrir okkar besta afreksíþróttafólk sem hefur legið í dvala síðan í mars á þessu ári vegna kórónuveirunnar.

Aron gæti misst af HM í handbolta
Aron Pálmarsson er meiddur á hné og næstu dagar munu skera úr um það hvort hann verði leikfær fyrir leikina gegn Portúgal sem og þegar HM í handbolta fer fram í Egyptalandi.

NBA-deildin snýr aftur „heim“ á Stöð 2 Sport | Veisla á jóladag
NBA-deildin í körfubolta snýr aftur heim á Stöð 2 Sport um jólin. Sýndur verður fjöldi leikja í beinni útsendingu þann 25. desember, jóladag. Síðan verður sýnt jafnt og þétt frá þessari bestu körfuboltadeild í heimi í allan vetur.

Logi um þjálfarateymi Íslands: Geta náð gríðarlega langt í þessu starfi
Logi Ólafsson er spenntur fyrir nýju þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og telur þá eiga framtíðina fyrir sér.

Þetta var tiltölulega einföld ákvörðun fyrir mig
Logi Ólafsson segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að taka við FH á nýjan leik er það stóð til boða. Hann telur liðið þó þurfa að bæta við sig leikmönnum til að geta barist á toppi Íslandsmótsins næsta sumar.

Þórir segir sigur á stórmóti vera „toppinn á kransakökunni“
Vísir heyrði hljóðið í Þóri Hergeirssyni, þjálfara kvennaliðs Noregs í handbolta en hann gerði liðið að Evrópumeisturum á dögunum.

Ráðist verður í aðgerðir til að hjálpa íþrótta- og æskulýðsstarfi | Myndband
Greint var frá því í dag að ríkisstjórnin mun ráðast í aðgerðir til þess að styðja við starf íþrótta- og æskulýðsfélaga sem hefur raskast vegna kórónufaraldursins.

Helena Ólafs um mál Jóns Þórs: Fyrst og fremst sorglegt
Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Pepsi Max Markanna á Stöð 2 Sport, sem og fyrrum leikmaður og þjálfari íslenska landsliðsins, segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins í dag fyrst og fremst sorglega.

Arnar um að Kári verði áfram: Jákvætt fyrir mig, klúbbinn og hann sjálfan
Miðvörðurinn Kári Árnason skrifaði undir nýjan samning við Víking í dag. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Kára sem og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga.

Hefði verið skelfilegt og skilið eftir óbragð í munninum að enda þetta svona
Kári Árnason skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Víking. Varnarjaxl íslenska landsliðsins og Víkings gat ekki látið þetta vonbrigða ár verið sitt síðasta á ferlinum.

Gaupi hitti Þórólf: „Finnst íþróttamenn ekki geta kvartað umfram aðra“
Guðjón Guðmundsson ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í dag. Hann segir að íþróttafólk búi ekki við meiri hömlur vegna kórónuveirufaraldursins en aðrir og segir rangt að Ísland sé eitt fárra landa sem banni íþróttaiðkun.

Gummi Tóta um möguleikana með landsliðinu: Klár í að hjálpa innan vallar sem utan
Guðmundur Þórarinsson vonast til að fá tækifæri með íslenska landsliðinu undir stjórn nýs þjálfara. Hann telur sig geta nýst liðinu bæði innan vallar sem utan.

Segir að íþróttastarf hér á landi verði í skugga faraldursins fram eftir næsta ári
Forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans, sem COVID-göngudeildin er hluti af, telur að íþróttastarf hér á landi verði í skugga kórónufaraldursins fram eftir 2021.

Þórólfur svarar gagnrýnisröddum: „Eru dæmi um það að menn hafi smitast í íþróttum“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var í viðtali í Sportpakka kvöldsins og ræddi þar um stöðuna í íþróttalífinu.

Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar
Skipta þarf um gólf á Laugardalshöllinni vegna leka sem varð í síðustu viku.

Segir löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs | Telur Laugardal miðstöð íþrótta
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur löngu tímabært að hefja byggingu nýs þjóðarleikvangs. Bæði fyrir knattspyrnu og íþróttir innanhúss.

Geri mitt besta og sjáum svo hvað Gummi segir
Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals í Olís deild karla í handbolta, var í dag valinn í A-landsliðið í handbolta er tveir leikmenn þurftu að draga sig úr hópnum.

Magnús Már: Fótbolti frá morgni til kvölds og mikið að gera
Gaupi ræddi við Magnús Má Einarsson, ritstjóra Fótbolta.net, fyrir Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Magnús Már hefur starfað lengi í bransanum og er nú í rauninni báðum megin við borðið.