Besta deild karla

Fréttamynd

Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik

Jóhannesi Karli Guðjónssyni tókst að bjarga Skagamönnum frá falli úr Pepsi Max deild karla og koma liðinu í bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í átján ár. Það er stutt í bikarúrslitaleikinn en Þungavigtin segir að þjálfari ÍA sé ekki á landinu þótt að það sé stutt í leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við verðum að taka til og hagræða“

„Við vorum með stóran hóp og mikla umgjörð, og við verðum að taka til og hagræða,“ segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Ljóst er að karlalið Vals kveður að minnsta kosti fimm leikmenn eftir vonbrigðatímabil og mikil óvissa ríkir um markvörðinn Hannes Þór Halldórsson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Segir lágstemmdan lokafögnuð faraldrinum að kenna

Stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að halda ekki hefðbundið lokahóf að afloknu keppnistímabili um helgina. Óánægja er með þá ákvörðun í röðum Íslandsmeistara félagsins í kvennaflokki. Framkvæmdastjóri Vals þvertekur fyrir að ákvörðunin hafi verið tekin vegna ófullnægjandi árangurs karlaliðsins.

Íslenski boltinn