Keflavík ÍF

Fréttamynd

„Við mætum dýrvitlausar í kvöld“

Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti magnaðan leik fyrir Val er liðið vann annan leik einvígis liðsins við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á dögunum. Valur leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sér titilinn með sigri í Reykjanesbæ í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“

„Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. 

Sport
Fréttamynd

„Við ætluðum okkur klárlega stærri hluti“

„Hjalti er búinn að vera í fjögur ár í Keflavík og í körfuboltaheiminum er það mjög langur tími. Heilt yfir hefur hann staðið sig vel og er samningslaus eftir tímabilið. Ég var ekki búinn að eiga neitt spjall við hann um að hann myndi hætta,“ sagði Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur, í samtali við Vísi.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta er rosalega KR-legt“

KR-ingar byggja sóknarleik sinn mikið á spili upp kantana. Það skilaði sér í báðum mörkum þeirra í 0-2 sigri KR gegn Keflavík á laugardag á gervigrasinu fyrir utan Nettó-höllina í Bestu deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Hjalti Þór hættur með Kefla­vík

Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild karla, er hættur með liðið. Þetta staðfesti Hjalti Þór eftir að Keflavík féll úr leik í úrslitakeppni Subway-deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Fastan og fótboltinn fari vel saman

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í gær að leyfa leikmönnum að óska eftir drykkjarhléi í fótboltaleikjum á Íslandi á meðan á Ramadan, heilagasti mánuður múslima, stendur. Mánuðinum fylgir fasta og Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, fastar þessa dagana og fagnar reglubreytingunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Um­fjöllun og viðtöl: Njarð­­­­vík – Kefla­­­­vík 44-79 | Sendu Ís­lands­­meistarana í sumar­frí og flugu inn í úr­slitin

Fyrr í kvöld fór fram fjórði leikur Njarðvíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar kvenna. Um var að ræða heimaleik Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni. Keflavík hafði forystu í einvíginu með tvo vinninga gegn einum og gat tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri. Skemmst er frá því að segja að Keflavík vann stóran sigur í leiknum 44-79 og tryggði sér þar með sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn,

Körfubolti
Fréttamynd

Leikur KR og Keflavíkur færður

Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það kallast að verjast þegar þú ert að sækja“

„Maður fann það síðustu vikuna að páskarnir voru eiginlega bara fullir tillhlökkunar að æfa og bíða eftir þessum degi í rauninni,“ sagði Sindri Snær Magnússon, miðjumaður Keflavíkur eftir 1-2 sigur þeirra á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Fylkir - Keflavík 1-2 | Gríðarleg dramatík í Lautinni

Nýliðar Fylkis töpuðu 1-2 gegn Keflavík í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að hafa komist yfir með fyrsta marki Bestu deildarinnar árið 2023. Markið skoraði Benedikt Daríus Garðarsson. Sami Kamel Jafnaði metinn á 74. mínútu og sigurmarkið skoraði svo Dagur Ingi Valsson í uppbótartíma leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Menn eru mjög bjart­sýnir í efri byggðum Kópa­vogs“

Spennan magnast sífellt fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu sem hefur göngu sína síðar í dag. Vísir og Stöð 2 heyrðu í mönnum og spurðu einfaldlega hvaða körfur þeir gera til síns lið. Hér að neðan má heyra kröfur liðanna sem talið er að verði í botnbaráttu. Þau eru HK, Keflavík, Fylkir og Fram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það skemmtilegasta sem maður gerir“

Taugarnar eru ljómandi fínar. Það er ótrúleg tilhlökkun og gleði í loftinu, segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, en hans menn opna Íslandsmótið sem nýliðar er Keflavík heimsækir Árbæinn klukkan 14:00 í dag.

Íslenski boltinn