Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Vísindasamfélagið

Brynjar Níelsson segir að svo virðist sem ýmsir telji peninga vaxa í sérhannaðri skúffu hjá Bjarna Ben og að maturinn verði til í Bónus.

Skoðun
Fréttamynd

Átta greindust innan­lands

Átta greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. Ekki hafa svo fáir greinst á einum degi síðan 14. september. Einungis tveir af þessum átta sem greindust voru í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Er­lendir nemar einir á báti

Síðustu tvær annir hafa verið öllum krefjandi og erfiðar. Nemendur finna fyrir auknu álagi, stressi og kvíða. Flestir eru orðnir langþreyttir á kennslu í gegnum samskiptaforritið ZOOM og að fá ekki að hitta fólk upp í skóla, en nærri því öll þessi önn hefur verið kennd á rafrænan máta.

Skoðun
Fréttamynd

Trump sagður velta sér upp úr ó­sigrinum á meðan far­aldurinn geisar

Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna

Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna.

Innlent
Fréttamynd

Gætum náð góðum árangri jafnvel fyrir fyrsta í aðventu

Gert er ráð fyrir að þær samfélagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til til að sporna gegn útbreiðslu covid-19 muni hafa þau áhrif að smitsuðullinn haldist undir einum samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands um þróun faraldursins hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Bretar afnema heimkomusóttkví vegna ferðalaga til Íslands

Ísland er á meðal átta ríkja sem breskir ferðamenn geta heimsótt án þess að þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví vegna kórónuveirunnar við heimkomu frá og með laugardegi. Bann við óþarfa ferðalögum hefur verið í gildi á Bretlandi frá því í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Eitt prósent Ítala með Covid-19

Heilbrigðisstarfsmenn á Ítalíu eiga erfitt með að standast það álag sem er á þeim um þessar mundir vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.

Erlent