Ástin á götunni

Fréttamynd

Freyr fékk nýjan tveggja ára samning hjá KSÍ

Freyr Alexandersson verður áfram þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta en hann hefur gert nýjan tveggja ára samning við KSÍ og mun í það minnsta stýra liðinu út undankeppni EM 2017. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Haukur Heiðar að semja við AIK í Svíþjóð

Sænski fréttamiðillinn FotbollDirekt hefur heimildir fyrir því að sænska úrvalsdeildarfélagið AIK sé mjög nálægt því að semja við íslenska bakvörðinn Hauk Heiðar Hauksson, sem hefur gert það gott hjá KR-liðinu síðustu ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bannar FIFA fótboltamönnum að fagna eins og Klose?

Indverjinn Peter Biaksangzuala lést á dögunum eftir að hafa lent illa á hálsinum eftir misheppnað heljarstökk í leik í indversku deildinni. Afleiðingar þessa hræðilega slys í Indlandi gætu orðið að það væri bannað að fagna marki með því að taka heljarstökk.

Fótbolti
Fréttamynd

Miðinn á Tékkaleikinn kostar 6000 krónur hjá KSÍ

Næsti leikur íslenska karlalandsliðsins í undankeppni EM 2016 verður í Tékklandi 16. nóvember en þá mætast efstu lið riðilsins sem bæði hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. Það er hægt að kaupa miða á leikinn í gegnum KSÍ.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðlaugur Þór: Laugardalsvöllur er eign Reykjavíkurborgar

Enn og aftur er komin umræða um stækkun stúkunnar á Laugardalsvelli og að fjarlægja hlaupabrautina sem umlykur völlinn. Valtýr Björn Valtýsson ræddi málið við Guðlaug Þór Þórðarson starfandi formann fjárlaganefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fótbolti
Fréttamynd

Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka

Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Regins, rekstraraðila Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna.

Íslenski boltinn