
Spænski boltinn

Mourinho daðrar við Real Madrid
José Mourinho, þjálfari tyrkneska félagsins Fenerbahce, útilokar það ekki að taka aftur við spænska stórliðinu Real Madrid. Hvort félagið hafi áhuga á því er samt allt önnur saga.

Barcelona í kapphlaupi við tímann
Barcelona þarf að gera ráðstafanir og helst sem allra fyrst ætli félagið að geta notað eina af stærstu stjörnum liðsins eftir áramót.

Missti tönn en fann hana á vellinum
Evrópumeistarinn Dani Olmo missti tönn í baráttu við Marc Bartra, í leik Barcelona og Real Betis í spænsku 1. deildinni í fótbolta um helgina.

Hildur skoraði fyrsta markið fyrir Madrídinga
Hildur Antonsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Madrid CFF í 2-1 sigri gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni.

Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona
Real Madrid bætti upp fyrir slæmt tap í vikunni með öruggum 3-0 sigri á útivelli gegn Girona. Erkifjendur þeirra frá Barcelona misstigu sig fyrr í dag og Madrídingar geta tekið toppsætið af þeim með sigri í leiknum sem þeir eiga til góða.

Í beinni: Real Betis - Barcelona | Barca ætlar ekki að gefa toppsætið eftir
Vísir er með beina textalýsingu frá leik Real Betis og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði
Real Madrid mistókst að minnka forskot Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar niður í eitt stig þegar liðið tapaði fyrir Athletic Bilbao, 2-1, í kvöld.

Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona
Eftir þrjá leiki í röð án sigurs styrkti Barcelona stöðu sína á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld með frábærum sigri gegn Mallorca á útivelli, 5-1.

Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur
Jude Bellingham og Kylian Mbappé sáu um markaskorun Real Madrid er liðið vann öruggan 2-0 sigur gegn Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli
Barcelona tapaði 2-1 á heimavelli á móti Las Palmas í spænsku deildinni í fótbolta í dag. Þeir hefðu náð sjö stiga forskoti með sigri en nú getur Real Madrid minnkað forskot þeirra i eitt stig.

Messi segist sakna Barcelona
Lionel Messi mætti ekki á 125 ára afmælishátíð Barcelona en nýtt viðtal við hann var aftur á móti sýnt á hátíðinni í gær.

Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum
Franska stórblaðið L'Équipe hefur miklar áhyggjur af besta fótboltamanni Frakka, það er manninum sem átti að vera einn sá besti í heimi en hefur hvorki verið fugl né fiskur á síðustu vikum.

Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins
Lamine Yamal, leikmaður Barcelona og spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur hlotið nafnbótina Gulldrengur (e. Golden Boy) ársins eftir vasklega frammistöðu sína á liðnu ári.

Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés
Real Madrid heldur pressunni áfram á topplið Barcelone í spænsku úrvalsdeildinni en liðið vann þægilegan 0-3 sigur á Leganés í kvöld.

Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum
Barcelona missteig sig annan leikinn í röð þegar liðið missti unninn leik niður í 2-2 jafntefli gegn Celta Vigo.

Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona
Alexia Putellas skoraði eitt marka Barcelona í 4-1 sigri á St. Pölten í Meistaradeild kvenna í fótbolta í kvöld.

Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“
Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales er mjög hrifinn af Orra Steini Óskarssyni, framherja Íslands og Real Sociedad. Segir að hann verði heimsþekktur á næstu fimm til sex árum.

Hringir og hringir en fær alltaf nei
Evrópumeistarar Real Madrid glíma við mikil meiðsli þessa dagana og þá sérstaklega meðal varnarmanna liðsins.

Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona
Real Sociedad vann frækinn 1-0 sigur á toppliði Barcelona í La Liga, efstu deild spænska fótboltans. Orri Steinn Óskarsson hóf leik á varamannabekknum en spilaði síðustu 30 mínúturnar eða svo.

Gleymdi að kjósa Vinicius Junior
Vinicius Junior fékk ekki Gullhnöttinn í ár og bæði hann og öll Real Madrid fjölskyldan fór í fýlu. Real fólkið kemst örugglega ekki betra skap við það að heyra um vinnubrögð sumra blaðamannanna sem voru með atkvæðarétt í kjörinu.

Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid
Real Madrid tókst að enda taphrinu sínu á Santiago Bernabeu með glæsilegum 4-0 stórsigri á Osasuna í sænsku deildinni í dag. Fórnarkostnaðurinn var þó að missa tvo menn í meiðsli.

Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni
Spænski knattspyrnumaðurinn Rodri vann Gullhnöttinn í ár með því að fá aðeins 41 stigi meira en Vinicius Junior. France Football hefur loksins gefið upp niðurstöður Ballon d'Or kjörsins.

Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur trú á því að liðið hans snúi við blaðinu í leik sínum á móti Osasuna í spænsku deildinni í dag. Hann mætti með kassann út á blaðamannfund fyrir leikinn.

Henry harðorður í garð Mbappé
Franska goðsögnin Thierry Henry gagnrýndi landa sinn Kylian Mbappé eftir frammistöðu hans með Real Madríd tapi liðsins fyrir AC Milan í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Hann auðveldi liðsfélögum sínum ekki lífið.

Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims
Orri Steinn Óskarsson er hástökkvari á lista yfir verðmætustu leikmenn heims, 21 árs og yngri. Orri skipar 38. sæti listans og er talinn sjötti verðmætasti framherjinn.

Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu
Spænski knattspyrnumaðurinn Alvaro Morata endaði æfingu á sjúkrahúsi í gær eftir slæmt samstuð við liðsfélaga.

Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins
Barcelona vann góðan útisigur í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi en einn leikmaður liðsins er vel merktur eftir kvöldið í Belgrad.

Vandræði Madríd halda áfram
Franski miðvallarleikmaðurinn Aurélien Tchouaméni verður frá keppni næstu fjórar vikurnar hið minnsta eftir að togna á ökkla. Hann hefur verið í lykilhlutverki hjá Evrópu- og Spánarmeisturum Real Madríd sem hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni.

Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid stýrði ekki liði sínu um helgina þar sem leik liðsins á móti Valencia var frestað vegna flóðanna miklu í Valenica.

Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu
Landsliðsframherjinn Orri Óskarsson varð að sætta sig við að spila tíu mínútur í kvöld þegar lið hans Real Sociedad vann góðan 2-0 útisigur gegn Sevilla í spænsku 1. deildinni í fótbolta.