Keflavík ÍF

Fréttamynd

Umfjöllun: Keflavík - FH 2-3 | Fyrirliðinn sá til þess að FH komst aftur á sigurbraut

FH marði Keflavík í kaflaskiptum leik á HS Orku vellinum í Bestu deild karla í kvöld. Leikurinn endaði 3-2 þar sem fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, reyndist hetja liðsins þegar hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. Eftir þrjú töp í röð náði FH loks að sigra og lyftir sér upp í fjórða sætið í Bestu deild karla en Keflavík vermir botnsætið sem áður.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Keflavík fær úkraínskan framherja fyrir fallbaráttuna

Keflvíkingar hafa styrkt sig fyrir komandi fallbaráttu í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur samið við úkraínska framherjann Robert Gegedosh sem kemur til liðsins frá St. Lucia sem leikur í efstu deild á Möltu. Keflvíkingar sitja á botni deildarinnar með 10 stig þegar 16 umferðum er lokið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hann leikur þetta bara og fær vítið“

Keflavík og Víkingur gerðu 3-3 jafntefli í Bestu deildinni í knattspyrnu í gær. Fyrsta mark Víkinga kom úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Danijel Dejan Djuric lét sig falla í teig Keflvíkinga. 

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður Ragnar: Erum að vinna í að fá styrkingu

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur var að vonum vonsvikinn með 2-0 tap sinna manna gegn KR nú í kvöld. Siggi Raggi viðurkendi að betra liðið hefði sigrað en á sama tíma sagðist hann geta tekið margt jákvætt út úr leiknum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við ræddum um starfslokasamning við þá“

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, segir að Keflvíkingar ætli að styrkja hópinn sinn í félagaskiptaglugganum sem opnar á næstu dögum en liðið er strax byrjað að losa sig við leikmenn til að gera pláss fyrir nýja.

Fótbolti