
Hollenski boltinn

Henderson: „Vona að hann hafi verið ánægður“
Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við PSV.

Willum fékk rautt í sigri
Willum Þór Willumsson fékk að líta rauða spjaldið í sigri Go Ahead Eagles í hollensku deildinni í dag.

Kristian spilaði allan leikinn í jafntefli stórliðanna
Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði allan leikinn fyrir Ajax er liðið gerði jafntefli við PSV í hollensku deildinni í kvöld.

Kristian Nökkvi valinn besti ungi leikmaðurinn í janúar
Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni, hlaut í gær viðurkenningu sem besti ungi leikmaður deildinnar í janúar, en verðlaunin er kennd við goðsögnina Johan Cruijff.

Willum einn af pressukóngum Evrópu
Íslenski landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson er í frábærum hópi á mjög athyglisverðum tölfræðilista unnum upp úr upplýsingum frá sjö bestu deildum Evrópu.

Arnór lagði upp gegn Hollywood-liðinu og Rúnar Þór skoraði
Arnór Sigurðsson lagði upp eitt af fjórum mörkum Blackburn Rovers þegar liðið lagði Hollywood-lið Wrexham í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu, FA Cup. Þá er Rúnar Þór Sigurgeirsson áfram á toppnum í hollensku B-deildinni.

Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Kristian Nökkvi Hlynsson heldur áfram að gera frábæra hluti með Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Í kvöld skoraði hann og lagði upp í 4-2 útisigri á Heracles.

María tryggði Íslendingaliði Fortuna stig á móti Ajax
María Catharina Ólafsdóttir Gros skoraði jöfnunarmark Fortuna Sittard í 1-1 jafntefli liðsins gegn Ajax í hollensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Lára Kristín til Íslendingaliðsins í Hollandi
Lára Kristín Pedersen er gengin í raðir Fortuna Sittard í Hollandi. Hún kemur frá Val þar sem hún varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð.

Kristian Nökkvi skoraði í stórsigri
Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles.

Willum skoraði er Ernirnir komust aftur á sigurbraut
Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Henderson fer til Ajax
Jordan Henderson er við það að ganga til liðs við hollenska liðið Ajax frá Al-Ettifaq í Sádi Arabíu samkvæmt nýjustu fréttum.

Henderson fær að fara frá Sádi Arabíu og nálgast Ajax
Enski landsliðsmaðurinn Jordan Henderson hefur náð samkomulagi við lið Al Etiffaq í Sádi Arabíu um að fá að losna undan samningi sínum og snúa aftur til Evrópu.

Kristian hafði betur gegn Willum í markaleik
Íslendingaliðin Go Ahead Eagles og Ajax mættust í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Kristian Hlynsson og Willum Þór Willumsson voru báðir í byrjunarliði síns liðs.

Elías Már skoraði í endurkomusigri NAC Breda
Elías Már Ómarsson skoraði jöfnunarmark NAC Breda í dag þegar liðið sótti þrjú mikilvæg stig til Emmen í hollensku B-deildinni.

Nú í banni út um allan heim
Bann Hollendingsins Marc Overmars nær nú út fyrir Holland því aganefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins hefur úrskurðað að ársbann hans frá fótbolta sé í gildi út um allan heim.

Nálægt því að fá Kristian sem sé „skrýtið“ núna
Ekki mátti miklu muna að Kristian Nökkvi Hlynsson, einn nýjasti A-landsliðsmaður Íslands í fótbolta, færi frá Ajax til De Graafschap í sumar. Í staðinn er hann kominn í stórt hlutverk hjá hollensku risunum.

Willum lagði upp en Kristian og félagar úr leik eftir tap gegn D-deildarliði
Willum Þór Willumsson og félagar hans í Go Ahead Eagles eru komnir í 16-liða úrslit hollensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir öruggan 7-1 sigur gegn C-deildarliði De Treffers í kvöld. Kristian Hlynsson og félagar eru hins vegar úr leik eftir 3-2 tap gegn D-deildarliði USV Hercules.

AZ Alkmaar sækir ungan Gróttumann
Hinn 16 ára gamli Tómas Johannessen er genginn til liðs við hollenska félagið AZ Alkmaar frá Gróttu.

Kristian spilaði þegar Ajax missti niður forystu
Kristian Nökkvi Hlynsson kom inn á í hálfleik þegar Ajax mætti Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Fjórði leikurinn í röð án sigurs hjá Willum
Willum Þór Willumsson og samherjar hans í Go Ahead Eagles gerðu í kvöld 1-1 jafntefli gegn Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Algjör viðsnúningur á gengi Ajax eftir martraðabyrjun
Hollenski risinn Ajax virðist vera vaknaður eftir hræðilega byrjun á tímabilinu en eftir fjóra sigurleiki í röð er liðið komið upp í 5. sæti deildarinnar.

Hildur skoraði tvö í stórsigri
Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir átti góðan leik fyrir Fortuna Sittard er liðið vann 0-6 stórsigur gegn Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Willum og félögum
Willum Þór Willumsson og félagar hans í Go Ahead Eagles máttu þola 0-2 tap er liðið tók á móti Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Jón Dagur lagði upp og Ajax vann fjórða leikinn í röð
Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp í Belgíu og Kristian Nökkvi var í byrjunarliði Ajax sem virðist loks hafa fundið sigurformúluna.

Kristian fremstur í flokki á uppleið Ajax
Kristian Hlynsson skoraði annan leikinn í röð þegar Ajax lagði NEC Nijmegen 2-1 að velli. Alfons Sampsted fagnaði 3-1 sigri með Twente gegn Willumi Þór og félögum í Go Ahead Eagles.

Hildur og María komu að fjórum mörkum í risasigri
Íslensku knattspyrnukonurnar Hildur Antonsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros léku stórt hlutverk fyrir Fortuna Sittard er liðið vann sannkallaðan risasigur gegn Telstar í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld, 7-1.

Hildur kom Fortuna Sittard á bragðið í stórsigri
Hildur Antonsdóttir skoraði fyrsta mark Fortuna Sittard er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Heereveen í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Kristian Nökkvi í byrjunarliðinu þegar Ajax varð af stigum undir lokin
Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans í Ajax gerðu 2-2 jafntefli gegn Almere City í hollenska boltanum í dag. Almere jafnaði úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Sjóðandi heitur Willum Þór tryggði sigurinn
Willum Þór Willumsson tryggði Go Ahead Eagles sigur í hollensku deildinni þegar hann skoraði eina mark liðsins í sigri á Waalwijk.