Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri

Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær.

Innlent
Fréttamynd

31 greindist smitaður í gær

Alls greindist 31 einstaklingur með kórónaveiruna innanlands í gær en af þeim sem greindust voru 20 óbólusettir. Fimmtán einstaklingar voru utan sóttkvíar við greiningu. 

Innlent
Fréttamynd

Fólk með bælt ó­næmis­kerfi fái þriðja skammtinn fyrr

Lyfja­stofnun Evrópu, EMA, hefur nú hefur nú gefið það út að ein­staklingar 18 ára og eldri geti fengið örvunar­skammt af bólu­efni Pfizer/BioN­Tech gegn Co­vid-19. Það er þó í höndum heil­brigðis­yfir­valda í hverju landi fyrir sig að á­kveða hverjir fá þriðja skammtinn.

Erlent
Fréttamynd

Fylgist vel með hömlulausri Danmörku

Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur skilaði minnisblaði í morgun

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands í morgun. Hann vill ekkert upplýsa um tillögur sínar en ítrekar það sem komið hefur fram í máli hans síðustu daga; að honum þyki skynsamlegt að fara hægt í afléttingar.

Innlent
Fréttamynd

25 greindust með veiruna í gær

Í gær greindust 25 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands. Af þeim sem greindust voru 22 með einkenni en þrír greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. 

Innlent
Fréttamynd

Forseti Íslands í smitgát

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 

Innlent
Fréttamynd

Hraðpróf á Hlíð neikvæð

Hraðpróf sem íbúar í sóttkví á Hlíð, hjúkrunarheimili Heilsuverndar á Akureyri, hafa farið í um helgina hafa hingað til verið neikvæð. Íbúarnir fara í PCR-próf á morgun og verður sóttkví aflétt hjá þeim sem fá neikvætt svar þar.

Innlent
Fréttamynd

31 greindist smitaður í gær

Ekki greindust jafn margir smitaðir af Covid-19 í gær og í fyrradag. Hins vegar þarf að taka mið af því að um helgar fara færri í sýnatöku.

Innlent
Fréttamynd

Ullarvika á Suðurlandi í fyrsta skipti

Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid.

Innlent
Fréttamynd

61 greindist smitaður í gær

Töluvert fleiri greindust smitaðir af Covid-19 í gær en hafa gert undanfarna daga. 61 greindist smitaður og þar af voru 35 í sóttkví. Af þeim sem greindust voru 25 á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar á Hlíð í sóttkví

Íbúar á einu heimili Heilsuverndar hjúkrunarheimila á Hlíð á Akureyri eru nú komnir í sóttkví eða smitgát ásamt nokkrum starfsmönnum vegna smits sem greindist hjá einum starfsmanni seinni partinn í gær, föstudag.

Innlent
Fréttamynd

39 greindust með kórónu­veiruna í gær

39 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ellefu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 28 prósent. 28 voru utan sóttkvíar, eða 72 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Ástralir opna landamærin og hleypa landsmönnum út

Yfirvöld í Ástralíu hafa ákveðið að opna landamæri ríkisins í nóvember næstkomandi en frá því í mars á síðasta ári hafa landsmenn búið við einar ströngustu reglur í heimi þegar kemur að ferðatakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Sex­tán greindust smitaðir í gær

Sextán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 44 prósent. Níu voru utan sóttkvíar, eða 56 prósent.

Innlent