ÍBV

Eiður Benedikt: Maður veit aldrei þegar maður er að mæta ÍBV
Valskonur komu sér áfram eftir eins marks sigur á ÍBV í 8-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna á Hásteinsvelli í dag. Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur með sigur sinna kvenna í leikslok.

KFS áfram í 16-liða Mjólkurbikarsins en ÍBV úr leik
Fjórum leikjum er lokið af þeim níu sem eru á dagskránni í 32 liða úrslitum Mjólkurbikar karla í dag og það eru ansi óvænt úrslit sem nú þegar hafa átt sér stað.

„Maður verður að leggja sig fram“
„Ég er aðallega bara svekktur að hafa mætt til leiksins eins og við mætum til leiks,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 3-0 tap gegn Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 3-0 | Upprúllun í Garðabænum
Stjarnan vann virkilega góðan 3-0 sigur á ÍBV í 7. umferð Pepsi Max deildarinnar.

Dramatík í Eyjum
ÍBV vann dramatískan 2-1 sigur á Þór en liðin mættust í 6. umferð Lengjudeildar karla í Vestmannaeyjum í kvöld.

Gæti orðið markakóngur þrátt fyrir að missa af úrslitaeinvíginu
Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur skorað sitt síðasta mark í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta en hann gæti engu að síður orðið markakóngur keppninnar.

ÍBV fær landsliðskonu frá Serbíu
Serbneska landsliðskonan Marija Jovanovic hefur gengið frá samkomulagi við handknattleiksdeild ÍBV og skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Hákon Daði: Stutt í gleðina og stutt í sorgina
Hákon Daði Styrmisson lék sinn síðasta leik fyrir ÍBV í bili þegar liðið vann Val í kvöld, 27-29. Hann, eins og aðrir Eyjamenn, var samt sár og svekktur í leikslok.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 27-29 | Valsmenn héldu út og komust í úrslit
Valur er kominn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla þrátt fyrir tap gegn ÍBV, 27-29, á heimavelli í kvöld. Valsmenn unnu fyrri leikinn í Eyjum, 25-28, og einvígið samanlagt, 55-54. Valur mætir Haukum í úrslitaeinvíginu sem hefst í næstu viku.

Eyjamenn hafa ekki tapað á Hlíðarenda í fjögur ár en þurfa 3-4 marka sigur
Valur og ÍBV spila í kvöld seinni leik sinn í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Valsmenn hafa þriggja marka forskot síðan úr fyrri leiknum í Vestmannaeyjum.

Staðfesta það að Agnar Smári verður í banni á föstudaginn
Valsmaðurinn Agnar Smári Jónsson mun ekki spila með Val í seinni leiknum á móti ÍBV í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta.

Umfjöllun: ÍBV - Valur 25-28 | Valsmenn fara með þrjú mörk úr Eyjum
Valur vann frábæran sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum er liðin mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Rosaleg dramatík átti sér stað undir lok leiks sem þýðir að Valur er þremur mörkum yfir fyrir síðari leik liðanna.

ÍBV áminnt vegna andstyggilegra hrópa
„Það er ólíðandi að leikmenn og fjölskyldur þurfi að sitja undir svona á leikjum. Það getur ekki gengið upp til lengdar,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, um hegðun stuðningsmannahóps ÍBV á leikjum við FH.

Valsmenn þurfa að gera það í næstu leikjum sem þeim tókst ekki í vetur
ÍBV tekur á móti Val í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta en það lið sem hefur betur samanlagt út úr tveimur leikum spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 2-1 | Fyrsta tap Selfoss
Selfoss tapaði sínum fyrsta leik þetta sumarið er liðið beið í lægri hlut gegn ÍBV í slagnum um Suðurland.

„Uppleggið var að mæta grimmar og kröftugar en ekki að vera komnar undir eftir eina mínútu“
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var sáttur með sigur á móti taplausu Selfoss liði í Pepsi Max deild kvenna í dag.

ÍBV kom til baka og náði í stig gegn Kórdrengjum
ÍBV og Kórdrengir gerðu 2-2 jafntefli í Vestmannaeyjum. Um var að ræða eina leik kvöldsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu.

Sjáðu brottvísanaflóðið í Krikanum í gær
Mikið gekk á í seinni leik FH og ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í gær. Hvorki fleiri né færri en sextán tveggja mínútna brottvísanir voru gefnar í leiknum sem endaði með 33-33 jafntefli en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Sjáðu ótrúlega endurkomu Eyjamanna í Krikanum
Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir tókst ÍBV að koma til baka gegn FH og tryggja sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla.

Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 33-33 | Sigtryggur vann
ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir 33-33 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leikurinn í Eyjum endaði einnig með jafntefli, 31-31, en ÍBV fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Sigtryggur: Lagt upp með að ég endaði með boltann
Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar.

Mætast í þriðja sinn á einni viku
FH og ÍBV mætast í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla. Þetta er þriðji leikur liðanna á viku.

Dregið í Mjólkurbikar kvenna: Valur og ÍBV mætast þriðja árið í röð
Dregið var í 8 liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta í dag í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Sport.

„Var þetta ekki bara frábær handbolti?“
Leikur ÍBV og FH var æsispennandi eins og við var að búast. Jafntefli, 31-31, var niðurstaðan í Vestmannaeyjum í kvöld.

Delaney skaut ÍBV áfram í Mjólkurbikarnum
ÍBV er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikar kvenna eftir 2-1 sigur á Stjörnunni er liðin mættust í Garðabæ í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 31-31 | Jafntefli í spennutrylli
ÍBV og FH gerðu jafntefli í fyrsta leik úrslitakeppni karla í handbolta. FH-ingar hafa aldrei unnið leik í Vestmannaeyjum í úrslitakeppni en fengu kjörið tækifæri undir lok leiksins.

FH-ingar hafa aldrei unnið í Vestmannaeyjum í úrslitakeppni
Úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum og sá fyrri gæti boðið upp á söguleg úrslit í Vestmannaeyjum.

Seinni bylgjan: Heimir Örn lét Kidda heyra það
Skondið atvik átti sér stað í leik FH og ÍBV á dögunum þegar Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, lét í sér heyra á hliðarlínunni. Dómari leiksins, Heimir Örn Árnason, var augljóslega ekki í stuði fyrir tuð.

Grindavík og ÍBV með sigra í Lengjudeildinni
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeildinni í dag. Grindavík heimsótti Vestra og vann góðan 3-2 sigur og ÍBV tók á móti Víking Ó. þar sem niðurstaðan varð 2-0 sigur heimamanna.

Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór í úrslit eftir framlengdan leik
KA/Þór og ÍBV mættust í oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna. Einvígi liðanna hefur verið frábært og var það áfram í dag en framlengja þurfti leikinn til að knýja fram sigurvegara. Fór það svo að KA/þór vann með eins marks mun, 28-27.